Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Refsing við hæfi

 

Það er skiljanlegt að gyðingum sé lítt skemmt yfir þessum fréttum.

Heinrich Müller og aðrir nasistar komu fram við gyðinga eins og hunda, bæði lifandi og látna. Er það því ekki refsing við hæfi að Heinrich Müller skuli,  frá hans eigin sjónarhóli, hvíla í „hunda grafreit“?

Hann sjálfur hefði  í lifanda lífi tæplega getað ímyndað sér verra hlutskipti.

 

 


mbl.is Nasistaforingi hvílir innan um gyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alfinnur álfakóngur segir mælinn fullan - og rúmlega það

Jæja, þá eru álfarnir mættir til leiks. Þá er best fyrir vegagerðina að pakka saman og gleyma þessari vegagerð, vilji hún ekki hafa verra af.

Auðvitað voru það álfarnir sem skemmdu vélar verktakans, asni var maður að sjá það ekki strax.

 

Ef þið trúið mér ekki, spyrjið þá bara umboðmann álfanna.

 

 


mbl.is „Ég stend hér fyrir hönd álfanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdaverka rokk

Ætli hraunavinirnir, sem unnu spellvirkin á vinnuvélunum verktakans í Gálgahrauni um helgina,  hafi hlustað á Gálgarokk Ómars sér til hvatningar meðan þeir unnu óhæfuverkin?

 

Þið þarna á mbl.is, greyin mín lesið textann yfir, þó ekki sé nema einu sinni,  áður en þið ýtið á enter.


mbl.is Skemmdarverk á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njósnar NSA hér á landi?

Það er orðið ljóst að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur stundað víðtækar njósnir erlendis. NATO ríki, og leiðtogar þeirra, virðast hafa notið þessa óvenjulega vinarbragðs BNA ekki síður en ímyndaðir óvinir. Hver þarf á óvinum að halda þegar vinirnir eru svona?

 

Þá vaknar sú spurning hvort NSA hafi njósnað hér á landi. Svarið er örugglega nei! Einfaldlega vegna þess að þeir hafa alla jafnan ekki þurft þess. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að frammámenn ákveðins stjórnmálaflokks hér á landi lepja öllu sem gerist innan stjórnkerfisins beint í Bandaríska sendiráðið. Kappið er slíkt að upplýsingaflæðið er meira en kaninn kærir sig um.

 

Þannig er þjóðhollustan á þeim bænum! Það þætti örugglega ekki fallegt væri Rússneska sendiráðið (áður Sovéska sendiráðið ) eða önnur erlend sendiráð mötuð á upplýsingum með hliðstæðum hætti.

 


mbl.is NSA njósnaði í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfa leið til himna

Hæð hinnar fyrirhuguðu kirkju við Mýratgötu virðist standa nokkuð í íbúum á svæðinu. Andstaðan gegn rétttrúnaðarkirkjunni er því af allt öðrum toga en andstaðan gegn moskunni  sem söfnuður múslima fyrirhugar að reysa við Miklubrautina  austast í Sogamýrinni. Sennilega er munurinn á andstöðunni af kristilegum toga. Sumir geta illa hugsað sér að moska sé það fyrsta sem blasir við þegar komið er inn fyrir múra höfuðborgar  kristinna gilda.

 

Það er því spurning hvort ekki sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi og skipta á lóðum, setja rétttrúnaðarkirkjuna í Sogamýrina þar sem henni væri frjálst að teygja sig hálfa leið til himna eða eins langt til móts við himnafeðgana og þörf krefur til að sambandið verði sem best.

 

Litla lágreista krúttlega moskan færi þá vestur á  Mýrargötuna. Þar ættu íbúarnir að vera sáttir því múslimirnir lofa að vera góðir og láta lítið fyrir sér fara um alla framtíð. Ekki þarf því að óttast þau samfélagslegu vandamál sem herja á nágrannaþjóðirnar með fjölgum múslima, ef marka má talsmann safnaðarins, því hér á landi er víst allt annað, betra og umburðalyndara íslam á ferðinni en í nágrannalöndunum, ójá!

 


mbl.is Vill að kirkjan verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei Ólína, nei!

Ólína þú átt eflaust eftir að sækja um önnur störf í framtíðinni. Gerðu því sjálfri þér greiða, láttu kyrrt liggja! Oftast er það betra.

Ef ekki, þá skerpir þú aðeins á þeirri neikvæðu ímynd sem þú virðist hafa skapað þér, með réttu eða röngu.

 

Ólína, þetta er skrifað af góðum hug til þín og þinna með von um gæfuríka framtíð.

 

 


mbl.is Ólína íhugar dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga menn að trúa því að hraunavinir láti segjast og pakki saman þegar Hæstiréttur dæmir gegn þeim?

Það er afskaplega ótrúverðugt að hraunavinir láti segjast og hætti þessum fíflalátum  þegar Hæstiréttur hafnar kröfum þeirra, eins og þeir láta í veðri vaka. Þeir vilja aðeins bíða dóms Hæstaréttar til að kaupa tíma, í þeirri veiku von að tíminn vinni með þeim, sem hann gerir ekki.

Kjarvals klessuverkÆtli Hraunavinir séu tilbúnir, allir sem einn, að gefa slíka yfirlýsingu skriflega?

Það er fyndið að raddirnar að hraunið verði að varðveita því þar sé að finna ómetaleg mótíf Kjarvals hafa hljóðnað.

Menn hafa áttað sig á því að það eru ekki haldbær rök, enda erfitt að finna fyrirmyndirnar, því velflestar klessur Kjarvals eru þess eðlis að þær sýna það sama hvernig sem þær hanga, „réttar“, á hvolfi eða út á hlið.  


mbl.is Boltinn er hjá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að hafa Eið Guðnason á móti sér en með

"Reiður" Guðnason  hefur undarlegar hugmyndir um réttarríki annarsvegar  og lögregluríki hinsvegar. Að hans mati er réttarríkið samfélag þar sem fámennir hópar fara sínu fram hvað sem öllu líður. Þegar lögreglan skerst í leikin, eftir ótrúlega þolinmæði,  til að stöðva ólöglegar aðgerðir slíks hóps er að hans mati skollið á lögregluríki. 

Hætt er við,  ef Eiður yrði sjálfur fyrir aðgerðum svona lögleysuhópa og þyrfti að kalla lögreglu til, yrði skilgreining hans á nokkuð annan veg. Eiður er ekki heppilegur sem talsmaður,  því hann er þeim ósköpum gerður að betra er að hafa hann á móti sér en með.

Reiður hópur

  


mbl.is Eiður: „Löggan tók mig fyrst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna reynir á, hvort Bjarni og Sigmundur verði sjálfum sér samkvæmir

Á síðasta kjörtímabili töngluðust formenn og þingmenn núverandi stjórnarflokka á því að þáverandi ríkisstjórn bæri  að segja af sér þegar fylgi hennar mældist illa í skoðanakönnunum.

Samkvæmt þessari könnun FHÍ er núverandi ríkisstjórn fallin. Herrarnir Sigmundur og Bjarni hljóta að vera sjálfum sér samkvæmir og segja  af sér strax,  varla vilja þeir ómerkingar kallast.

En strax er víst hægt að teygja í það óendanlega samkvæmt orðabók Framsóknar og vera samt vel innan marka.

  


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsivistin á Hrauninu!

Í Fréttablaðinu í dag og á Vísi.is  er fjallað um fangelsismál og þá ákvörðun fangelsisyfirvalda að takmarka verulega  tölvunotkun fanga vegna misnotkunar. Að auki er til skoðunar að fjarlægja öll aflrauna lóð úr fangelsinu.

Um þessar aðgerðir hefur Ríkharður Ríkharðsson talsmaður fanga ýmislegt að athuga og „spáir því“  að þær muni hafa alvarlegar afleiðingar! (?). Aðspurður um lóðin sérstaklaga segir Ríkharður: : "Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist."

Þau gerast ekki öllu betri gullkornin. Það væri auðvitað skelfileg þróun ef stórglæpamenn á Hrauninu færu almennt að upplifa veruna þar sem einhverja refsivist.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.