Er það brýnasta málið að slá skjaldborg um Íslenska glæpamenn í fangelsum erlendis?

Það getur ekki og má ekki vera forgangsmál að kosta til stórfé að koma eiturlyfjasmyglurum og öðrum Daltonum  heim í sælu Íslenskra fangelsa þegar allt hangir hér á horriminni af fjárskorti.

Þeir Íslendingar sem sitja í fangelsum erlendis bókuðu sig sjálfir í þá vist og unnu til hennar.

Ef aurinn er til þá eru önnur samfélagsverkefni langtum betur að honum komin en  gæluverkefni við glæpamenn.  

 

mbl.is Fangar í Brasilíu geti afplánað dóma á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nokkuð til í þessu, og hef ég enga sérstaka samúð með þeim sem stimpla sig inn á svona staði.

ég hef hins vegar verið á þessum slóðum, og var þar um það leiti sem einn íslendingur lenti inni, man nú samt ekki nákvæmlega hvað í suður ameríku hann var tekinn.

þetta fékk mann aðeins til að spá í því sem bíður þeirra, og er það vægast sagt ómanneskjulegt, og engin betrun í þeirri vist sem bíður þeirra.

þó finnst mér EITT réttlæta það að ísl stjórnvöld fái þessa ólansmenn heim, og það eru fjölskyldur þeirra sem líða fyrir að þeirra ástvinur sé lokaður inni á svona stað. með þessu er ég ekki að vorkenna dalton-anum í brazil heldur heiðarlega einstaklingnum hér heima, móður, föður, maka eða börnum.
það er nóg að missa ástvin í viðju undirheimanna og í framhaldi í mörg ár í fangelsi, að það sé nú allavega hægt að vitja hans, og vona að sá er þú elskar komi betri út fyrir vikið.... það gera menn ekki þarna.

en, þetta eru svo sem bara mínar hugrenningar, og þarf að sjálfsögðu ekki að endurspegla álit þjóðarinnar... ;)

hafðu það gott.

Kv
J.T

jay tee (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekkert forgangsmál og ekkert gæluverkefni. Hitt er annað mál að menn geta leiðst út í ýmislegt. Það er þekkt staðreynd að fangelsi í Brasilíu eru með þeim verstu sem þekkjast í heiminum. Ég hef þekkt marga menn sem hafa leiðst út í afbrot, oftast vegna þess að þeir eru flæktir í vímuefnaneyslu. Þeir eru ekki verri menn en þú. Mér stendur stuggur af þessu kaldrifjaða mannúðarleysi sem kemur fram í þessari færslu. Það hefur enginn  unnið til þess að fá þá meðferð sem tíðkast í brasilískum fangelsum og reyndar víða.Þó menn hafi framið afbrot, jafnvel alvarleg, réttlætir það ekki að farið sé með þá eins og skepnur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka innlitið jay tee, ég skil þitt sjónarmið og um angist og kvöl ættingja þarf ekki að segja mér, það hef ég reynt á eigin skinni.

Það vill nefnilega þannig til að fórnarlömb þessara ólánsmanna eiga líka ættingja og það er því miður, eðli máls samkvæmt, öllu stærri hópur en að þeim stendur.

Þessir menn koma heim um síðir en margt af því unga fólki, sem þessir menn nærast á,  á ekki afturkvæmt frá þeim viðskiptum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2009 kl. 11:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, þú ættir að stilla þér upp fyrir framan fólk sem misst hefur börnin sín í eiturlyf og segja við það að þú teljir það kaldrifjað mannúðarleysi að það sjái ekki réttlætið í því að fjármagni sé varið til að "dílerinn" sofi ekki á hörðu, þegar ekki er til aur til að bjarga barninu þeirra úr klóm hans!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2009 kl. 11:48

5 identicon

Algerlega sammala thessu innleggi. 

Markmid refsivistar er m.a. ad fæla menn fra afbrotum.

"Don't do the crime if you can't do the time."

 GLG

G. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.