Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Dagur vonar

Dagurinn í dag er eflaust mörgum dagur vonar.

En verđur vísast dagur vonbrigđa.


mbl.is Ráđherrarnir verđa í beinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ sem ađrir mega vita en ekki viđ

Bresk stjórnvöld hafa samiđ viđ Íslensk stjórnvöld ađ ţeim verđi veittar upplýsingar um bankareikninga Breta hér á landi. Samningurinn var gerđur til ađ auka upplýsingaflćđi og gegnsći ađ sögn fjármálaráđherra Bretlands, George Osborne.

Ţetta er allt gott og blessađ.

Hvernig vćri ađ ţessi sömu Íslensku stjórnvöld gerđu líka samning viđ Íslensku ţjóđina og upplýstu hana hverjir eiga Íslensku bankanna og hverjir eru helstu kröfuhafar föllnu bankanna?

Eđa er gegnsći ekki fyrir heimska Íslendinga?


mbl.is Upplýsa um bankareikninga Breta á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Miklihvellur - ţegar allt varđ til úr engu

Megaskuldurum ţykir meira en sjálfsagt ađ ţjóđin taki fulla hlutdeild, sjálfskuldarábyrgđ raunar, í  vanda ţeirra og greiđi fyrir ţá skuldirnar svo ţeir sjálfir ţurfi sem minnst ađ raska sínum lífsstíl. 


Í ţeim tilgangi fylktu yfirskuldsettir Íslendingar sér um Framsóknarflokkinn og kosningaloftbóluloforđ hans,  sem helst mćtti líkja viđ undur Miklahvells. Fjármagniđ virđist eiga ađ verđa til úr engu, sennilegast kemur ţađ bara siglandi út úr ţokunni í höfđi formannsins,  rétt sisvona án ţess ađ nokkur leggi ţađ til.


Mig grunar ađ hefđi framsjalla bóluhagkerfiđ ekki hruniđ  og brask- og gullgrafaraćđi ţessa fólks ađ lokum skilađ ţví feitum hagnađi, en ekki skuldum, ţá vćri tómt mál um ađ tala ađ ţjóđin ćtti einhverja hlutdeild í ţeim hagnađi. Ţó fullkomlega eđlilegt ţyki ađ jafna út skuldunum.


Ţađ lćđist ađ manni sá grunur ađ tímasetning og ađferđafrćđi uppsagnanna hjá RUV hafi ekki veriđ tilviljun. Ađ RUV bomban sé í raun óvenju fiturík og súr smjörklípa og slengt fram til ađ draga athyglina sem mest frá komandi floppi Framsóknar, ţeirri stađreynd ađ töfralausnin sú verđur hvorki fugl né fiskur. Útkoman verđur eins og flokkurinn allur og loforđ hans, innantóm frođa.


 


mbl.is „Hvađan koma peningarnir?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afréttari íhaldsins

Aukin halli á ríkissjóđi kallar á öflugan afréttara.  Ríkisstjórnin mun ekki sjá ađra leiđ  til ađ stoppa í fjárlagagatiđ en leggja allt traust sitt á máttarstólpa ţjóđfélagsins. Ţví verđa bćtur almannatrygginga  ađ sjálfsögđu skertar og sjúklingaskattar , komu- og ţjónustugjöld hćkkuđ.  

Ađrir ţjóđfélagshópar munu víst ekki aflögufćrir nú um stundir. Allrasíst hinir eiginlegu ríkisómagar, útgerđarmenn og stóreignamenn,  sem búa viđ afar ţröngan kost og hafa engan vegin jafnađ sig eftir hremmingar hrunsins.

Slćmt er íhaldsins ranglćti, en verra er ţess réttlćti.

 

 


mbl.is 25,5 milljarđa halli í stađ 3,7 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sök bítur sekan

Sigmundur Davíđ sagđi á fundi á Selfossi um helgina ađ stjórnarandstađan muni ljúga til ađ sverta skuldatilfćrslu hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Forsćtisráđherra óttast mjög ađ núverandi stjórnarandstađa muni apa upp stjórnarandstöđutrikkin ţeirra  Bjarna boy og gera ađ sínum.

En Simmi silfurskeiđ getur veriđ alveg rólegur, lítil hćtta er á ađ einhver leiđist út í ţađ ţví engum langar til ađ lenda í ţeirri martröđ ađ  sjá andlit Framsóknarflokksins  í speglinum alla morgna.

 


 


Hálka á ferđ og flugi

Enn einu sinni hefur hálkan sig til flugs á mbl.is. Vonandi fá blađabörnin, sem skrifa fréttirnar á mbl, hálkuna ekki fljúgandi í höfuđiđ ţegar ţau fara út ađ leika.


mbl.is Varađ viđ fljúgandi hálku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Feigđarsigling

Ţegar Ólafur Jóhannesson myndađi vinstristjórn sína 1978 höfđu ýmsir efasemdir  strax  í upphafi ţeirrar vegferđar og ekki ţarf ađ fjölyrđa hvernig fór svo um sjóferđ ţá.  Ástćđa skammlífis stjórnarinnar var einfaldlega opinn og illa útfćrđur stjórnarsáttmáli.

Páll Pétursson frá Höllustöđum, ţingmađur Framsóknar og síđar ráđherra, var einn efasemdamanna. Páll er hagyrđingur góđur og sagđi oft hug sinn í bundnu máli.  Ţegar málefnasamningur stjórnarinnar lá fyrir kastađi Páll fram  eftirfarandi stöku:

 

Viđ förum í róđur, ţótt fleyiđ sé lekt

og framundan leiđinda starf.

Nú gerum viđ allt sem er ómögulegt

en ekkert af hinu, sem ţarf.

 

Stakan er eins og hún hafi veriđ samin um núverandi stjórn svo fullkomlega fellur hún ađ óvissustefnu stjórnarinnar, erindi og illverkum fram ađ ţessu. Örlög silfurskeiđarstjórnarinnar verđa ţví klárlega hin sömu og stjórnar ÓlaJó og ţví fyrr, ţví betra.


mbl.is Farin verđi blönduđ leiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forhert síbrotakirkja

Ţađ er megn stćkja af kaţólsku kirkjunni í ţessu máli. Afgreiđsla kirkjunnar og úrvinnsla málsins opinberar ađeins einbeittan og forhertan brotavilja hennar. 

Kirkjan endurtekur níđingsverkin međ ţessari afgreiđslu. Er niđurstađan í anda Krists og hans bođskapar? Gaman vćri ađ sjá rökstuđning fyrir ţví.  

Líklegast eru kirkjunnar menn ánćgđir eftir vel unniđ verk brosa út í annađ um leiđ og ţeir tauta eins og viđ sjálfan sig: „Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir ţig og sé ţér náđugur. Amen.“

Oj-bara! 

 


mbl.is Niđurstađa kirkjunnar smánarleg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţurfum viđ ekki alţjóđaflugvöll í hvert krummaskuđ til ađ spara akstur og tíma?

Međ fullri virđingu viđ ábúendur á Ţorvaldseyri ţá er ólíklegt ađ allir flugfarţegar  sem um Keflavíkurflugvöll  fara eigi einungis erindi á Skóga  og nágreni, ţótt áhugaverđir stađir séu.  

Ef ţannig háttađi vćri hreinlega ódýrara ađ flytja Skóga og nágrenni í heilu lagi vestur á Miđnesheiđi. Ferđamenn gćtu horfiđ af  landi brott strax ađ loknum stuttum hring um safniđ og repjuakrana og ţyrftu ţá ekki ađ sóa fé og tíma í  óţarfa ferđalög um landiđ, sem enginn hefur áhuga á ađ sjá.

Hvers eiga ferđamenn ađ gjalda, sem koma međ skemmtiferđaskipum til landsins, eiga ţeir áfram ađ hossast frá Reykjavík eftir vegunum austur í repjuna. Ţarf ţá ekki líka stórskipahöfn í repjuakurinn? En auđvitađ eru menn  lítillátir, ćtla sér ekki um of og taka bara eitt fyrir í einu.

En kannski eru repjubćndur austur ţar komir í samstarf viđ flugvallarvitringana í Reykjavík ađ á Skógasandi  og hvergi annarstađar sé framtíđarflugvallarstćđi Reykjavíkur! Ef ţannig er í pottinn búiđ, verđur fljótlega mjög stutt til Reykjavíkur.

Er ţetta ekki fullmikil "2007" hugsun á ţessum tímapunkti?

 


mbl.is Vill fá flugvöll í Skógum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđhelgir sendiherrar glćpasamtaka?

Varla er nokkur svo grćnn ađ halda ađ ţađ fari framhjá erlendum glćpasamtökum frekar en öđrum hvernig stađiđ er ađ afgreiđslu hćlisumsókna af hálfu íslenskra yfirvalda. Ađ hér dvelji "hćlisleitendur" mánuđum og jafnvel árum saman í bođi samfélagsins, full frjálsir ferđa sinna á međan umsóknin mjakast á hrađa snigilsins úr einni opinberu skúffunni yfir í ađra.


Ofan í kaupiđ hafa glćpir sem umsćkjendur eru stađnir ađ engin áhrif á hćlisumsóknina eđa ferli ţeirra í kerfinu. Ţetta er í raun hinn fullkomni glćpur, glćpamennirnir eru ósnertanlegir, ţeir eru flokkađir eins og "ađrir" erlendir sendiherrar međ fulla friđhelgi og fá ţví ađeins vingjarnlegt klapp á bakiđ og nánast afsökunarbeini yfirvalda ađ ţau hafi  ţurft ađ trufla tómstundagaman ţeirra.

 

Svo má heldur ekki gleyma međvirkni ţjóđarinnar í ţessum málum, í einfeldni sinni brestur hálf ţjóđin í grát í hvert sinn sem hér bankar uppá tárvotur skilríkjalaus umsćkjandi međ sjálfgefiđ vottorđ um eigiđ ágćti. Stofnuđ eru samtök og stuđningshópar um óţekkta umsćkjandann og allt ćtlar vitlaust ađ verđa efist einhver um ótrúlega sögu ađkomumannsins, sem breytist oftar en ekki eftir ţví hvernig vindurinn blćs.


Ţví hćrra er grátiđ og hrópađ sem "hćlisleitandinn" er dekkri á hörund. Fólk veigrar sér orđiđ viđ ţví ađ segja skođun sína á ţessum málum, geri ţađ einhver er sá hinn sami samstundis stimplađur rasisti.


 


mbl.is Margt óljóst í máli hćlisleitanda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband