Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Kynþátta- og kynjakvótar, hvorutveggja er hneyksli.

Hneyksli kalla þeir það í Frakklandi þegar uppvíst varð að forsvarsmenn knattspyrnusambandsins höfðu sett á kynþáttakvóta til að þvinga fram þá kynþáttaskiptingu í fótboltanum, sem væri  þeim þóknanleg.

Hver er hinn hugmyndafræðilegi  munur á kynþáttakvóta og kynjakvóta? Ég kem ekki auga á hann í fljótu bragði. Kynjakvótanum Íslenska er ætlað, rétt eins og kynþáttakvótanum franska, að þvinga fram ákveðna niðurstöðu, hvort sem hún er raunhæf eða ekki, hvort sem hún skilar betra liði eða ekki.

Þess verður örugglega skammt að bíða að Íslenskar femínistabullur setji fram þá „eðlilegu“ kröfu að hlutfall karla í karlalandsliðum Íslenskum fari aldrei yfir 50%.

 


mbl.is Settu kynþáttakvóta á unga leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kenningin sú, að framboð og eftirspurn eigi að haldast í hendur?

Hefur það ekki verið daglegur viðburður allt frá hruni frjálshyggjunnar að fólki væri fækkað í flestum starfsgreinum, hér og þar? Ekki hefur það orðið sérstök frétt þó „að minnsta kosti“ tveimur hafi verið sagt upp á þessum staðnum eða hinum. En þegar, allt að því tveimur, jafnvel alveg tveimur, er sagt upp í Þjóðleikhúsinu, fara fjölmiðlar á hliðina.

Til að bæta gráu ofan á svart og kóróna glæpinn er því haldið leyndu hverjir hinir ógæfusömu LISTASMENN eru. Þjóðin þarf auðvitað að vita hverjir þessir ÓGÆFUSÖMU listamenn eru svo hún geti sýnt þeim viðeigandi hluttekningu, tárast og jafnvel grátið með þeim.

Að sögn formanns leikarafélagsins búa leikarar við þau óyndis starfsskilyrði að atvinna þeirra er ekki verndað starfsheiti og því geti þeir átt von á uppsögnum eins og aðrir.

Þvílík starfsskilyrði, verð ég að segja, að fólk í menningar- og listageiranum þurfi að búa við þá ógn að geta misst vinnuna, eins og við hin, minnki  eftirspurnin eftir framlegð þeirra eða verði jafnvel engin.  

   


mbl.is Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímulaust rugl

maskNúna er þessari geðveikis Royal vitleysu sem betur fer að ljúka og heimurinn getur farið að undirbúa næsta toppviðburð aldarinnar, væntanlegan skilnað turtil- dúfnanna.

 

Lögreglan handtók allmarga í tengslum við brúðkaupið og þar á meðal þetta þokkapar sem við sjáum á myndinni. Hjúin, sem munu eiga sér vafasama fortíð, voru handtekin þegar þau reyndu að smygla sér í aðalveisluna.

 
mbl.is 56 handteknir í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þessu fiskveiðikerfi andskotans gefið lengra líf?

Það eru auðvitað viss batamerki að SA, fyrir hönd LÍÚ, séu loks að viðurkenna að ekki standi til að leggja útgerð á Íslandi niður, eins og málflutningur þeirra allur fram að þessu hefur borið með sér.

devilfishEn því er ekki að neita að vissan ugg setur að mér að lendingin í sjávarútvegsmálunum verði hvorki fugl né fiskur og muni ekki opna þetta kerfi andskotans að neinu marki, úr því SA hafa dregið úr djöflagangi sínum fyrir hönd LÍÚ.

Verði það raunin, er þá ekki kominn tími til að hleypa árans íhaldinu að stjórn landsins, við þurfum þá ekki að byggja upp væntingar um það sem aldrei verður.


mbl.is Rekstrarskilyrðin verði tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ sér gjöf til gjalda

Hvernig ætlar Guðlaugur Þór Þórðarson að færa rök fyrir meintum meiðyrðum samþingmanns síns fyrir dómi nema að kalla til vitnis þá sem styrktu hann? Guðlaugur hefur einmitt borið við trúnaði við þessa styrkveitendur, í  tregðu sinni að upplýsa um styrkjamálin, sem hann hefur viljað halda sem mest í skugganum.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að styrkveitendur Guðlaugs mæti fyrir dóm og greini þar frá styrkjunum í smáatriðum,  upphæðum þeirra og þeim væntingum sem við þá voru bundnar.

Þeir eru til, en eru ekki margir, sem trúa því í einlægni að menn „gefi“ milljónir í kosningasjóði frambjóðenda af þeirri ástæðu einni að þeir telji þingmannsefnið svo dæmalaust góða sál. Ástæðan er  miklu frekar hin gagnstæða.

crown-heights-jewish-community-council-inc-bribery-beth-din-bais-din-jewish-court-of-law-corruptionÍ þessu sambandi gildir einu hver frambjóðandinn er, hvers kyns og hvaða flokki hann tilheyrir, verknaðurinn og tilgangurinn er sá sami.

Nei Guðlaugur fer ekki í mál, þá þyrfti hann að leggja allt á borðið, upplýsa styrkveitingarnar í heild sinni, hann hefur síst meiri áhuga á því nú en áður, því þá gæti hann þurft að axla ábyrgð.

Þetta er vanhugsuð innantóm hótun, sem snýst í höndum Guðlaugs og verður til þess eins að vekja aftur upp umræðu um málið og orðið, sem ekki mátti nefna.

 


mbl.is Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt

Það er yndislegt að hrefnuveiðarnar skuli vera hafnar.  Ég fæ vatn í munninn og slefa nánast af tilhugsuninni einni saman að fá nýtt hrefnukjöt á pönnuna!

 
mbl.is Hrefnuveiðar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll í boði LÍÚ

Það stefnir allt í allsherjarverkfall á þessum síðustu og verstu tímum, allt í boði LÍÚ mafíunnar.

 


mbl.is Verkföll upp úr 20. maí?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðrast ekki verkalýðurinn núna, sem kaus gunguna Gylfa yfir sig?

Eftir hverju eru menn að bíða hjá ASÍ með aðgerðir, er eitthvað sem bíður sér til batnaðar í þessum bjána sirkus?  Ef menn eru að bíða þar eftir því að jólin verði framvegis í júlí, er það eflaust tímasóun.

Það eru ekkert annað en verkfallsaðgerðir, og það strax, sem duga á þetta bölvaða SA pakk.  Þeir komu vísvitandi fram með kröfur sem viðsemjendur þeirra geta á engan hátt orðið við eða kemur þeim yfir höfuð við.

Hvað ætli aðal asna höfuðið hjá  ASÍ, þurfi langan tíma til að velta því fyrir sér, komi SA með þá kröfu að samningar geti aðeins tekist ef ríkisstjórnin snúi bakhlið tunglsins að Jörðu? Ætli hann þurfi dag, viku eða eina Gylfa ævi?

En Gylfi er ekki mesti bjáninn í þessu dæmi, það eru þeir sem kusu hann yfir sig og verkalýðinn í þessu landi.

Þeirra skömm mun uppi meðan land byggist!


mbl.is Undirbúa verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn gerviguðinn skapaður í Róm

Hverskonar vitfirring er það að trúa af ákefð á einn Guð, en trúa því jafnframt að venjulegt fólk geti orðið, með einu pennastriki Páfagarðs, að einhverskonar milli Guðum, sem fólk getur  snúið bænum sínum til?

Hver gaf Páfagarði  það vald að gera fólk að Guðum?  Var það sami gaurinn og sagði;  „Þú skalt ekki aðra Guði hafa“?

Þetta er hreinlega geggjað fyrirkomulag,  en af klókindum hannað til þess að tryggja útvöldum valdið yfir lýðnum. Þetta er sama fyrirkomulagið og lénsherrar fyrri alda og einvaldar notuðu til tryggja völd sín og tök sín á lýðnum, svo hægt væri að pína hann bæði skattalega og valdslega. Þeir þáðu jú eins og allir vita vald sitt beint frá Guði.

  


mbl.is Blóð úr páfa helgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eiga víst að berja sínar konur, ekki annarra!

Það kann ekki góðri lukku að stýra að berja annarra manna konur.

Þetta hefði auðvitað ekki verið stórmál, þarna í Eyjum, og vart  í frásögur færandi,  hvað þá haft eftirmála, hefði maðurinn aðeins asnast til halda sér við sinn leist og látið sér nægja að berja sína eigin konu, svona að sjómannasið, eins og upprisni eyja-þingmaðurinn sagði.


mbl.is Fór konuvillt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband