"Hver er þessi Prins Póló"?

mMyndÉg hélt fyrst að þetta væri rangt eftir Ómari haft en svo er ekki, þetta stendur á bloggi hans. 50.000 kg af prins á 55 árum gera 909 kg á ári eða 2,5 kg á dag.

Þetta gera 70 stykki af 36 g Prins (stórt) daglega eða 1 á 10 mínúta fresti, ef þess hefur einungis verið neytt í vöku.

 

Þetta væri of mikið fyrir minn maga.

   
mbl.is Hefur borðað 50 tonn af Prins Póló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er nýjasta grínið hjá Ómari

Ég var búinn að reikna þetta og komst að sömu niðurstöðu.

Sennilega reiknar Ómar þetta aftur á bak eða með einhverri hliðarformúlu sem almenningur þekkir ekki. Hver veit.

Þórbergur Þórðarson hefði verið hrifinn af svona útreikningi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.12.2012 kl. 12:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er vísitöluútreikningur af bestu gerð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2012 kl. 12:28

3 Smámynd: Gunnar Benediktsson

Til þess að neyta 50 tonna af Prins Polo á 55 árum verður vikuleg neyzla að vera í kringum 20 kg eða 3 kg á dag. Það er varla trúlegt að Ómari hafi tekizt að vinna þetta afrek en hugsanlegt að hann hafi neytt ca 5 tonna - sem út af fyrir sig er auðvitað "afrek" líka!

Gunnar B

Gunnar Benediktsson, 8.12.2012 kl. 16:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru Gunnar, 2,5 kg eða um 70 36g stykki á dag. Ætli stykkið kosti ekki um 200 krónur.

Þetta eru þá 70x200= 14.000, daglega.

14.000, x 365= 5,1 milljón á ári!

5.100.000, x 55 = rúmar 280 milljónir að núvirði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2012 kl. 16:49

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ómar lítur út fyrir að vera við sömu hestaheilsu og alltaf. Mér sýnist því helst að miðað við þessar tölur hans, sé bara meinhollt að gúffa í sig prins póló án afláts frá morgni til kvölds. Vonandi er allt annað nammi jafn hollt og þá get ég glöð haldið áfram að vera sælgætisgrís. Hjúkk !!

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.12.2012 kl. 16:49

6 identicon

Egill Skallgrímsson lifði líka lengi og sagði ýmsar hetjusögur í ellinni

Grímur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband