Hvert skal stefna?

Stofnunin  Legatum í London gefur út svokallaða velmegunarstuðla, byggða á fjárhagslegum þáttum, lýðræðisþróun og stjórnarháttum ríkja. Samkvæmt þessum stuðli þá er Finnland mesta velmegunarríki heims.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að heiftarleg kreppa, engu minni en sú Íslenska, tröllreið Finnlandi 1990 til 1994. Það hefði sjálfsagt ekki þótt gáfulegur spádómur á þeim tíma að í dag yrði kreppan löngu að baki og landið komið á velmegunartoppinn.

Í Finnlandi  fór atvinnuleysi í 18%, staða ríkissjóðs var afleit og þeir þurftu að grípa til örþrifaráða í ríkisfjármálum í niðurskurði og auknum sköttum.

1992, í kreppunni miðri, sóttu Finnar um aðild að Evrópusambandinu, hvort það, eitt og sér, bjargaði Finnum og skilaði þeim á toppinn skal ósagt látið, en það hefur örugglega haft sitt að segja. Finnar töldu aðild að sambandinu nauðsynlega sem hluta af endurreisninni.

Finnar tóku upp gjörbreytta atvinnustefnu, byggða á nýsköpum í  iðnaði tengdum þekkingu og tækni. Finnar kusu af einhverjum ástæðum að fara ekki út í stóriðju.

Það er vandséð hvað ætti að hindra okkur í að fara „Finnsku leiðina“, velja það sem best lukkaðist hjá Finnum og tileinka okkur það en forðast gallana.


mbl.is Velmegun mest í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband