Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Segir allt sem segja þarf.

Þessi gagnrýni Aðalsteins Baldurssonar formanns Framsýnar segir allt sem segja þarf um forseta ASÍ og störf hans fyrir umbjóðendur sína.


mbl.is Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víruspóstur í nafni Facebook!!

Ég vara fólk við að opna eftirfarandi tölvupóst sem lítur út fyrir að vera frá Facebook við fyrstu sýn:

The Facebook Team    -   Password Reset Confirmation.

Pósturinn er vírus! Ég asnaðist til að opna póstinn, sem betur fer stoppaði vírusvörnin innrásina.


Ætli það sé fyrir eitthvað eitt umfram annað....

....sem biskupinn verðlaunar séra Gunnar,  með 20 milljónum af almannafé? 

Verður það svo fálkinn um áramótin?

Fullann aðskilnað ríkis og kirkju strax.

 


mbl.is Gunnari boðinn starfslokasamningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð gaf og Guð ... .

Enginn gengur í gegnum lífið snurðulaust, það skiptast á skin og skúrir. Menn eiga góða daga og slæma daga. Mönnum getur gengið allt í hæginn eða hafa allt í fangið og allt þar á milli.

Segja má að flestir gangi í gegnum lífið með „annan fótinn í ísköldu vatni og hinn í sjóðandi vatni“ og hafi það því að meðaltali ágætt.

Er presturinn að segja okkur að bókfæra alla velgengni sem gjöf Guðs  en færa áföll og bakslög á einhvern óskilgreindan kredit reikning, Guði óviðkomandi?   Afar hentugt.  Þessi hugsun er í takt við útrásina, útvaldir hirtu gróðann, öðrum voru eignaðar skuldirnar.  

Ungafólkið á semsagt að þakka Guði fyrir þakið sem það er að koma sér yfir höfuðið, með harðræði og vinnu myrkrana á milli,  en telja Guði það gersamlega óviðkomandi þegar lánin hækka upp úr öllu valdi og bankinn hirðir húsið - eða kannski þakka honum það líka?

Þeir voru örugglega margir sem snéru ásjónu sinni til „himins“ og þökkuðu fyrir sig og sína í hrunadansinum kringum gullkálfinn. Hvert horfa þeir núna?

Það er ekki eðlilegt að Guð sé ríkisrekinn. Einkavæðum Guð, aðskiljum ríki og kirkju- strax.

 
mbl.is Vill taka upp þakkargjörðardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húnabjörgin

Húnabjörgin kemur með Ölduna í togi til hafnar á Skagaströnd laust fyrir kl 16 í dag.Nánar á myndasíðu höfundar. 

Axel Johann 26-10-2009 046

Axel Johann 26-10-2009 063

Axel Johann 26-10-2009 067

Axel Johann 26-10-2009 069


mbl.is Sóttu vélarvana bát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástríkur og félagar

asterix-obelixÞeir eru ófáir sem hafa haft yndi og skemmtan af lestri hinna óborganlegu stórbókmennta um kappann Ástrík, sem stendur á fimmtugu um þessar mundir.

Ekki veit ég hve oft ég er búinn að lesa og skoða þessar sögur. Teikningarnar eru hrein listaverk og alltaf er maður að sjá eitthvert nýtt smáatriðið í myndunum.

Ástríks bækurnar mínar eru orðnar slitnar og snjáðar, þær verða líklega lesnar upp til agna, í bókstaflegri merkingu.

.

.

 
mbl.is Mesta stríðshetja Frakka fimmtug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flensan komin heim?

 

Sé flensan komin aftur í svínin úr mönnum, má þá ekki segja að hún sé komin heim, blessunin.


mbl.is Grunur um að svín séu sýkt af svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flórída á Norðurpólnum?

Vantar ekki landrekið inn í þetta dæmi Hollendingana?

Það er vitað að hitabeltisloftslag var á Suðurskautslandinu fyrir hundruðum milljóna ára. Er þá hægt að slá því föstu að loftslag á suðurpólnum hafi verið þá eins og í Flórída í dag?

 Auðvitað ekki, því þegar þessi hlýindi voru  á suðurskautslandinu, var landmassinn ekki þar sem hann er núna. Hann var miklu norðar en hefur sökum landreks færst á pólinn.

Ekki er ólíklegt að svipað hafi átt sér stað með hafsbotninn  á Norðurpólnum, hann sé langt að kominn enda 53 milljónir ára býsna langur tími.

Ljóst er allavega að verulegar landfræðilegar breytingar hafi átt sér stað á Norðurpólnum, nema Hollendingarnir geti sýnt fram á að Pálmatré hafi á þessum tíma vaxið grimmt á hafsbotni  á 1500m dýpi.

  

Hvert skal stefna?

Stofnunin  Legatum í London gefur út svokallaða velmegunarstuðla, byggða á fjárhagslegum þáttum, lýðræðisþróun og stjórnarháttum ríkja. Samkvæmt þessum stuðli þá er Finnland mesta velmegunarríki heims.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að heiftarleg kreppa, engu minni en sú Íslenska, tröllreið Finnlandi 1990 til 1994. Það hefði sjálfsagt ekki þótt gáfulegur spádómur á þeim tíma að í dag yrði kreppan löngu að baki og landið komið á velmegunartoppinn.

Í Finnlandi  fór atvinnuleysi í 18%, staða ríkissjóðs var afleit og þeir þurftu að grípa til örþrifaráða í ríkisfjármálum í niðurskurði og auknum sköttum.

1992, í kreppunni miðri, sóttu Finnar um aðild að Evrópusambandinu, hvort það, eitt og sér, bjargaði Finnum og skilaði þeim á toppinn skal ósagt látið, en það hefur örugglega haft sitt að segja. Finnar töldu aðild að sambandinu nauðsynlega sem hluta af endurreisninni.

Finnar tóku upp gjörbreytta atvinnustefnu, byggða á nýsköpum í  iðnaði tengdum þekkingu og tækni. Finnar kusu af einhverjum ástæðum að fara ekki út í stóriðju.

Það er vandséð hvað ætti að hindra okkur í að fara „Finnsku leiðina“, velja það sem best lukkaðist hjá Finnum og tileinka okkur það en forðast gallana.


mbl.is Velmegun mest í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flosi Ólafsson genginn

Ég votta fjölskyldu Flosa Ólafssonar, ættingjum hans og vinum mínar innilegustu samúðar kveðjur.

Flosi var mikill andans jöfur, Þjóðin öll á um sárt að binda, hans verður saknað.

Rétt að minntast hans með óborganlegu atriðinu um Sigurjón digra úr myndinni „Með allt á hreinu“


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband