Mulningur #9

Fátt er  skemmtilegra en geta gert grín að sjálfum sér eða sínum. 

Nafni minn og dóttursonur, sem er 6 ára gutti er dýrðarinnar barn rétt eins og hin barnabörnin mín. Margt ótrúlegt ratar úr hans munni.

Hann var á ferðinni eftir Reykjanesbrautinni ásamt móður sinni og hennar manni. Hann tók upp á því að telja ljósastaurana sem þutu hjá.

1..2..3..4..5..6.... ....26..27..,og nú er komið að bónustölu kvöldsins, sem er 28,, ..29..30..31!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flottur nafni! Í ætt við afa?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já frábær, betri en afi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Einn góður frá mínum strák (barnabarni) sem er 8 ára: Mamma þú átt aldrei eftir að ná þér í mann!! Mamman: Nú af hverju ekki? Tannlæknirinn er alltaf að bora í tennurnar þínar;) Barnshjartað er hreinskilið!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 23:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Bara ef barnshjartað réði gerðum og tilfinningum manna lengur en það gerir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 23:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Já, ef það væri bara örlítið meira af barnshjartanu í fólki þá væri öðru vísi um að litast. Notaleg færsla

Finnur Bárðarson, 6.3.2010 kl. 16:52

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já, það eru ótrúlegustu hlutir sem koma frá honum syni mínum.

Tveir molar sem hafa komið frá honum í dag líka.

Seinnipart dags var hann að dúllast við bumbuna á mömmu sinni, og tekur uppá því að ná í flísteppi sem keypt var handa honum og breiða það yfir bumbuna, auk þess að leggja bangsa ofan á hana til þess að "vera góður við litla bróður."

Ég sagði honum að ósköp yrði hann nú góður stóri bróðir og hann væri yndislegur, og bætti því við að þegar litli bróðir væri fæddur þá ætti mamma tvo yndislega stráka.

"Nei mamma, það er ekki rétt! Þú átt þá ÞRJÁ yndislega stráka! Þú gleymdir Alistair!" (sem er semsé faðir ófædda bróðursins)

Svo spurði hann mig núna rétt áðan;

Axel: "Mamma... Átt þú kjól?"

Ég: "Já, ég á einn eða tvo."

Axel: "Hvar eru þeir?"

Ég: "Það er einn inní herbergi."

Axel: "Má ég sjá hann?"

Ég: "Já, ég get sýnt þér hann á eftir."

Axel: "Viltu þá fara í hann og sýna mér hvað þú ert falleg?"

Ég: "Er ég ekki falleg nema að ég sé í kjól?"

Axel: "Jú, þú ert rosa falleg mamma. Ert bara miklu fallegri í kjól!"

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.3.2010 kl. 19:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 19:45

9 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ég á nafna sem er 4 ára.Undanfarnar vikur hef ég átt í basli með annan fótinn á mér. Fór í aðgerð, og lenti í miklu veseni.

Þá sagði guttinn við mömmu sína.Af hverju eru læknarnir ekki búnir að taka fótinn af honum afa og setja gerfifót á hann?

Ég sá það í sjónvarpinu um daginn að þar var maður að hlaupa á gervifótum og hann vann hlaupið þessi maður.

Þetta var ekki flókið mál hjá nafna mínum.

Þegar hann var þriggja og hálfs árs gamall, þá spurði læknirinn hann hvað hann væri gamall.

Sá stutti rétti upp 3 fingur og benti síðan á hálsinn á sér.

Læknirinn fékk hláturskast, og sagði að sér hefði aldrei dottið þetta svar í hug.

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 20:27

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband