Auðvitað skilur Sigurður Kári þetta ekki frekar en annað

Það er auðskilið öllu venjulegu fólki af hverju stuðningsmenn Icesave-samningana birta ekki myndir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar  í auglýsingum sínum, þó það haldi vöku fyrir Sigurði Kára Kristjánssyni.

Þeir sem að auglýsingunum standa eru það heiðarlegir að gera ekki upp á milli fólks. Ef þeir hefðu birt myndir af ráðherrum sem stuðningsmönnum Icesave í auglýsingunum þá hefðu þeir líka þurft að birta myndir af eftirtöldum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem líka studdu Icesave, með sama styrk og stjórnarþingmenn, einu atkvæði á mann:

  

Árni Johnsen,

Ásbjörn Óttarsson,

Bjarni Benediktsson,

Einar K. Guðfinnsson,

Jón Gunnarsson,

Kristján Þó Júlíusson,

Ólöf Norðdal,

Ragnheiður E. Árnadóttir,

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,

Tryggvi Þór Herbertsson,

Þorgerður K. Gunnarsdóttir,

 

Myndbirting af stuðningsmönnum Icesave var útilokuð, því enginn heilvita maður auglýsir þinglið Sjálfstæðisflokksins ótilneyddur.

 

 
mbl.is Spyr um myndir af Jóhönnu og Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður! Seinheppinn tappi hann SKK!

Björn Birgisson, 4.4.2011 kl. 16:34

2 identicon

uuuu Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35-40% fylgi.

Ástæðan fyrir því að kjánarnir í Áfram hópnum birta ekki myndir af Jóhönnu og Skattgrími eru þjóðin treystir þeim ekki. Ósköp einföld ástæða. Mun trúverðugri en þín.

Joseph (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 16:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Joseph, ríkisstjórnin á við að etja verstu efnahagsaðstæður í sögu landsins sem hún fékk í arf eftir eftir 18 ára stjórn íhaldsins.  Engar aðgerðir stjórnarinnar eru til vinsælda fallnar og það hefur aldrei verið jafn auðvelt að vera í stjórnarandstöðu og núna.

Það er því rannsóknarefni af hverju Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki með 60 til 70% fylgi. Hann er varla hálfdrættingur miðað við það sem hann ætti að mælast með við þessar aðstæður. Hvernig ætli standi á því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2011 kl. 16:58

4 identicon

Grátlegt hvernig er haldið í fortíðina með því að réttlæta nútíðina, núverandi ríkisstjórn er með drulluna algjörlega upp á hnakka og þið kennið íhaldinu um það...cry me a river...once again ;)

Einar (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil hvorki fram eða þvers, hvert þú ert að fara Einar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband