Skór .45 Magnum

Skór 45 MagnumSkókastarinn Muntadhar al-Zeidi er orðin þjóðhetja. Það er hreint ekki undarlegt, því Bush er holdgerfingur þess illa í hugum velflestra Íraka. Ekki að undra, Bandaríkjamenn hafa klúðrað öllu sem hægt var að klúðra í Írak.

Í samskiptum við framandi menningarheima falla Bandaríkjamenn aftur og aftur á prófinu og alltaf á því sama. Þeim er fyrirmunað að sjá hlutina út frá öðru sjónarhorni en þeirra eigin, sem er ekki beinlínis víðsýnt og frjálslynt þegar á reynir.

Þeir  vaða yfir allt og alla á skítugum skónum og bandarískum gildum er troðið upp á menn nauðuga viljuga.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig  mál al-Zeidi verður höndlað, eftir Írönskum lögum eða Bandarískum þar sem árás á forseta Bandaríkjanna er mega glæpur, og gildir einu þótt viðkomandi teljist heiladauður.


mbl.is Skókastarinn orðinn þjóðhetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gott innlegg Axel Jóhann.  Það er ótrúlegt hvað þessi þjóð BNA hafa klúðrað því að hafa verið forystuþjóð í hinum frjálsa heimi, að losna við ofurvald Nazista Þýskalands og Fasista Ítalíu í seinni heimstyrjöldinni, Kommúnismann (sem að vísu eyddu sjálfum sér innanfrá) í Austur-Evrópu.  Nú eru BNA menn rúnir trausti og velvilja og mæta tortryggni hvar sem er.

Þeir hafa sýnt það að það ofurvald sem komst óverðugt í hendur þeirra við það að kommúnisminn féll, er of öflugt afl fyrir þá að geta höndlað.  Þeir kunna ekki með vald að fara.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.12.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband