Vonandi

Hillary-And-Bill-Clinton-1969-The-Way-They-Were-2-e1357337446850Enn á ný hafa vaknað vangaveltur um hugsanlegt framboð Hillary Clinton til forseta BNA 2016. Hillary er afar hæfileikarík og frambærileg kona.  

Það er sannarlega tími til komin að kona gegni þessu valdamesta embætti heimsins, það myndi kalla fram nýjar áherslur, ný viðhorf til hins betra.

Það yrði afar frískandi að fá Clinton hjónin aftur í Hvítahúsið.


mbl.is Fer Clinton í forsetaframboð 2016?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi það með þér, það er komin tími til, Hillari er ein af þeim frambærilegri með mikla reynslu og afskaplega sköruleg kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 21:38

2 identicon

Eg vona sannarlega að hún bjóði sig fram...Einungis vegna þess að ég er svo viss að hún myndi tapa illa fyrir frambjóðenda Repúblikana sem væri vonandi ekki jafn mikill sósíalísti og hún Hillary.

Siggi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 21:56

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eitt verð ég að vera sammála um, hún hefði verið mikið betri Forseti heldur en Barack Hussein Obama.

En hefur hún verið góður Secretery of State (utanríkisráðherra)? Ekki sínir það sig, Afríka að fara í bál og brand, þá sérstaklega Norður Afríka.

En sennilega hefur hún ekki fengið að stjórna mikið í utanríkismálum, heldur tók hún við boðum og bönnum frá Barack Hussein Obama.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 6.2.2013 kl. 22:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur, ég er sannfærður um að Bill Clinton verði, þegar tímar líða, talin með merkari forsetum BNA. Ég held að Hillary verði ekki síðri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2013 kl. 23:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Siggi, það er engin frambjóðandi Repúblikanaflokksins í augsýn sem ætti möguleika gegn Hillary. Hvern sérð þú fyrir þér, Söru Palin kannski?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2013 kl. 23:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann, á það að vera hlutverk Bandaríkjanna að hindra að allt fari í bál og brand hér og þar? Þeir hafa að mínu viti einmitt staðið að því gagnstæða. Því þarf nýja hugsun þar vestra og þá ekki hvað síst í Hvíta húsinu og meðal haukanna í herráðinu. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2013 kl. 23:10

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

BNA eiga ekki að dæla bensíni á bálið.

Hvað ættli F-16 0rustuþotur og hundriðir skriðdreka sem er verið að senda til Egyptalands verði notað fyrir og allar billjónir dollara sem Egyptar fá í gjöf sem BNA þarf að fá að láni frá Kína?

BNA á ekki að skipta sér að annara landa málefnum.

En BNA er með þessa áráttu og heimsku að það sé hægt að kaupa vini.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 6.2.2013 kl. 23:17

8 Smámynd: el-Toro

Axel, hvað var það sem gerði Bill Clinton eftirminnilegan forseta fyrir komandi kynslóðir ?

el-Toro, 6.2.2013 kl. 23:19

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við erum algerlega sammála  um þetta Jóhann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2013 kl. 23:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú sérð það el-toro,  þegar þú og kanarnir  farið að sjá skóginn fyrir trjánum og áttið ykkur á því að arfleifð Bill Clinton er ekki bara nokkrir sæðisblettir í kjól. Nokkuð sem birgt hefur mönnum sýn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2013 kl. 23:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er viss um að þú hefur rétt fyrir þér í þessu Axel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 23:48

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var að vísu afleiðingar Bill Clinton´s sem áttu sennilega mikin þátt í BNA bankahruninu 2008.

Bill Clinton opnaði fyrir að fjárfestingabankar og viðskiptabankar máttu vera one and the same.

Þetta voru lög sett á í kreppuni in the 30´s að aðskilja þessar starfsemir og virkuðu vel þangað til Jimmy Carter fór að fikta við þessi lög. Og Bill Clinton gekk aðeins lengra og afnam þessar hömlur á samstarf fjárfestingabanka og viðskiptabanka.

Jólin stóðu ekki lengi, það fór allt til andskotans í bankakerfi BNA aðeins 10 árum seinna. Og sennilega var það til að flýta fyrir íslenska bankahruninu sem var auðvitað bara spursmál hvenær það yrði.

En tíminn og sagnfræðingar koma til með að dæma þetta eftir nokkur ár, sennilega eftir okkar daga.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 6.2.2013 kl. 23:52

13 Smámynd: el-Toro

vel mælt Jóhann og rétt farið með staðreyndir.....þó mig minnir að Ronald Reagan hafi breytt meiru en Carter gerði....skiptir kannski ekki öllu. 

ég skil mæta vel að ekki er alltaf vilji til að svara erfiðum spurningum....en án þess endilega að hafa skoðanir á hlutum, kýs ég oftast að spyrja þessara erfiðu spurninga. 

en það sem situr eftir hjá mér úr forsetatíð og fylkisstjóratíð Bill Clinton er:

* tengsl hans við Íran-Contra málið...sem fylkisstjóri

* Whitewater málið....þar sem pappírarnir í því máli brunnu til kaldra kola þegar FBI byggingin í Oklahoma var sprengd árið 1995

* Rwanda 1994....þarna hefðu vesturlönd getað gert..."eitthvað"

* mistókst að breyta sjúkratryggingakerfinu

* var forseti meðan al-Qaeda var kynnt fyrir heiminum í gegnum fjölmiðla.

* skemmdi fyrir framsalssamningi milli Saudi Arabíu og Talibana í Afganistan um framsal á bin-Laden....með því að skjóta sprengjum á búðir erlendra hryðjuverkamanna í afganistan, en sumar lentu á almenningi eins og gengur og gerist.

* afleiðing gráa fiðringsins....en við getum þakkað fjölmiðlunum okkar hversu fast það kemur til með að liggja í undirmeðvitund fólks sem var á lífi á tíunda áratugnum.

* sprengjuregnið gegn Serbum líður sjálfsagt engum serba úr minni svo lengi sem hann lifir....vafasamur stuðningur við kosovo albani í framhaldinu....en það voru náttúrulega hagsmunir USA og EU í veði....svo það er meira svona til hliðar í huga mér, þegar ég hugsa til Clintons.

....kannski er ég bara svona neikvæður að eðlisfari, en þetta er það sem ég man einna helst frá tíma Bill Clinton....

....veistu hvað, kannski er bara skógur þarna, handan trjánna :)

el-Toro, 7.2.2013 kl. 00:38

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Við vitum að Ronald Reagan var bendlaður í Íran - Contra dílnum, en hvort Clinton var það kemur fram seinna þegar leyniskjöl um málið verða opinberuð.

Sem betur fór þá gekk ekki sjúkratrygging Clintons í gegn sem hann setti Hillary í að koma því í gegn.

Held að allt annað standist heimildir, og það er sögunar að dæma um hvort Clinton gerði rétt eða ekki. Sagan verður skrifuð eftir okkar dag þegar allar skýrslur eru opnar og öll leynd tekin af mikilvægum papírum.

Ég held að Axel Jóhann hafi verið að lýsa sinni skoðun á hvernig Clinton verður skráður í mannkynssöguna, en auðvitað var hann ekki gallalaus frekar en allir aðrir Forsetar BNA. Spurning sagnfræðinga verður; var það sem Clinton gerði vel, drepið niður af því sem hann gerði illa.

Því miður þá fáum við ekki að sjá 100% heimilda sögu sem fjallar um Clinton sem góður eða slæmur Forseti BNA.

Frá mínum sjónarhóli séð, þá held ég að hann verði setur sem; better than average, en ekki einn sá bezti, mín skoðun.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 01:32

15 identicon

Ekki má gleyma Sómalíu og tíðu sprengjuregni á Íraka.

Sprengdi hann ekki líka mjólkurduftsverksmiðju í Súdan?

Hann sendi Tomahawk flugskeyti hingað og þangað. Eiginlega það sem Obama hefur fullkomnað í dag.

Clinton var ekki góður forseti og frú Clinton mun ekki verða góður forseti.

Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 04:26

16 identicon

Eg vona innilega að Rand Paul bjóði sig fram og hljóti tilnefninguna. Enn skemmtilegra væri ef Gary Jhonson eða Palin væri varaforsetaefnið, hörkukerling þar á ferð sem hefur fengið mjög ósanngjarna meðferð í fjölmiðlum.

Axel, ég held þú misskilur hversu landlægt hatrið á Hillary er í Bandaríkjunum, vissulega myndu fjölmargir sósíalístar hoppa hæð sína en miklu fleiri myndu berjast eins og svöng ljón gegn henni.

Siggi (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 12:08

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Siggi min slappaðu nú aðeins af og dinglaðu þér.

Það er ekkert hatur á einum eða neinum í það minsta ekki af minni hálfu. En ideologues eins og þú geta aldrei séð gallana á stjórnmálamönnum sem þið aðhillist.

Staðreyndin er nú bara sú að það er enginn gallalaus og allir gera mistök, það sem við vonum að mistökin séu ekki það stórfengleg að mikill skaði hljótist af.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 12:26

18 Smámynd: el-Toro

Clinton var ekki einn af toppunum í iran contra....enda fékk hann aldrei dóm fyrir.  hinsvegar sem fylkisstjóri lét hann mynda sig við flugvélarnar sem fluttu dópið til bandaríkjanna frá nicuragua í gegnum panama og honduras...

....Clinton tók á móti einhverri sendingu góðgerðarfélags og lét mynda sig við það tilefni....en sú flugvél flutti líka dópið sem skæruliðarnir í nicuragua notuðu til að fjármagna vopnakaup sín.....sögum ber ekki saman hvort dóp hafi líka verið í flugvélinni þennan dag sem Clinton tók á móti sendingunni....en þessi flugvél var notuð til að flytja eiturlyf til bandaríkjanna, á því leikur engin vafi.

þetta er ekki á vitorði margra....en skjalfest er þetta.

el-Toro, 7.2.2013 kl. 15:35

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

el-toro,

Það eru engar sannanir fyrir því að Clinton hafi verið að gera eitthvað af sér og rúmors erum allt og alla.

Þú hefur kanski heyrt um rúmorinn um að George W. sprengdi niður tvíburaturnana og að engar flugvélar hafi verið þar að verki?

Ekki alltaf að trúa því sem þú lest eða sérð á internetinu, það er ekki alltaf satt og rétt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 7.2.2013 kl. 19:11

20 Smámynd: el-Toro

ég skal finna fyrir þig fréttina og senda hana á þig Jóhann !!!

þetta birtist í dagblöðum vestanhafs á sínum tíma.  þetta er ekki "rumor"....

....þú getur sjálfur leikið þér að samsæriskenningum...!

ef þú lest síðustu athugasemdina hjá mér aftur....þá sérðu að ég er ekki að ásaka hann um eitt né neitt....ég er að benda á kaldhæðnina í kringum þennan mann. 

............hvernig sömu flugvélarnar voru notaðar af þessum góðgerðarsamtökum og þeim sem fluttu eiturlyfin til bandaríkjanna.............

lestu þetta aftur og hættu að leika þér í sandinu (þó ekki í las vegas ;))

el-Toro, 7.2.2013 kl. 20:48

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

el-toro þakka fyrir að leifa mér að leika mér í Las vegaas ;>)

Ef ekkert var gert í málinu þá er venjulega ekki nóg og miklar sannanir fyrir að eitthvað sakfelt hafi verið gert.

Ég hef búið í BNA samfleitt síðan 1976 að undanskildu einu ári í Japan, en eitt hef ég orðið var við að ekki er alltaf hægt að trúa því sem maður les.

Manstu eftir látunum í kringum hundinn hans Alberts Guðmundssonar, þegar átti að setja lögregluna í að hyrða alla hunda í Reykjavík og slátra þeim?

Time magazine sendi fréttamann til Íslands sem skrifaði um þetta, en í staðin fyrir að skrifa um slátrun á 22 hundum þá bætti blaðamaðurinn nokrum núllum og setti töluna í 22,000 hundar, meiri krassandi frétt.

Svona er þetta og verður, við verðum að taka allt með fyrirvara sem við lesum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 02:26

22 Smámynd: el-Toro

mér finnst eins og við séum ekki að tala um sama hlutin....svo þetta verður mitt lokasvar....!

....og lestu aftur athugasemd nr. 20 Jóhann.

"ef þú lest síðustu athugasemdina hjá mér aftur....þá sérðu að ég er ekki að ásaka hann um eitt né neitt....ég er að benda á kaldhæðnina í kringum þennan mann.

............hvernig sömu flugvélarnar voru notaðar af þessum góðgerðarsamtökum og þeim sem fluttu eiturlyfin til bandaríkjanna............."

Clinton lét mynda sig við flugvél.....sem síðar kom í ljós, að hafði flutt eiturlyf frá panama.

...EKKERT SAKNÆMT....HELDUR KALDHÆÐNI !!!!

Clinton á nóg af öðrum saknæmum hlutum á samviskunni, sem hann slapp við. 

góðar stundir,

kveðja frá klakanum í norðri :) 

el-Toro, 8.2.2013 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband