Enn eitt höfðatöluheimsmetið

Það eru sjö háskólar á Íslandi. 7 háskólar í 310.000 manna þjóðfélagi!  Einn slíkur á hverja 44 þúsund íbúa, er þetta hægt? Hvernig getur þetta gengið, hvernig datt mönnum þessi vitleysa í hug í upphafi?

Þessari vitleysu þarf að linna, eðlilegt væri að tveir háskólar væru á landinu, þótt mannfjöldi landsins beri það varla, einn í Reykjavík og hinn á Akureyri.

En það er viðbúið að smákóngarnir berjist hart gegn skynseminni, ekkert nýtt í því.


mbl.is Breytt afstaða rektors óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Afhverju ætti þessi afstaða rektors að koma á óvart?? Hann er bara eins og Andrés, Finnur og flestallir stjórnmálamenn á Íslandi. Er sæmilega spilltur og hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Allt annað mætir afgangi.

Guðmundur Pétursson, 7.11.2010 kl. 18:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ég er sammála þessari færslu og hef reyndar ritað um þessi mál á síðunni minni. Rándýr vitleysa er hér á ferðinni.

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei afstaða rektors kemur ekki á óvart  Guðmundur, hann er að verja sitt. En hagsmunir fjöldans ættu að ráða ekki satt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 19:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er sorglegt Björn hvernig skynsemin var gersamlega fyrir borð borin á öllum sviðum á þeim tíma þegar Íslendingum var, af misvitrum mönnum, talið trú um að þeir væru almáttugir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 19:14

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það er engin þörf á háskóla á Akureyri. Þar er allt á hverfanda hveli.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.11.2010 kl. 19:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Benedikt, fyrir norðan er töluð hin eina rétta Íslenska!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 19:43

7 identicon

Loka í rvk og efla landsbyggðina.

Agaleg þröngsýni er þetta!!!! en jú það má sameina Bifröst og Hvaneyri það er sniðugt og allir halda sínum störfum en að draga allt til rvk er della.

Óskar (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 11:37

8 identicon

Er ekki upplagt að nota þá uppbyggingu sem ráðist hefur verið í þarna. Það myndi ekki kosta mikið að breyta þessu í fangabúðir/fangelsi en það virðist vera eina tegund húsakosts sem skortur er á nú hér á landi. Og fínt þarf það víst að vera fyrir hvítflibbana, stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna og fleiri af þeirra sauðahúsi. Víst er að ekki er þörf á fleirum ein einum háskóla í landinu - hann mætti þess vegna vera uppi á Vatnajökli.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband