Það er blóðblettur á orðspori Íslendinga að framleiða matvæli

Þetta er rosalegt, Hvalur hf hefur frá árinu 2006 veitt  meira en fimm hundruð langreyðar í hagnaðarskini, hugsið ykkur- í hagnaðarskyni, frá 2006, samkvæmt skýrslu „nokkra umhverfis- og dýraverndarsamtaka“. Blóðblettur á orðspori Íslendinga segja samtökin.

Árið 2009 voru veiddar 125 langreyðar við Ísland, sem gáfu af sér 1500 tonn af kjöti. Fjöldi veiddra dýra var vel innan við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Á  Íslandi var árið 2008 slátrað rúmlega hálfri milljón dilka eða um 8000 tonnum - eingöngu í hagnaðarskyni.  85000 svín voru felld og gáfu af sér 6400 tonn, - líka í hagnaðarskyni.  4,4 miljónum kjúklinga  uppá 7000 tonn var slátrað - í hagnaðarskyni auðvitað og svo mætti lengi telja. Að auki er öll dreifing, vinnsla og sala þessara matvæla stunduð í hagnaðarskyni.

Það er auðvitað óbærileg tilhugsun að heilu stéttir manna á Íslandi skuli framleiða matvæli ofan í samborgara sína - í hagnaðarskyni – og það kinnroðalaust.

Þau náttúruverndarsamtök sem standa að þessari mögnuðu áróðurs skýrslu hljóta að leggjast gegn allri matvælaframleiðslu, dreifingu og sölu - í hagnaðarskyni, - hvaða nafni sem hún nefnist. Þau geta varla verið þekkt fyrir að taka eina tegund matvæla  út fyrir sviga, ætli þau að rísa undi nafni og vera sjálfum sér samkvæm.

Matvælaframleiðsla á Íslandi er stækkandi blóðblettur á orðspori Íslendinga – ekkert minna!


mbl.is Hvalveiðar kinnhestur Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband