Flokknum fórnað fyrir peð

Ef Jóhanna Sigurðardóttir er sannfærð um að Ingibjörg Sólrún verði sýknuð fyrir Landsdómi, þá skil ég ekki andstöðuna við ákæru.  

Þó Ingibjörg Sólrún hafi ekki farið með neitt þeirra fagráðuneyta sem að bankahruninu komu ber hún án minnsta vafa mikla ábyrgð, því hún myndaði, ásamt Geir H, Árna Matt og núverandi Hádegismóra, skuggasellu sem tók ákvarðanir í málum sem lögum samkvæmt átti að leggja fyrir ríkisstjórnina en var ekki gert.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að sennilega orki sekt Björgvins G. Sigurðssonar mest tvímælis af þeim fjórmenningum, vegna þess hvernig honum var af skuggasellunni  skipulega haldið utan við þau mál sem hann bar þó ábyrgð á. En ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að ákæra eigi Björgvin, sem hin. Honum, sem hinum, kemur miklu betur að hafa sýknu frá Landsdómi í farteskinu hendur en að hafa ákæruleysið á bakinu ævilangt.

Jóhanna Sigurðardóttir er komin út á hálan ís, svo virðist sem hún sé tilbúin að fórna grasrót flokksins fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fari svo, þá segi ég bara verði þeim að góðu og „verið þið sælir allir Harrastaðahundar“!


mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Axel. Þetta er farið að líta ískyggilega illa út fyrir SF, sem það hefði ekki þurft ef flokkurinn hefði staðið í fæturnar í þessu máli og umfram allt: staðið við stóru orðin þ.e. um gegnsæi, heiðarlegt uppgjör og að þeir sem beri ábyrgð verði látnir standa fyrir sínum málum.

Virkilega slæmt mál.

hilmar jónsson, 20.9.2010 kl. 19:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er stóra siðferðisprófið Hilmar, það eru einhverjir búnir að taka staðfasta ákvörðun um að kolfalla á því prófi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 19:22

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allir ráðherrar Þingvallastjórnarinnar eiga að mæta Landsdómi - eða enginn þeirra!

Þegar það hefur verið ákveðið á að afnema Landsdómslögin og semja ný sem falla undir dómskerfið og falla að mannréttindasáttmálanum.

Kolbrún Hilmars, 20.9.2010 kl. 19:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta verður alltaf álitamál Kolbrún, ég hef kosið  að stilla mér á bak við Rannsóknarnefndina, ég treysti mér ekki til að meta málið einn og sér.

Það kann að vera að Landsdómur sé barn síns tíma en samkvæmt gildandi lögum þá er hann það sem við höfum.

Engir eiga að vera yfir lögin hafnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 19:54

5 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann - og aðrir gestir þínir !

Axel og Hilmar !

Það er ágætt; að þið sjáið loksins, hvers konar óþverra fyrirbæri Alþingi er, ágætu drengir.

Tek undir; með Kolbrúnu, að öðru leyti, fyllilega !

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Óskar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 21:41

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ósköp; varstu hógvær þarna, Axel minn.

Getur hugsast; að ég þurfi að finna einhverja nýja Guði, fyrir þig, til þess að þú megir einhvers konar átrúnað höndla, á ný ? 

Hann er jú; oftlega bitur, SANNLEIKURINN, Axel minn.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 21:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er langt síðan ég sagði við sjálfan mig Óskar: Ég er Guð minn, ég skal ekki aðra guði hafa.

Þér að segja Óskar þá er ég reiður, þegar það gerist þá tel ég upp að 100. En þar sem ég er illa reiður verð ég að telja mjög hægt, er kominn upp í rúma 9 .

En bestu kveðjur samt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 22:14

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið hvað næst?

Eigum við bara að blogga og gera ekki neitt í málunum?

Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 22:16

10 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Vitanlega; skil ég reiði þína mæta vel, Skagstrendingur góður.

Sigurður Þingeyingur !

Mér er ekkert; að vanbúnaði. Við þurfum að hittast; næst, þegar þú kemur suður - og ráða ráðum okkar, vandlega.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 22:27

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var að setja inn smá skoðanakönnum málinu tengt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband