Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Besta bóluefnið gegn reykingum...

smoking-20smoking-small...er tvímælalaust sú pína að umgangast  reykingarfólk og fá ógeðið milliliða laust í andlitið og koma heim angandi eins og öskubakki.

Ekki mjög kræsilegt en hefur virkað fullkomlega á mig.

.

.


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svikin vara?

Hamb_5og5Hvernig stendur á því að sumt nautahakk er  ekki hægt að steikja eða brasa á pönnu því það fer á flot í vatni sem úr því kemur og soðnar en steikist ekki? 

Hvar og hvernig komst vatnið  í hakkið?  Til hvers var því blandað í hakkið? Liggur það ekki í augum uppi? Hvernig stendur á því að hamborgarar eiga það til að hverfa á pönnunni?

Hvað verður um allt kýrkjötið sem til fellur, kannast einhver við að sjá það til sölu í einhverju formi? Það skyldi þó ekki vera að það stökkbreytist í  nautakjöt  á  leið sinni frá sláturhúsi í kjötborðið?

Engin brögð í tafli? Góður þessi!


mbl.is Segja engar vísbendingar um brot á reglum um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haukar í horni.

Enn og aftur sýna Færeyingar að þeir eru vinir í raun, sem rétta hönd til hjálpar vini þegar vá steðjar að, meðan aðrir líta undan og halda að sér höndum.

Svo ekki sé talað um þá „vini“ okkar sem reiddu þungt til höggs af þeirri ástæðu einni að  við lágum vel við höggi, að því er best verður séð.

Bestu kveðjur og þakkir til Færeyinga.


mbl.is Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torginu verður örugglega breytt...

...en eftir 15 til 20 ár, eða svo, koma örugglega fram nýjar hugmyndir um frekari breytingar á torginu.

Þá munu þeir pottþétt, sem hvað harðast mótmæla þessum hugmyndum í dag,  rísa upp á ný og verja það sem þeir mótmæla núna, alls ekki  megi hrófla við ómetanlegu útliti torgsins.

Gott ef gerð þessa hallærislega torgs var ekki mótmælt á sínum tíma.  
mbl.is Uppákoma til að vernda Ingólfstorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður „litli bróðir“ stór?

Þetta er það sem getur gerst ef ríkisstjórnir og þjóðþing  falla í þá hugmyndafræðilegu gryfju, að með því að draga úr mannréttindum og persónuvernd og auka eftirlit með fólki,  megi hindra hryðjuverk og önnur afbrot. 

Þegar hugmyndafræðin gengur ekki nægjanlega vel upp og skilar ekki þeim árangri sem vænst var, er hættan sú að nauðsynlegt verði talið að ganga lengra og lengra og þá verður „litli bróðir“ orðin Stóri Bróðir áður en varir.


mbl.is Tollurinn getur afritað harða diskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt höfumst við að.

Hollendingar urðu fyrir náttúruhamförum 1953, Íslendingar hlaupa til og safna pening handa þessari margfalt betur stæðu þjóð.  

Efnahagslegar hamfarir verða á Íslandi rúmum 50 árum síðar, hvað gera Hollendingar, jú þeir, ásamt Bretum, sparka í þjóðina liggjandi og tæma úr vösum hennar og skilja hana eftir liggjandi í blóði sínu.


mbl.is Hollandshjálpin enn vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna

funny_breastBer brjóst í sjónvarpinu, vá.... óhugnanlegt!

Er búið að meta tjónið?

.

.


mbl.is Óvænt brjóstasýning í grænlenska sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er lýðræði lýðræði?

Eitt telja Bandaríkjamenn sig kunna öðrum betur. Það er framkvæmd lýðræðis og kosninga. Ekkert er fjarri sanni. Bandaríkjamenn reyna ítrekað að flytja út þessa „þekkingu“ sína þrátt fyrir minni en enga eftirspurn hjá þeim er til þekkja.

Bandarískri sýn á lýðræði er svo þröngvað upp á hersetin lönd eins og Afganistan, þar sem áríðandi þykir að sýna umheiminum lýðræðið í verki , hvað sem það kostar. Þegar við lýðræðisskilning Bandaríkjamanna  bætist algert þekkingar- og virðingarleysi heimamanna fyrir lýðræði að viðbættri spillingu,  fáum við útkomu eins og þessa í Afganistan.

Ég er ekki í nokkrum vafa um, hversu miklar og afgerandi upplýsingar verða opinberaðar um viðtæk og skipulögð kosningasvik Karzai, lepps Bandaríkjanna, þá mun „helsta lýðræðisríki“ heimsins Bandaríkin  fullyrða að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram.

Rétt eins og klerkaklíkan í Íran gerði eftir forsetakosningarnar þar. Að þeirra mati  varpaði það ekki rýrð á velheppnaðar forsetakosningar þótt nokkrum milljónum atkvæða fleira kæmu upp úr kjörkössunum en sem nam kjörsókn.  Bandaríkin skrifuðu ekki upp á þessa lógík, þá.


mbl.is Allt að 800 gervikjörstaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er verðlagseftirlitið?

eiturlyfjadjöfullinnÞað er full ástæða að fíkniefni verði sett undir verðlagseftirlitið. Það gengur ekki að þessi fjandi hækki upp úr öllu valdi.

En að öllu gríni slepptu, hver er tilgangur SÁÁ að birta þessa verðskrá?

Er SÁÁ að reyna verðstýringu á eiturlyfjum og stuðla að samkeppni milli þeirra dauðans djöfla sem selja efnin til að halda verðinu niðri?

Og í hvaða tilgangi þá?


mbl.is Maríjúana hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íransforseti ber hausnum við steininn.

Hinum umdeilda  Íransforseta Mahmoud Ahmadinejad er ekki alsvarnað þótt nokkuð sé hann kaflaskiptur og baldinn.

Hann situr við sinn keip að skipa konur í ráðherraembætti, þrátt fyrir að klerkastéttin hafi  skilmerkilega skilgreint konur með öllu óhæfar til stjórnunarstarfa sökum skorts á heilastarfsemi.

 
mbl.is Ahmadinejad útnefnir aðra konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband