Styrkur að vera á vanskilaskrá – segja Bjarni og Sigmundur!

Það er kunnara en að frá þurfi að segja að lendi menn á vanskilaskrá eru þeim flestar bjargir bannaðar, það þekkja þeir manna best sem reynt hafa.

leikhúsÞví eru það ný og furðuleg sannindi að staða Íslands muni styrkjast  þegar  og ef landið kemst í greiðsluþrot og vanskil. 

Ekki er fyrir alla að skilja að staðna skuldara batni við það að skuldin fari í lögfræðilega innheimtu. 

Þetta er málflutningur Íhaldsins og Framsóknar í dag varðandi erlendar skuldbindingar þjóðfélagsins. Hafa þeir sömu skilaboð að segja mér og þér varðandi skuldir okkar í bönkunum?

Segja þeir – borgið ekki, látið setja kröfuna í innheimtu, látið lögfræðingana fá málið, látið þá margfalda skuldina eins og þeim einum er lagið -- og þið eruð á grænum sjó!

Segja þeir það?

Hvaða, hvaða, helv. bull er í gangi!!!

En sé bullið ekki bullið eitt, eru þá ekki allar skuldbindingar undanfarinna ára, hvaða nafni sem þær nefnast ekki hjóm eitt?

Ég, þú og allir hinir skulda þá ekki neitt, spurningin verður aðeins hvað eigum við inni hjá bönkunum! 

Hvað kallast þetta ævintýri?

Spennandi!


mbl.is Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nú er aldeilis lán í óláni. Lán er náðargjöf. Skuld er dyggð. Afborgun er aflífun. Skilafólk er sakafólk og kjánar. Lengi lifi Nýja Ísland! Fáum við þá ekki nýja kennitölu fyrir skerið?

Björn Birgisson, 14.10.2009 kl. 16:04

2 identicon

Það kallast nú ekki vanskilaskrá ef það er óvíst hvort við eigum að borga eða ekki.

Ef við vinnum málið fyrir dómi þá má kannski frekar segja að við séum fórnarlömb eineltis, þar sem stóru þjóðirnar hafa verið að ráðast á okkur og hóta okkur fyrir ekki neitt.

Andri (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ný kennitala fyrir skerið,  málið leyst, Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.10.2009 kl. 16:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú lendir, Andri, í ágreiningi við bankann þinn hvort þú eigir að borga eða ekki, hver er líklegri að hafa betur þú eða bankinn?  Fórnarlamb eða ekki?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.10.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.