Nelson, til hamingju með daginn.

 

Nelson MandelaNelson Mandela verður níræður á morgun 18. júlí. Hann er einn merkasti maður núlifandi.

 Gandhi 1931Hann ásamt Mahatma Gandhi sýndu svo ekki var um villst að það er hægt að berjast fyrir sínum málstað án ofbeldis, án blóðsúthellinga, með æruverðugum hætti og hafa sigur.

Þeir tveir ásamtteresa móður Teresu og Martin Luther KingMartin Luther King eru  að mínu mati 4 merkustu einstaklingar sem uppi voru á síðustu öld. Þau bera höfuð og herðar yfir alla aðra að mörgum ólöstuðum.

Tveir þessara einstaklinga sem hvað harðast börðust gegn ofbeldi máttu sæta ofbeldi og féllu fyrir morðingjahendi.

Megi minning þeirra allra lifa til að minna á það góða, sem þrátt fyrir allt, býr í okkur flestum.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það er sorgleg staðreynd, að ef Móðir Theresa væri á lífi í dag og reyndi að opna umönnunar-, hjúkrunar- og dvalarstöð fyrir útigangsfólk og aðra sem hvergi eiga höfði sínu að halla, ásamt mötuneyti fyrir sárafátæka, þá yrði þeim stað lokað umsvifalaust af Heilbrigðisyfirvöldum með aðstoð Lögreglunnar og gömlu konunni vísað úr landi eftir einhverja fangelsis- eða varðhaldsdvöl og sektargreiðslu.  Ástæðan væri sú að 1. Móðir Theresa hefur ekki dvalarleyfi, 2. Móðir Theresa hefur ekki atvinnuleyfi, 3. Móðir Theresa hefur ekki viðurkenningu frá Heilbrigðisyfirvöldum, 4. Móðir Theresa hefur ekki fengið leyfi Heilbrigðisyfirvalda né Útlenfingaeftirlitsins til að vera með rekstur á sviði heilbrigðissviðs, sem heyrir undir opinberan rekstur, 5. Móðir Theresa hefur ekki menntunarskírteini á sviði sjúkraummönnunar né matreiðslu sem viðurkent er af íslenskum yfirvöldum. 6. O.s.frv., o.s.frv.

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 18.7.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið Björn bóndi.

Kveðja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.7.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband