Þessi dómur er hneysa.

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var karlmaður í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og gróf kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Ofbeldi mannsins mun hafa staðið í tæp tvö ár. M.a. veitti maðurinn öðrum mönnum „aðgang“ að konunni gegn vilja hennar.

Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins eigi sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að hann eigi sér engar málsbætur.

Í ljósi  alvarleika brota mannsins, eins og segir í dómsorði, þá er stórfurðulegt að dómurinn skuli aðeins nýta refsirammann til hálfs. Hámarks refsing við brotum mannsins er 16 ára fangelsi.

Venjulegt fólk hefur vart ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvernig svona glæpur þyrfti að vera vaxinn til að Íslenskir dómstólar teldu ástæðu til að fullnýta  refsirammann.

 

 


mbl.is Átta ár fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér, þetta er ekkert minna en SKRÍMSLI í mannsmynd.

Vona bara að lykillinn af klefanum hans finnist ekki að átta árum liðnum. 

Björn Jónsson, 7.7.2009 kl. 20:36

2 identicon

Íslenskir dómstólar, líkt og dómstólar víða, eru bundnir af ákveðnum reglum. Ein af þeim segir að við framfylgni laga og uppkvaðningu dóma þurfi að líta víðar en bara í lagana bókstaf. Eitt af þessu er það sem kallað er "réttarvenja" (hvað hefur verið gert áður í svipuðum eða á einhvern hátt sambærilegum málum) svo að jafnræði sé tryggt og heyrir það undir jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta ákvæði á að tryggja að menn fái ekki mismunandi meðferð af hálfu ríkisins í sambærilegum málum.

Hingað til hafa dómar á Íslandi verið (afar) vægir og því er ekki hefð eða venja fyrir þungum og löngum dómum. Þessi hefð okkar Íslendinga bindur hendur dómstóla í dag þegar glæpir fara harðnandi því sökum "réttarvenju" meiga þeir ekki fullnýta refsirammann, þótt þeir eflaust vildu. Ef slíkt hefði verið gert og maðurinn dæmdur í 16 ára fangelsi þá hefði lögmaður hans einfaldlega áfríað til hæstaréttar, borið fyrir sig broti á jafnræðisreglunni þar sem ekki væri til fordæmi fyrir svo þungum dómi í (að einhverju leiti) sambærilegu máli og fengið honum hnekkt án vafa.

Á hinn bóginn er ég fyllilega sammála þér í því að dómar almennt eru of vægi á Íslandi en það ber þó fyrir augu hvers þess er leitar að dómar hafa hægt og bítandi verið að þokast upp á við í lengd (sjá t.d. dóma í barnamisnotkunarmálum þar sem áður fyrr fengu menn að algjöru hámarki 2 ára dóm en nú sjáum við hiklaust 4-6 ár). Að mínu mati ætti því ekki að berja á dómurum fyrir að dæma þó helst til væga dóma heldur hrósa þeim fyrir að vera á réttri leið.

(Höfundur á að baki menntun í lögfræði)

Þór (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 20:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, takk fyrir innlitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Það væri fagurt ef dómurinn væri þyngri, en það er ekkert furðulegt við hann.

Í ljósi réttarvenju þá er ekki hægt að dæma einn mann í 16 ára fangelsi meðan annar situr inni sem fékk 7 ár fyrir "svipaðann" verknað.
Dómstólar eru bundnir af fordæmum og því væri dómari óhæfur ef hann myndi dæma menn eftir geðþóttarákvörðunum frekar en eftir rökstuðningi í reglur og venjur. 

Alþingi getur breytt þessu en þingmenn vorra virðast lítinn áhuga hafa á því.

Páll Ingi Pálsson, 7.7.2009 kl. 21:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þór, takk fyrir innlitið og greinargott innlegg. Ég átta mig á þessari svo kallaðri hefð en finnst kjánalegt að hún skuli í reynd upphefja hugsun lagana, ef svo má að orði komast, sem er að 16 ára dómur við þessu broti sé meira en mögulegur, ef ekki, hefði hámarkið verið haft lægra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 21:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll takk fyrir innlitið,  í dómsorði segir "að verknaðurinn eigi sér enga hliðstæðu."  Annars ég vísa í fyrra svar. (5)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 21:22

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Í dómnum segir að brot mansins eigi sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd, af hverju eru þeir sem skrifa athugasemdir hér þá að tönglast á því að ekki sé hægt að dæma þennan mannaula í þyngri refsingu? Er verið að bíða eftir að einhver annar, nú eða sá sami seinna meir, haldi konu í kynlífsánauð í áratugi? Ég vorkenni dómurum ekki þó þeir nýti lagaramma sem til er. Það er kominn tími til þess fyrir löngu. Þegar þeir gera það ekki, fær maður sterklega á tilfinninguna að þeir hafi samúð með kynferðisofbeldismönnum og verndi þá. Einnig skil ég ekki af hverju nöfnum kynferðisafbrotamanna er haldið leyndu en morðingjar fá sín nöfn birt í fjölmiðlum og jafnvel mynd líka. Á ekki að gera þessu fólki jafn hátt undir höfði? Við hin þurfum að geta varast þessi kynferðisbrengluðu skrípi, fyrst þau sleppa út aftur.

Marta Gunnarsdóttir, 7.7.2009 kl. 21:24

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Marta, takk fyrir gott og kjarnyrt innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 21:30

9 identicon

Fangelsin eru þar að auki yfirfull og til einskis að lengja dóma meðan svo er. Þeir ganga þá bara lausir lengur áður en þeir eru kallaðir inn til afplánunar.

Reynir Hj. (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 22:30

10 Smámynd:

Sammála þér Skagstrendingur

, 7.7.2009 kl. 22:41

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reynir, þarf þá ekki að leysa það mál eða eru skilaboðin þau að menn hafi frjálsar hendur því grjótið sé fullt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Dagný.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 22:48

13 identicon

Ég hef það á tilfinningunni að fólk sé að láta tilfinningarnar hlaupa með sig eina ferðina enn.

Persónulega þykja mér 8 ár ekkert of langur tími fyrir þennan glæp.  Það hvernig hann var framkvæmdur þykir mér einnig gefa til kynna að rétt væri að athuga með aðra vistun fyrir mannin að lokinni afplánun. 

Hins vegar er furðulegt að lesa dóminn.. Dómararnir virðast vera að draga "sérfræðiálit" upp úr einhverjum galdrahatti, sem þeir hafa engar forsendur til að gefa, og nokkuð ljóst að tilfinningar þeirra komu einnig við sögu í dómsniðurstöðu.

Það kæmi mér því ekkert á óvart ef þessi maður ætti eftir að ganga frjáls eftir mun styttri tíma en fólk heldur.

Fransman (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 15:02

14 identicon

Í megin dráttum er ég fyllilega sammála Mörtu; hvað mig varðar hefði mátt setja manninn í holu og tyrfa yfir. Það er þó í flestum málum svo að kviðdómur götunnar verður að lúta í lægra haldi fyrir dómstólum landsins og er það í flestum tilvikum (kannski ekki þessu) af hinu góða.

Fólk verður að varast það að líta eingöngu á lagaákvæðin eins og þau standa í hegningarlögum og kalla þau upphaf og endi allra réttarheimilda því slíkt myndi gera dóma hverju sinni að geðþóttaákvörðunum viðkomandi dómara, en slíkt er að sjálfsögðu óásættanlegt (glæpamenn myndu fremja glæpi á Akureyri í stað Reykjavíkur vegna þess að héraðsdómur Norðurlands-Eystra innihéldi vægari dómara, eða eitthvað slíkt). Í Íslensku réttarkerfi eru réttarheimildir sem eftirfarandi, listuð frá þeim rétthæstu til hinna réttlægri, og þurfa dómarar að taka mið af þeim öllum:

Stjórnskipunarlög (stjórnarskráin); Sett lög (Sértæk lagaákvæði eru hér rétthærri en almenn lagaákvæði); Stjórnvaldsfyrirmæli (reglugerðir o.fl.); Réttarvenja (er hefð fyrir því að fara með ákveðin mál á ákveðinn hátt); Fordæmi (er til sambærilegt mál, ætti að dæma eins); Meginreglur laga og eðli máls (Hver var tilgangur löggjafans með því að setja þessi lög).

Allt þetta þurfa dómarar að skoða við sínar dómsuppkvaðningar, þar sem "af því bara" eða "mér finnst það" eru ekki fullnægjandi rök dómara við framfylgni íþyngjandi ákvæða eins og refsingar og hegningarvist eru.

Með því að dæma manninn í 8 ára fangelsi er verið að jafna einn  þyngsta dóm sem áður hefur fallið í kynferðisafbrotamáli, en sá féll fyrir ekki svo löngu og tók til ítrekaðra brota gegn börnum yfir mörg ár. Ef dómari hefði ákveðið að dæma manninn till fullrar 16 ára refsivistar (eins og honum hefur eflaust langað til, dómarar eru eftir allt saman bara fólk ens og við hin) þá hefði hann á sama tíma verið að leggja ansi óhugnalegt mat á alvarleika glæpsins. Hann hefði t.d. verið að segja að það sem þessi maður gerði væri helmingi alvarlegra/meira/verra en að brjóta ítrekað kynferðislega gegn tveimur stúlkubörnum yfir margra ára tímabil (vísun í dóminn sem ég minntist á hér að ofan). Hann hefði verið að kalla yfir sjálfan sig að leggja einhverskonar mælistiku á  þá þjáningu sem brotamaðurinn olli konunni og bera hana hlutlægt saman við þá þjáningu er aðrir kynferðisafbrotamenn hafa valdið sínum fórnarlömbum og meta hana meiri eða minni með tilheyrandi árafjölda í refsivist. Fyrir utan það að vera nokkurnvegin ómögulegt í framkvæmd (í hvaða einingu er þjáning mæld?) þá myndi ég ekki vilja leggja slíka byrði á nokkurn mann; sjálfur myndi ég vísast kikkna undan slíkum álögum.

Það sem eftir stendur er að  dæma maninn með tilliti til þeirra réttarheimilda er hér eru við líði, finna það út að þetta afbröt er að öllum líkindum eitt það umfangsmesta í sínum flokki er hér hefur komið upp, finna hver þyngsta refsing er sem áður hefur verið dæmd og annað hvort jafna hana eða auka nægjanlega mikið án þess þó að ganga gegn jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar.

Hvað varðar vorkunn þá eiga dómarar slíkt ekki inni, frekar en nokkur annar maður er eingöngu sinnir starfi sínu. Hins vegar get ég ekki ímyndað mér að meðferð og dómsuppkvaðning í máli sem þessi sé auðveld, enda geta dómarar sem manneskjur vart farið varhluta af þeirri þjáningu er umlykur málið.

(Afsakið langlokuna)

Þór (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 15:03

15 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Miðað við "hefð" og fordæmi þá hefði tíu ár verið "eðlilegt" vísa ég til nauðgunardóms Sólbaðsstofuræningjans. Að vísu var það vegna tveggja nauðgana sem í seinna tilvikinu var beitt hnífi. Í málinu sem hér um ræðir eru fimmtán nauðganir dæmdar auk alls annars. Ég spái refsilækkun niður í sex ár ef að Hr. dæmir í málinu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband