Öðruvísi mér áður brá

Var skútunni skilað bara sí svona? Af hverju var hún ekki gerð upptæk?

Hvað...? Kann einhver að spyrja. Eigendur hennar áttu enga hlutdeild í smyglinu!Dutch_gin_called_Genever

Það var fyrir daga kvótans að nokkrir hressir gæjar leigðu sér bát til fiskveiða. Ásmundur hét báturinn að mig minnir.

En í stað fiskveiða var bátnum snúið til Hollands hann fylltur þar af sénna, hann fluttur heim og honum landað. Það var fyrir tilviljun að upp komst.

Þótt eigandi bátsins, sem leigði bátinn í góðri trú og hefði hvergi komið nærri smyglinu, mátti hann sæta upptöku bátsins að lögum.

Eru yfirvöld að linast eða er ekki saman að jafna áfengi og eiturlyfjum? Eða hefur lögum verið breytt til að koma til móts við athafnamenn á þessu sviði sem öðrum?

 
mbl.is Ævintýri á smyglskútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband