Pappalöggur til starfa á ný?

Þetta merkilega ástand, mannlausar fangageymslur í Reykjavík á aðfaranótt laugardags, kemur flestum á óvart,  þó ekki borgarstjóra. Hann sér þarna beina tengingu við  „það góða starf“  sem verið er að vinna í miðborginni, og þá ekki hvað síst í öryggismálum. Vonandi er þetta rétt hjá honum. Það væri þá eitthvað jákvætt að gerast.

Þetta ætti líka að gleðja dómsmálaráðherra sem nú getur farið að slá stoðum undir þann draum sinn að einkavæða löggæsluna, því þetta sýni að einkaframtakið sé betur til þess fallið að „friða“ næturlífið í borginni en ríkisrekin lögregla.

Þetta hefur verið langtíma markmið hans, sem hefur ár frá ári hert á kyrkingarólinni með allt of naumum fjárframlögum til lögreglunar.En kannski að „hreyfanleg“ lögreglustöð sé lausnin, þótt ekki verði séð hvernig hún verði mönnuð, ef marka má nýjustu fréttir af þeim bæ. Nema þá að rykið verði dustað af pappalöggunum, sem húktu á ljósastaurum á Reykjanesbrautinni um árið og þær settar í verkefnið.

Jakob Magnússon miðborgar „agent“  gæti allt eins tekið að sér stjórn þessa nýja varðflokks sem yrði þá fyrsta einkalöggæsla á Íslandi. Eitthvað þyrfti að lappa upp á útlit þeirra því þeir þóttu frekar daufir og flatir blessaðir. En þar gæti sannast að mjór er mikils vísir. 

Það mætti líka framleiða nokkur pappa eintök af Field Marshal B.B. En það yrði bara börnum til viðvörunar að svona færi fyrir þeim, væru þau ekki góð.


mbl.is Borgarstjóri fagnar tómum fangageymslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.