„...let's make the bastard deny it.'...“

Lyndon_johnson_14x18Hver kannast ekki við þessi fleygu og frægu orð  Lyndon B. Johnson, síðar Bandaríkjaforseta. 

Hann vildi í kosningabaráttu koma höggi á pólitískan andstæðing og lagði til við kosningastjóra sinn að koma af stað lygasögu til að skaða hann.

Kosningastjórinn lagðist gegn því og sagði þá ekki geta sagt þetta því það væri ekki satt. Johnson svarað þá „... látum þá fíflin neita því...“.

Er það ekki þessi tækni sem tvílembingarnir brúka núna til að breiða yfir sneypuför sína til Noregs, för sem allir vissu fyrirfram að biði skipbrot?

Það verkur furðu mína hve margir, með Moggann í broddi fylkingar, ryðjast fram og gera þetta bull að sínu.

 

Sannleikurinn þarf að koma fram, hreinn og klár, vonandi hafa allir maga fyrir hann eftir öll stóru orðin.

 
mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði þá ekki verið besta svarið hjá Jóhönnu að birta þessi tölvusamskipti við Stoltenberg sem svar við fullyrðingum Höskuldar

sæmundur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:37

2 identicon

Góð spurning Sæmundur!

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trúi því að það verð gert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Heyr...

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 14:50

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þótt menn hafi heyrt getið einhverra forseta í Bandaríkjunum, þá segir það lítið um glæpahneigð Jóhönnu. Að panta hálf-karaðar skýrslur úr ýmsum áttum er í bezta falli barnalegt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 14:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Glæpahneigð? Loftur, er ekki allt í lagi vinur? Á hvaða plani ert þú Loftur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 15:02

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Lestu bloggið hans Lofts Axel, þá sérðu hverskonar fyrirbæri fer þar.

Jón Valur meira að segja nær ekki alltaf upp í súrealismann hjá honum...

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 15:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef farið þar inn Hilmar, þessir pistlar þeirra eru notaðir við meðferð á alkahólisma enda hið besta Antabuse, því eftir lestur þeirra heldur maður engu niðri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 15:18

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé að Axel og Hilmar þekkja vel til alkóhólisma og ættu að halda sig við það umræðuefni. Ég lofa þeim að ég mun ekki trufla þá í þeirri samræðu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 15:37

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er óþarfi Loftur að gera Hilmar ábyrgan fyrir mínum skrifum.

Annað hvort ert þú að upplýsa okkur um þekkingu þína á alkahólisma Loftur, eða játa að vera enn einu sinni að tjá þig um eitthvað sem þú þekkir hvorki haus né sporð á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 15:54

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Axel, segðu okkur meira um "meðferð á alkóhólisma". Ég sé að þetta er skemmtilegt umræðuefni. Ekki loka á Hilmar, þótt þú teljir hann ekki hafa mikið vit á málinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 16:46

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Loftur: mér finnst alltaf hálf aumkunarvert þegar menn falla í þann pytt líkt og þú gerir nú með skrifum þínum, að að halda að þú séu fyndninn, þegar niðurstaðan er í besta falli : hlægilegur..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 17:16

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég loka ekki á Hilmar, ekki gera mér upp skoðanir Loftur. Ef þú ert ekki lesblindur þá ættir þú að sjá að ég kom inn á þetta ekki Hilmar.

Annars sé ekki ástæðu þess að reyna upplýsa þig um eitthvað sem þú hefur þegar fyrirfram mótaða skoðun á, sama hvað. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 18:01

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka ykkur fyrir athyglisverð skoðanaskipti, drengir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 20:15

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég held að það sé einhver biturð í gangi hér... og fullyrðingar sem eru úr lausu "lofti" gripnar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.10.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband