Litla þúfan sem velti fjalli

Nýlega skrifaði ég af gefnu tilefni færslu um kynskipti.  Fyrir þá færslu  var ég af mörgum fordæmdur  ásamt dóttur minni og við kölluð sóðalegustu og ógeðslegustu feðgin landsins ásamt fleiri skrautlegum lýsingarorðum og mannlýsingum.

 

Nú hefur breskur dómstóll fellt úrskurð sem snertir lagalega og líffræðilega skilgreiningu á kynskiptingum.

 Fréttin á mbl.is er í heild sinni svona: 
Bresk kona, sem áður var karlmaður, sleppur við fangelsisvist fyrir vörslu barnakláms eftir að dómari úrskurðaði að öryggi hennar yrði ekki tryggt í vistinni. „Í hreinskilni sagt áttu sannarlega skilið að fara í fangelsi en ég fæ mig ekki til að dæma þig þangað því ég tel að slík vist yrði þér hroðaleg lífsreynsla,“  sagði dómarinn Lesley Newton.Laura Voyce, sem er líffræðilega maður en kona í skilningi laga, var fundin sek af 14 ákærum um vörslu barnakláms. Hún var áður þekkt undir nafninu Luke. Hún hefði farið í fangelsi fyrir karlmenn hefði dómarinn úrskurðað á þann veg. 
 

Þessi skilningur dómstólsins er nákvæmlega sami skilningur og ég setti fram í umræddri bloggfærslu sem velti viðkvæmum á verri hliðina. Orðaval mitt hefði þó vafalaust mátt rúna nokkuð af.

 

En sóðaskapurinn er að breiðast út það er ljóst.

P.S. 

Til að forða misskilning er ég ekki að gera því skóna að Vala hafi nokkuð með það að gera, sem „konan“ í fréttinni er sökuð um. 


mbl.is Sleppur við fangelsisvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvar eru, svo fáeinir séu nefndir; Óskar - S13 - Geiri - Sigga - Runólfur - Guðni - Berglind - Ólafur - Tiger - Stjörnupenni - Jakob - Drós - Margrét - Sif - Linda - Kristrún - Anna - aaa - Brynhildur - Karitas - og síðast en ekki síst Árni??

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 11:33

2 identicon

Já þetta voru ótrúlegar margar athugasemdirnar sem við færsluna komu og er alveg merkilegt að horfa upp á fólk gagnrýna svokölluð leiðindi þín, með skítkasti, skætingi og óþverra orðbragði.

Vissulega hefðirðu kannski mátt orða hlutina öðruvísi og greinilega ekki allir sem skilja þinn húmor, þótt ég sá hann greinilega. En það er nú bara þannig að kaldhæðni skilar sér illa í gegnum ritað mál.

En hvað varðar hina færsluna, að ég var ekki hissa að sumir þeirra skrifuðu undir dulnefni, enda urðu þau sér til skammar, mörg þeirra sem þar rituðu.

Það er eins og enginn megi hafa aðra skoðun en fjöldinn og ef einhver hefur aðra skoðun og deilir henni t.d á bloggsíðu sinni eða sem athugasemd á öðrum bloggsíðum,

eru strax mættir sjálfskipaðir siðapostular pólitískrar rétthugsunar og byrja að reyna að "fræða" viðkomandi um "hina réttu skoðun" og semsagt reyna að fá hann til að skipta um þá skoðun sem viðkomandi hafði sjálfur gert sér.

En ef það gengur síðan ekki að þá er farið í nafnaköll og skæting.

Eigðu ágætan dag.

Einar Árni (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Einar Árni. Margir falla sjálfir í fordómagryfjuna þegar þeir gagnrýna aðra fyrir fordóma, fyrir þá sök eina að vera þeim ósammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband