Brandari dagsins

Nafni 010

Ég brá mér á salernið eftir hádegið  til að gera það sem maður þarf að gera. Nafni minn 4 ára elti mig að salerninu og spurði hvað ég ætlaði  að gera. Ég sagði honum að ég ætti sama erindi og hann þegar hann sæti á dollunni.

Þá er ég sit og bíð eftir að hlutirnir geri sig þá heyri ég í honum á ganginum fyrir framan dyrnar.

Ert þú þarna ennþá nafni? Sagði ég í gegnum hurðina.

Þá heyrist í þeim stutta. „Mamma, mamma, afi er að kalla, hann er búúúiiinn“!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hæ  Mímó, já sá litli hugsar um afa sinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.10.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband