Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

Heyrst hefur....

....ađ Norđmenn muni hafa sama háttinn á međ jólatréđ, sem Osló "gefur" Reykjavík,  og morđtólin sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri óskađi sér í jólagjöf.  Norđmenn munu ađ sjálfsögđu senda reikning  eftir jólahátíđina og innheimta gjöfina fullu verđi.

Gaman vćri ef Hólka Halli gćti leyst nokkrar af „gjafa“ byssunum úr tollinum og lánađ borginni til ađ hengja á tréđ, svo sameina megi anda jólanna og friđarbođskap morđtólanna sem best.  

Byssurnar vćru ţannig, hvorutveggja í senn, skraut og áminning til allra óţjóđhollu einstaklinganna, sem nafngreindir eru í Geir Jóns skýrslunni, hvers sé ađ vćnta hugsi ţeir sér ađ nota Austurvöll og tréđ til einhvers annars en sé guđlegum valdhöfunum ţóknanlegt.


mbl.is Oslóartréđ fundiđ!
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Inúítaandúđ

Ekki er laust viđ ađ nokkurra kynţáttafordóma gćti í ţessari vandlćtingarfrétt Moggans, yfir ţeirri ósvífni erlendra fjölmiđla, ađ geta sér til, af útliti Bjarkar Guđmundsdóttur, ađ um ćđar hennar renni ekki „ómengađ“ íslenskt blóđ.  Jafnvel ganga fjölmiđlarnir svo langt ađ ćtla Björk grćnlensk gen. Lengra verđur vart gengiđ í niđurlćgingunni!


mbl.is Björk sögđ inúíti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spurt er í viđhengdri frétt: Hverju á mađur ađ klćđast ţegar gengiđ er á fund drottningar?

Svariđ er einfalt, ţađ skiptir nákvćmlega engu hverju gestir Englandsdrottningar klćđast. Sé miđ tekiđ af algeru fatasmekkleysi Betu, ţá verđa aumustu druslur glćsilegar í samanburđi viđ ţađ sem hún klćđist. Jafnvel  skítugur strigapoki fengi nokkurn sjarma.

 


 


mbl.is Hitti drottninguna í sérsaumađri dragt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Magnađur skemmtikraftur.

Ég í tvígang notiđ leiđsagnar og fararstjórnar Jörundar Guđmundssonar í dagsferđ frá Tenerife til La Gomera. Ferđirnar voru ógleymanlegar og stórbrotnar skemmtanir frá upphafi til enda. Ţćr voru óteljandi persónurnar sem Jörundur túlkađi í ferđinni og gerđi ađ ţátttakendum í ferđunum.   

En fararstjórn Jörundar hafđi afleitan galla, óhjákvćmilega og illvíga strengi í magavöđvunum, eftir allan hláturinn.

Takk fyrir frábćrar ferđir Jörundur!

 


mbl.is „Mest fíflagangur framan af“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mafía er bankinn og Mafía skal hann heita

Lágmarksgjald fyrir ţessa „ţjónustu“ Arion banka, sem er nákvćmlega engin, er 990 krónur! Ef konan hefđi veriđ međ minna en 990 krónur í mynt, hefđi hún augljóslega lent í skuld viđ bankann. Bankinn hefđi svo rukkađ ţá skuld međ sínum hefđbundnu óţverra ađferđum og kostnađi, út yfir gröf og dauđa.  

Á Íslandi eru svona rán stunduđ fyrir opnum tjöldum, međ velţóknun ríkisstjórnar og Alţingis. Ekkert má trufla  Mammon og lögverndađan djöfladansinn í kringum hann.

Best gćti ég trúđađ ţví ađ fjármálaráđherranum líđi illa ađ geta ekki skattlagt 72ja krónu „hagnađ“ konunnar sem hún gekk međ út, úr greipum Mafíunnar.


mbl.is Sat eftir međ ađeins 72 krónur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.