Enga Vítispúka hingað.

Það er vissulega átakanlegt ef lög eru brotin á löghlýðnu og friðelskandi fólki. Því er það skiljanlegt að lögmanni  Vítispúkans sé verulega misboðið, því skjólstæðingur hans hefur, að sögn lögmannsins, hreina sakaskrá á Íslandi, þótt því sé víst ekki að heilsa í Noregi.

Ég hefði talið að lögmaðurinn ætti að fagna þeim ásetningi Íslenskra stjórnvalda að sakavottorð skjólstæðings hans verði áfram hreint á Íslandi.


mbl.is Vísa Vítisengli úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Alveg á sama hátt og húsráðendur ráða því hverjir eru gestir þeirra í þeirra húsum, þá eigum við að hafa allt um það að segja hverjir eru gestir okkar hér á Íslandi.  Séu lög að þessu leiti gölluð þá þarf að laga það hið snarasta.  Burt með alla þjófa og ræningja, ribbalda, morðhunda og siðblinann ruslara líð.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.2.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fullkomlega sammála þér Hrólfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.2.2010 kl. 11:11

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég get ekki séð afhverju þessi maður ætlar að láta öllum illum látum fyrir að fá ekki að stíga lengra en fáeina metra inn fyrir þröskuldinn.

Get ekki séð að nokkur dómstóll geti skikkað íslenska þjóð til þess að hleypa fólki inn sem það kærir sig á annað borð ekkert um. 

Þess hefði bara verið óskandi, ef það hefði verið það sama á könnunni hjá íslenskum yfirvöldum þegar kom að þessum þúsunda innflytjenda sem hér búa / bjuggu. Óhugnalega margir þeirra voru með óþægilega langar sakaskrár, og voru engu skárri þegar hingað var komið.

Samt þótti nú í lagi að þeir kæmu inn, og þótti ekki sýna góða mannasiði af hálfu íslensku þjóðarinnar, að vera að rýna eitthvað í þeirra mál. 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.2.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband