Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Jóhanna brilleraði

Þrátt fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið uppáhaldsstjórnmálamaðurinn minn í langan tíma og raunar sá eini sem ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir þá kveið mig nokkuð fyrir ávarpi hennar í kvöld.

Ástæðan er einföld, fólki gengur misjafnlega að vingast við myndavélina sem flytur það inn í stofu til okkar. Myndavélarnar hafa sannast sagna verið litlar vinkonur Jóhönnu, án þess að hún hafi til þess  unnið.

En þessi kvíði minn var algerlega ástæðulaus,  Jóhanna brilleraði, kom vel fyrir og flutti feiknagott ávarp, þótt ekki væri það eðli máls samkvæmt í einhverjum  í ævintýra- og rjómatertustíl.


mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár til ykkar allra, kæru landar, nær og fjær!

íslenski fáninn

 


Skrum og skríll

Í atkvæðagreiðslu á Alþingi nú í kvöld um tillögu þess efnis að vísa Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu  studdi  Guðlaugur Þór Þórðarson tillöguna og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Guðlaugur sagðist fyllilega treysta þjóðinni  að greiða atkvæði um málið því eftir 12 mánaða upplýsandi umræður lægi málið ljóst fyrir. En þessi sami þingmaður ásamt öðrum stjórnarandstöðuþingmönnum ósköpuðust á Alþingi  í dag og vildu fresta málinu því enn vantaði upplýsingar  svo Alþingi gæti afgreitt málið!!

Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir svona bulli?  Guðlaugur er guttinn sem fékk 25 milljónir í skóinn frá Eignakræki fyrir að vera góður strákur.

 
mbl.is Felldu tillögu um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðingarfylliríinu er loksins lokið.

Í kvöld lauk endanlega einkavæðingarfylliríi  því sem ríkisstjórn Davíðs Oddsonar efndi til og færa átti þjóðinni gull og græna skóga.  Kóróna einkavæðingarinnar var afhending Íslensku bankanna í hendur einkavina og velunnara Íhaldsins og Framsóknar.

En nú er þessum hamfarakafla í sögu landsins lokið og eftir sitja áralangir timburmenn.  Vonandi verður sá lærdómur dregin af þessu að þjóðin láti Íhaldsvínið eiga sig framvegis þótt  nú þegar sé byrjað auglýsa nýtt vín á þeim fúlu belgjum.

 
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já, nei, nei, sei, sei, jú, jú, ...eða þannig.

Í frumvarpi til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur sem er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði að fara fram, krefjist  10% kosningabærra manna þess.   

Tæp 228.000 manns eru á kjörskrá þannig að það þarf, samkvæmt frumvarpinu, um 23.000 undirskriftir til að ná málinu fram.

Nú hafa að sögn 36.000 skrifað undir áskorun á forsetann um að vísa Icesave til þjóðarinnar, sem eru tæp 16% atkvæðabærra manna, sem er 60% fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir að þurfi til.  Þetta er auðvitað háð því að þessi tala sé rétt, og aðeins undirskriftir kosningabærra einstaklinga.

Það er því fráleitt að ímynda sér annað en þessar undirskriftir hljóti í þessu samhengi að hafa verulegt vægi þegar og ef málið kemur til forsetans, sem  er þá vissulega vandi á höndum, því fyrirvararnir, sem nú hafa verið þynntir út, voru meginrök hans fyrir undirskriftinni á fyrri útgáfu á Icesave-ábyrgðinni.

En vert er að hafa í huga að þótt þeirri  útgáfu af Icesave sem nú er til umræðu verði hafnað á Alþingi eða af forsetanum og síðan af þjóðinni þá hverfur málið ekki . Eftir mun standa fyrri samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð með áður samþykktum fyrirvörum, sem að mati flestra hafði meiri mat á beinunum.


mbl.is Yfir 36 þúsund skora á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að...

...nefna götuna upp og kalla hana Frjóholt?


mbl.is Frjósemi í Móholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigið í vitið

Grunsemdir hafa verið uppi um að ekki væri vítt á milli spjaldanna í Höskuldi Þórhallssyni, en ekki að það væri svo þröngt  sem þessi tillaga hans ber með sér.

Ef þjóðin segði já ætlar þá þingmaðurinn að skipta um skoðun og samþykkja  Icesave eða vísa til þess að ekki hafi verið um bindandi kosningu að ræða?

Hvernig yrði svo næsta spurning frá Höskuldi til þjóðarinnar um dagskrá Alþingis?


mbl.is Önnur tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo ærast samkynhneigðir...

...hér á landi og óskapast yfir því smámáli að komast ekki í fordóma- og kreddufyllsta kór landsins. 


mbl.is Handteknir fyrir samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara svona!

 Óhætt er að segja að í keppninni um hégóma ársins þá sé hún býsna sigurstrangleg þessi fánýtis frétt.


mbl.is Íslendingar halda jól með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða ekki vera?

Hvernig væri  málflutningur stjórnarandstöðuþingmanna núna  væru þeir í stjórn og þyrftu að axla þá  ábyrgð sem því fylgir og vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem uppi er?

Værum við þá að horfa upp á þann taumlausa galgopahátt og lýðsskrum sem þeir hafa leyft sér undanfarna mánuði?  

Það er ekki öfundsvert hlutskipti Ríkisstjórnarinnar að þurfa  nauðug að taka þær erfiðu ákvarðanir, sem ekki verður undan flúið þó hún þurfi svo ekki að sitja undir ádeilum og gagnrýni manna, sem ekki hefðu átt annað val, hefði hlutskiptið verið þeirra.

Það er virkilega aumt og langt seilst í vinsældaharki Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins að næra sig á þrengingum og bágindum fólks, nokkru sem þeir sjálfir og engir aðrir lögðu á borð fyrir þjóðina.


mbl.is Vilja vísa Icesave frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.