Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Gengur ekki Íhaldsjöfnuðurinn í Kópavogi jafnt yfir alla?

Kona sem vinnur hjá Kópavogsbæ kærði eðlilega launamun á henni og karli í sambærilegu starfi. Kópavogsbær brá við hart og jafnaði launin. En bærinn fór þá fáheyrðu leið, að í stað þess að hækka laun konunnar til jafns við karlinn þá lækkuðu þeir laun karlsins!

Nú hlýtur bæjarstjórn Kópavogs, vilji hún vera sjálfri sér samkvæm, að taka sín laun og laun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra til endurskoðunar og jafna þau niður á það sem lægst gerist í örðum bæjarfélögum. Annað væri ekki sanngjarnt og réttlátt!

En ólíklegt er að Íhaldinu í Kópavogi, frekar en annarstaðar, sé sanngirni og réttlæti eitthvert sérstakt kappsmál.

Bæjarstjórn Kópavogs sendir, með þessum ótrúlega gjörningi, skýr skilaboð til bæði kvenna og karla sem starfa hjá bænum, konunum að slíkt brambolt muni þeim engu skila og körlunum hvaða afleiðingar það hafi fyrir þá að styðja konur í jafn sjálfsögðu réttlætismáli.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei aftur Katar

Það er greinilegt að eitthvað er bogið við dómgæsluna í leikjum Katar á mótinu. Um þverbak keyrði dómgæslan í leik þeirra gegn Pólverjum. Um það verður ekki deilt, slík var hrópleg og grímulaus hlutdrægni dómaranna.

Vonlaust er að um tilviljun sé að ræða. Spurningin er ekki hvort, heldur hvernig þrýstingi eða „tilliðkun“ hafi verið beitt á dómarana af hálfu Katar. Fróðlegt verður að sjá hvernig dómgæslunni verður háttað í úrslitaleiknum, þegar allt er undir!

Ef dómgæsla mótsins í heild sinni verður ekki að móti loknu vegin og metin af alþjóahandknattleikssambandinu er eitthvað mikið að á þeim bænum. Raunar hefur því verið haldið fram að valið á Katar, sem mótshaldara, sanni að svo sé, svo ekki sé talað um allt svínaríið fyrir mótið, hvaða lið væru með og hver ekki.

Þessa móts í Katar verður sennilega helst minnst í framtíðinni fyrir það að þar var, frá íþróttalegu sjónamiði, allt eins og það átti ekki að vera. Peningarnir hafa sennilega endanlega gengið af íþróttaandanum dauðum.

Svo hefur Katar líka keypt HM í fótbolta 2022. Ekki verður fjárausturinn í alla þætti mótsins minni í þeirri dellu allri en handboltanum nú. Katar á meiri peninga en sand og því verður máttur fjármagnsins nýttur til hins ýtrasta og íþróttin, sem slík, verður á endanum eina fórnarlambið.


mbl.is Katar í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni andskotans

hraesni_andskotans.jpgÞjóðarleiðtogar, sem fyrir hálfum mánuði gengu um götur Parísar til varnar tjáningarfrelsi og mannréttindum, streyma nú til Ríad í Sádí-Arabíu til að votta virðingu sína hinum dauða Abdullah konungi, einhverjum helsta fulltrúa mannréttindabrota og kvenkúgunar!

 


mbl.is Ráðamenn halda til Ríad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru allir sótraftar á sjó dregnir

c_documents_and_settings_user_desktop_ranfuglinn.jpg

Halldór Halldórsson fallkandidat Íhaldsins í Reykjavík leggur til að sveitarfélög lækki útsvarið til að greiða fyrir "hæfilegum" launahækkunum fyrir verkafólk.

Talaði þessi "glæsti" fulltrúi Íhaldsins fyrir lækkun útsvars til að greiða fyrir samningum í læknadeilunni eða öðrum kjaradeilum þar sem verulegar launahækkanir náðust?

Nei það gerði hann auðvitað ekki.

En nú þegar komið er að samningum lálaunastéttanna þá segir eðlishvötin til sín og Halldór leggur til hefðbundna dúsu Íhaldsins, í þessu tilfelli lækkun útsvars í viðleitni til að hindra hækkun lægstu launa.

En hverjir ætli fái svo mest útúr hugmyndum Halldórs aðrir en skjólstæðingar hans, hálaunahóparnir, sem þegar hafa samið um hækkanir langt umfram það sem Halldór og íhaldið hans segja vera í boði fyrir lýðinn?

Til þess er leikurinn einmitt gerður, eða ætli það sé hugmynd þessarar glötuðu vonarstjörnu Íhaldsins að útsvarið lækki á sumum en ekki öðrum?


mbl.is Tækifæri til lækkunar á útsvarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frægur á Íslandi

Bandarískur hermaður fellur í Afganistan. Fall þessa mans þykir svo merkilegt á Íslandi, umfram aðra fallna „nafnleysingja“ þarlendis að dauði hans verður að sérstakri frétt.

Hvað var það sem gerði þennan mann svo merkilegan í augum hérlendra blaðasnápa, var maðurinn stríðshetja, hátt settur foringi eða mægður forsetanum?

Nei miklu merkilegra en það, þessi maður hafið nefnilega deilt rúmi um tíma með daðurdrósinni Britney Spears.

Meira þarf nú ekki til að verða mönnum harmdauði á Íslandi hinu góða.

 


mbl.is Fyrrverandi kærasti Spears féll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpastarfsemi í skjóli Alþingis?

rikir_raena_fataeka_1253016.pngHvernig stendur á því að Alþingi skortir allan vilja til að taka á glæpastarfsemi smálánafyrirtæka?

Fyrirtækja sem starfa í gegnum erlendar skúffur og skúmaskot og með falið eignarhald!

Hvaða hagsmuna- og spillingar- tengsl inn í þingið ætli valdi því?

 


mbl.is Falið eignarhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fláráður og vinur hans Flækjufótur

Engum þjóðum er betur treystandi en Bretum og Bandaríkjamönnum til að haga baráttunni gegn öfgahópum og hryðjuverkum með þeim hætti að útkoman verði þveröfug við sett markmið.

Sameiginlegur aðgerðarhópur (sakleysislegt heiti á manndrápurum) með tilheyrandi leyniþjónustu verður settur á laggirnar í þessum tilgangi. Leyniþjónustur hafa þann leiða ávana að treysta engum og jafnvel ekki valdhöfum eigin lands. Því gæti slík starfsemi, sem þjónar tveimur herrum, orðið litrík og hættuleg þeim sem síst skyldi.


mbl.is Bandalag gegn hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er best að orða ekki hugsanir sínar?

Hvaða „glæp“ framdi Ásmundur Friðriksson annan en að nýta sér tjáningarfrelsið margumtalað? Hann sagði upphátt eitthvað í þá veru sem æðimargir hugsa en veigra sér við að nefna af ótta við ríkjandi rétttrúnað og skoðanalögguna sem tætir samstundis í sig mannorð þeirra sem af línunni fara.

Smásálir stökkva fram og keppast hver um aðra þvera að afneita villunni og votta rétttrúnaðinum hollustu sína svo skoðanalöggan komi ekki og taki þær.

Fréttamenn missa sig og reyna þeir hvað þeir geta til að gera sem safaríkastan bita úr því sem ekkert er og gera ekki minnstu tilraun að greina hismið frá kjarnanum.

Er innflytjendum, raunar öllum Íslendingum, einhver greiði gerður með því að stinga öllu sem ekki hljómar vel við fyrstu sín ofan í þöggunarskúffuna og láta það liggja þar órætt?

Því ekki að taka þessa umræðu af yfirvegun, hvað gæti hugsanlega komið út úr henni annað en gagnkvæmur og betri skilningur á mannréttindum og menningu beggja, aðfluttra Íslendinga og frumbyggja?


mbl.is Ásmundur fór fram úr sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað....

draumur_bb.jpg....eru hríðskotabyssurnar enn í landinu. Það stóð aldrei til að flytja þær utan.

Aðeins er beðið eftir að málið rykfalli nægjanlega áður en þeim verður laumað í vopnabúr valdhafanna.


mbl.is Vélbyssurnar eru enn í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skóbúnaðurinn Sigmundi enn fjötur um fót?

Sigmundur, silfurskeiðar anginn, hefur ekki fundið samstæða skó  og því hætt við að fara til Parísar. Minnugur þess að hann hefur áður orðið að athlægi fyrir skóbúnaðinn um alla Evrópu.


mbl.is Þekktist ekki boð Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband