Já, já, nei, nei, sei, sei, jú, jú, ...eða þannig.

Í frumvarpi til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur sem er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði að fara fram, krefjist  10% kosningabærra manna þess.   

Tæp 228.000 manns eru á kjörskrá þannig að það þarf, samkvæmt frumvarpinu, um 23.000 undirskriftir til að ná málinu fram.

Nú hafa að sögn 36.000 skrifað undir áskorun á forsetann um að vísa Icesave til þjóðarinnar, sem eru tæp 16% atkvæðabærra manna, sem er 60% fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir að þurfi til.  Þetta er auðvitað háð því að þessi tala sé rétt, og aðeins undirskriftir kosningabærra einstaklinga.

Það er því fráleitt að ímynda sér annað en þessar undirskriftir hljóti í þessu samhengi að hafa verulegt vægi þegar og ef málið kemur til forsetans, sem  er þá vissulega vandi á höndum, því fyrirvararnir, sem nú hafa verið þynntir út, voru meginrök hans fyrir undirskriftinni á fyrri útgáfu á Icesave-ábyrgðinni.

En vert er að hafa í huga að þótt þeirri  útgáfu af Icesave sem nú er til umræðu verði hafnað á Alþingi eða af forsetanum og síðan af þjóðinni þá hverfur málið ekki . Eftir mun standa fyrri samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð með áður samþykktum fyrirvörum, sem að mati flestra hafði meiri mat á beinunum.


mbl.is Yfir 36 þúsund skora á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel athugað!

Orri (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:38

2 identicon

En þegar nánar er litið á málið er þetta frumvarp, sem ennþá er í 1. umræðu...

Orri (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband