„Carsala“ ??

Það virðast engin takmörk fyrir hugmyndafátækt og smásálar hugsun manna þegar kemur að því að gefa verslunum og fyrirtækjum nafn. Íslenskan hefur átt undir högg að sækja í þessu efni.

Æ oftar er gripið til enskunnar og heiti á því máli valið. Þetta á væntanlega að vera "töff" eða áhrifaríkara en íslensk orð, en er það fráleitt ekki.

 Nú eru menn farnir að blanda saman íslenskum orðum og enskum. Bílaoutlet er það nýjasta. Hver andsk.... er nú það?  Er það einhver „CARsala“?

Hið opinbera er meira að segja farið að nota ensku. Enska hefur verið innleidd í vegamerkingar. Orðið BUS er farið að sjást á akreinum! Hvenær var það innleitt í íslensku?

Er ekki mál að linni?

Höfum það Íslenskt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Takk fyrir þetta. Ég er ástríðufullur málfarsfasisti og þykir svo vænt um slík skrif.

Beturvitringur, 22.8.2008 kl. 19:01

2 identicon

Ætli merkingarnar BUS á vegum okkar séu ekki til að koma til móts við evrópskar vegmerkingar. Kerfið er byggt þannig upp að þú getir sest upp í bíl þegar þu ferð t.d. til danmerkur og ekið þar um án þess að stofna þér né öðrum í hættu.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek undir pirring þinn varðandi orðskrípið (orðfreakið)  bílaoutlet.

Orð eins og bílaprang og bílaverðfall gætu sagt svipaða sögu.

Varðandi vegmerkinguna BUS þá gegnir öðru máli.

Tilfellið er að margir erlendir ökumenn skilja betur ensku en íslæensku, auk þess sem benda má á að ef merkja ætti götu með orðinu strætisvagn í staðinn fyurir bus þyrfti sennilega að breikka hana talsvert til að oprðið yrði læsilegt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Beturvitringur

Skítt með bússinn. Hitt er skrípi. Reyndar var ég í 1. bekk þegar ég sá misræmi í máli og skilti.

Þá var gulur ferhyrningur sem stöðvunarmerki og á honum stóð:

STANZ

AÐAL

BRAUT

STOP

"Stopið" ruglaði upprennandi málfarsfasista í ríminu tí hí hí

Beturvitringur, 22.8.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka fróðleg og skemmtileg innlegg. T.d. "Stopp merkið" STOP, að ósekju hefðu mátt vera tvö p, þrátt fyrir útlendinga. Talandi um þá, ef við værum að hugsa um þá við merkingar þá væri hér yfir höfuð ekki notuð íslenska. Betra væri að nota alþjóðleg tákn eins og víða er gert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband