Það var þyngra en tárum taki.....

..... var að heyra Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nánast hrósa sér af því að bætur almannatrygginga undir 150 þús. yrðu ekki skertar en skerðing kæmi þar fyrir ofan.

Svo eru skattar hækkaðir á þessu fólki með bros á vör. Allir sem hafa yfir 91.440 kr í stað 95.280kr áður greiða nú tekjuskatt og tæpum 2000kr meira verður plokkað af atvinnuleysisbótum en áður.  

Þetta er lagt á þetta fólk sem þegar hefur orðið nauðugt að taka á sig 30 til 40% hækkun á nauðsynjum án þess að fá hönd við reist. Þeir sem sökina bera á ósköpunum, njóta friðhelgi, þeirra ró má ekki raska.

Þvílíkur manndómur Ingibjörg, þvílík hetjudáð, þvílík reisn, þvílík jafnaðarmennska.

 
mbl.is Blóðug fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú segir að lækka eigi skattleysismörkin. Á að svíkja kosningaloforð Samfylkingarinnar númer 1?

Ég veit ekki betur en að það eigi nú að láta skattleysismörk hækka í takti við verðagsþróun. Ef tekjuskatturinn á að skila óbreyttum tekjum þýðir það bara eitt. Skattprósentuna verður að hækka og ég hefði viljað hækka hana meira.

Ég vona að þarna sé misskilkningur á ferð hjá þér.

Ég vona líka að hátekjuskatturinn komi til að byrðarnar leggist frekar á þá sem geta risið undir álögum.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei það á ekki að lækka skattleysismörkin beinlínis sem slík. En þegar skatthlutfallið hækkar og persónuafslátturinn helst óbreyttur í krónutölu þá lækka skattleysismörkin sjálfkrafa hvort sem það var ætlunin eða ekki. Til að halda mörkunum óbreyttum hefði þurft að hækka persónuafsláttinn, það var ekki gert.

Ingibjörg sagði að það kæmi svo lítið út úr hátekjuskattinum að það væri ekki talin ástæða til að ónáða hátekjumenn með honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband