Turnarnir tveir

Ríkissjónvarpið varð sér til skammar í kosningaþætti kvöldsins. Ekki var öllum framboðum sem þegar hafa komið fram heimiluð þátttaka, þótt eftir því væri leitað. Þetta eru skítleg og andlýðræðisleg vinnubrögð hjá RUV, hvaða skoðun sem menn kunna svo hafa á  viðkomandi framboðum sem ekki eru í náðinni.

Að mínu mati skáru Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gersamlega frá öðrum frambjóðendum.

Birgitta var að mínu mati sigurvegari kvöldsins sem málefnalegasti frambjóðandinn en Sigmundur Davíð var hinsvegar „sigurvegarinn“  á hinum endanum sem hinn fullkomni lýðskrumari en samt ótrúlega ótrúverðugur, flatur og leiðinlegur.


mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Birgitta var góð, en mér fannst Margrét og Þorvaldur líka standa sig vel.

hilmar jónsson, 2.4.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, Birgitta, Margrét og Þorvaldur stóðu sig öll mjög vel, sannfærandi og málefnaleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2013 kl. 12:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get vel skrifað undir þetta með ykkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.