Vonandi að satt væri....

Sagði Geir ekki allt þetta ár að allt væri í stakasta lagi?  Sagði Geir ekki að bankarnir væru traustir?  Sagði Geir ekki daglega að botninum væri náð? Sagði Geir ekki að engin þörf væri á aðgerðum?  Sagði Geir ekki að......

Geir hefur undanfarna daga þurft að éta ofaní sig flest sem hann hefur látið frá sér fara um bankana, útrásina og svo ekki sé talað um lungað úr hugmyndafræði frjálshyggjunnar.     

Það er óskandi að Geir hafi rétt fyrir sér núna,  það yrðu þá aðaltíðindin. 


mbl.is Mesta hættan liðin hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt sem maðurinn hefur látið út úr sér uppá síðkastið og flest af því hefur stangast á við staðreyndir. Ég tel þó að það sé mikilvægt að fjölmiðlar komi því áfram að staðan sé að snúast og allt sé að komast í réttan farveg hvort sem það sé satt eða ekki, staðreyndin er bara sú að ísland þarfnast jákvæðar hugsunar í okkar garð frá öðrum þjóðum þannig að viðskipti geti aftur hafist og orðið með reglulegu móti.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skorrdal og Hallgrímur, þakka ykkur báðum innlitið og gott innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband