Nei - skal það vera!

Ég er lengi búinn að velkjast  í vafa hvoru megin veggjar við Icesave ég ætti að leggja mig í kosningunni  n.k. laugardag.  Ég hef verið,  fram að þessu, tilbúinn að velta mér á hvora hliðina sem væri,  en nú er ég búinn að taka endanlega ákvörðun, ég ætla að velta mér á hægri hliðina og krossa við nei!

Ég þakka Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra SA fyrir að hafa opnað augu mín með þeirri hótun sinni að yfirstandandi samningagerð yrði í uppnámi verði Icesave hafnað auk þeirrar kröfu SA að kvótakerfið verði óbreytt næstu 50 árin hið minnsta. Það kallar beinlínis fram ofnæmisviðbrögð og  æluna upp í háls að fá þennan mann og það sem hann stendur fyrir, inn í stofu til manns, gegnum sjónvarpið, á hverju kvöldi.

Ég var að velta því fyrir mér áðan af hverju ég hafi ekki ákveðið þetta fyrir löngu, ég var m.a.s.  um tíma hallur undir að segja já. Ég er ekki í nokkrum vafa hver ástæðan er. Ástæðan er hinn fordæmalausi haturs og fyrirlitningar áróður sem hefur verið rekin af andstæðingum Icesave. Þar hafa farið fyrir liði Útvarp Saga, Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson ásamt ótal öðrum öfgasinnuðum hægrimönnum og blaðmönnum sem ekki segjast vera Baugsmiðlar.   

Þeirra baráttutækni og karma er ekki til þess fallin að laða hugsandi fólk til fylgis, hún fælir það frá.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Þú færð lengri tíma til að hugsa þig um, Axel Jóhann, það er búið að fresta kosningunum um eina viku!

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hættur að hugsa, Björn! Mér var pakkað niður með jólaskrautinu strax eftir hrun, það breytir litlu fyrir mig hvort það verða 2 eða 6 ár þar til ég verð tekinn upp aftur með ónýtu skrautinu og þá litlu betri sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 21:05

3 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; líka sem og, golf arinn,, Björn Ísfirðingur !

Axel ! 

Velkominn Skagstrendingur; í hóp okkar, sem lesum og gaumgæfum samtímann, í gegnum lesgleraugu Fornaldar- og Miðalda, ágæti drengur.

Gleraugu; íhugunar og yfirvegunar, til þess samtíma, sem við nú upplifum - og;;  vænst þókti mér um, að þú skyldir sjá, við Mél- Ráfu hætti Vilhjálms þessa Egilssonar, eitt og sér.

Verð; að upplýsa ykkur báða - þig; og Björn Ísfirðing á þá vegu, að þeir Jón Valur Jensson, svo og Loftur Altice Þoirsteinsson, eru fremur til miðjunnar, í mínum huga, sé miðað við, hversu langt til hægri, ég sjálf ur reynist vera, piltar.

Velkominn Axel; til staðfestunnar, gegn Evrópsku nýlenduveldunum, fornvinur góður; hvað ég ítreka, hér með.

Með beztu kveðjum; í Grindavíkur skíri, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:17

4 identicon

Þorsteinsson; átti að standa þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:17

5 identicon

Velkominn i hopinn Axel.

Þórður S. (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 21:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Óskar.

Í fjarska eru þeir Jón Valur og Loftur Altice, hvaðan ég horfi, en ekki er það til vinstri, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 21:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef því miður, alltaf rúmast illa í hóp, Þórður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það tekur enginn þennan auma lobbýista sem Villi vælukjói óneitanlega er, alvarlega. Þessi siðblindi vesalingur hefur engan trúverðugleika. Að sjálfsögðu segjum við Nei við Icesave.

Villi er alveg viðbjóðslegur karakter og nautheimskur að auki.

Guðmundur Pétursson, 5.4.2011 kl. 22:02

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ...., nýr félagsskapur ..................

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 22:06

10 identicon

Menn eiga ekkert að velta því fyrir sér hvað aðrir gera. Nei er fínn kostur og þú þarft ekkert að líkja þér við aðra hvað það varðar.

Stebbi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:13

11 identicon

Ekki er það nú málefnalegt að byggja afstöðu sína á skoðunum annarra. Hvað varðar þig um þau?

BR (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:14

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér hugnast ekki hluti þess félagsskapar Björn, það þarf ég ekki að útskýra fyrir þeim sem mig þekkja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 22:14

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað veist þú um hvað er málefnalegt og raunsannað BR, þú sem þorir ekki að koma fram undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 22:19

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stebbi, já er líka finn kostur, enda margir sem munu velja hann, sem þann rétta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 22:20

15 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Axel Jóhann !

Vitaskuld; er það þekkilegra, okkur lands og lýðs og fénaðar vinum - að; jafnt, andstæðingar okkar, sem samherjar, komi af fullri einurð fram, undir fullu eigin nafni, sem ættar; sé um þau að ræða.

Hins vegar; látum við hvergi deigan síga, Skagstrendingur góður, í okkar afstöðu, allra sízt, í örlagamálum, sem því sem hér um ræðir.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:27

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vil sem best geta horft í augu minna samreiðamanna Óskar og  kennt þá með nafni, sé þess kostur. Illa líkar mér við nafnlausar sleggjur.

 Ekki ætla ég að hafa uppi neinn áróður í þessu efni, eftir sem hingað til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2011 kl. 22:36

17 identicon

Hreint NEI og aftur NEI á laugardaginn !

Kristinn M (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:40

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Á hvora hliðina á Bjarni Ben að velta sér ?

Vilhjálmur Stefánsson, 5.4.2011 kl. 23:43

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarni þarf ekki að velta sér Vilhjálmur, hann valt með N1.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 00:06

20 Smámynd: Adeline

Gott hjá þér Axel, þú komst að réttri niðurstöðu.

Það er fráleitt að menn(Steingrímur Joð og co)  skulu fyrir það fyrsta ætlast til að fólk kjósi um nokkuð í þessu máli, -þegar ekki liggur neitt fyrir opið almenningi, hverjir ætla að gangast við ábyrgð- hvort menn verði fundnir sekir í nánustu framtíð, og HVERT peningarnir fóru mestmegnis! Fólk hættir að leita svara við þessum spurningum um leið og samn.verður samþykktur. 

Það er bara of þægilegt fyrir stjórnvöld og bankakrimmana (segi það í sömu setningu því þeir eru undir sama hattinum þartil annað kemur í ljós) -að fá þessi ólög samþykkt núna, því þá verður EKKERT aðhafst til að komast að neinu frekara í þessu máli, fólk vill þetta útaf borðinu en ( því miður) - má þetta ekki hverfa svona þægilega og þeir allir verða stikkfríir meðan við borgum brúsann...

Adeline, 6.4.2011 kl. 09:17

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eru víst fleiri Adeline, en Steingrímur sem mæla með Icesave , þar á meðal 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sjá hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 09:48

22 identicon

Það sem verður kosið um er faktískt: Ertu forskrúfaður þræll og fáviti?
X Já
X Nei

Þetta er Icesave

doctore (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 10:12

23 Smámynd: Adeline

Jájá ég lít ekki á þetta sem Já = vinstri flokkur =ríkisstjórn eða Nei= hægri fl. stjórnarandstaða.

Þetta er allt sami drullupollurinn og sömu vitleysingarnir. hjá þeim er þetta "boðorð" hæst: ef þú klappar mér á bakinu klappa ég þér. (eða ef þú setur pening í vasann minn -gef ég þér mitt samþykki)

Adeline, 6.4.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband