Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Ökusvín

210935-Tough-Hog-Riding-A-Blue-Chopper-Motorcycle-And-Speeding-Past-Poster-Art-PrintEitthundrađ og fimmtíu ţúsund króna sekt fyrir svona dauđans akstur er brosleg refsing, ţó ţví til viđbótar komi 3ja mánađa svipting ökuréttinda og heilir 3 punktar í ferilskránna.

Kappinn glottir eflaust út í annađ án ţess ađ gera sér grein fyrir ađ lögreglan forđađi honum kannski frá ţví ađ kála sér, eđa ţađ sem verra vćri, ađ drepa einhverja ađra. Svona dauđans hrađakstur er ekki einkamál ţeirra sem hann  stunda.

Ţriggja mánađa varđhald ásamt upptöku á ökutćkinu vćri nćr lćgi fyrir svona glćpsamlegan akstur, ásamt ţriggja ára sviptingu ökuréttinda.

Ţađ gćti náđ glottinu af svíninu.


mbl.is Mćldur á 201 km hrađa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarleg tík er Íslenska pólitíkin

Ţetta Grímstađa mál er undarlegt og tilfinningaríkt en giska broslegt ţví pólitísk sannfćring margra virđist hafa tekiđ algerum pólskiptum.

Jafnvel hörđustu fylgjendur inngöngu Íslands í ESB, gerast harđir ţjóđernissinnar í ţessu máli og krefjast ţess, međ tár á hvörmum, ađ Kínverjanum verđi ekki seld ein einasta ţúfa af Íslensku landi.

Svo á móti koma hörđustu einangrunar- og ţjóđernissinnar, sem vilja ekki ađ ein einasta arđa af Íslandi gangi í ESB, en eru, svo undarlega sem ţađ hljómar, mjög kappsamir um ađ ţessi landsala til Kína nái fram ađ ganga og spyrja í forundran  -viđ hvađ menn séu eiginlega hrćddir-?

Hún er undarleg tík pólitíkin!


mbl.is Á ađ selja Grímsstađi?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđskiptafrömuđur

Sögur ganga ađ hinn kynóđi Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, gerist ţáttastjórnandi í sjónvarpi.

Sjónvarpsstöđvarnar CNN og CNBC eru sagđar hafa áhuga á kappanum vegna kunnáttu hans og hörku í viđskiptum – viđskiptum hans viđ konur vćntanlega!


mbl.is Strauss-Kahn í sjónvarpiđ?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lítill munur er á kúk og skít

nato_bombsEkki er háttsemi hermanna Gaddafi falleg og til eftirbreytni. Villimennska er maki hernađar og er ţví óhjákvćmilegur fylgifiskur styrjalda og stríđs.

Sjaldan hallar á í óţverrahćttinum, allir stríđsađilar eru undir sömu sökina seldir. Stríđ framkalla aldrei annađ en ţađ versta í fari manna. Helsti munurinn milli stríđandi fylkinga er sá ađ ţeim sem betur vegnar  í átökunum gengur oftast betur en hinum ađ leyna sínum vođaverkum.

Varpa ekki hersveitir NATO sprengjum á bći og borgir, ţar sem ćtla má ađ óbreytta borgara sé umfram ađra ađ finna? Dráp á óbreyttum borgurum er ţá kallađ „slys“  eđa óheppileg mistök og afgreitt sem eđlilegur fórnarkostnađur.

Sagt er ađ menn Gaddafi hafi stillt upp óbreyttum borgurum sem skildi. Hafi ţađ hindrađ hersveitir NATO ađ taka í gikkinn vćri ţađ alveg ný styrjaldartćkni. Eina reglan í stríđi er, og hefur alltaf veriđ, ađ skjóta fyrst og spyrja svo.

Í fréttum á vesturlöndum eru öll ljótu orđin notuđ um andstćđingana, „vondu gćjana“,  en ómennin í röđum NATO fá minni umfjöllun, ef nokkra, nema ţá helst um orđurnar sem á ţá eru hengdar fyrir framlag ţeirra í ţágu mannkyns.  


mbl.is Vođaverk Gaddafis gerđ opinber
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blautur, blautari, .......

575240Af ţví ađ ég er svo skemmtilega blautur vakti fyrirsögn fréttarinnar athygli mína og af ţeim sökum var ţađ fyrsta sem mér datt í hug  ađ einhver vćri ađ drekka upp vínkjallarann sinn.

Ţađ eitt og sér vćri auđvitađ besta mál, ţví öll vitum viđ ađ áfengi verđur ađeins útrýmt međ ţví ađ drekka ţađ allt.

Nei, ekki var ţađ svo gott, ţví viđ frekari lestur kom í ljós ađ um annarskonar kjallara og öđruvísi „bleytu“ var ađ rćđa og ţađ sem toppađi allt, ţetta var kjallari og flóđ í íslenskri eigu í henni miklu Ameríku!

Međ fylgdi svo mynd af flćddum kjallara af völdum Írenu, ásamt frásögn af ţví ađ unniđ vćri ađ ţví ađ ţurrka upp „bleytuna“ međ handklćđum, tuskum og viftu!

Vonandi gengur ţađ vel, ef marka má myndina!


mbl.is Er ađ ţurrka upp kjallarann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er mannhelvítiđ alveg gaga?

Ţar sem fjármagnstekjurskatturinn reiknast af öllum vöxtum er skatturinn greiddur frá fyrstu vaxta krónu til hinnar síđustu en ekki bara vöxtum umfram verđbólgu, sem eru hinar eiginlegu fjármagnstekjur.

Ţannig bera lélegustu innlánsreikningarnir ţegar neikvćđa ávöxtun ađ frádregnum skattinum, en bestu reikningarnir, međ langa bindiskyldu hafa lítiđ borđ fyrir báru.

20% flatur fjármagntekjuskattur er ţegar orđin of hár, frekari hćkkun er galin og afrekar ekki annađ auka á fjármagnsvandann ţegar fólk tćmir bankareikninga sína og „ávaxtar“ frekar sitt pund undir koddanum heima.

Hver hleypti manninum út?

  


mbl.is Hćkki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rembast enn viđ staurinn, rjúpurnar

Ţađ er langt í frá allt land á Íslandi í ţjóđareign. Grímsstađir á Fjöllum eru ekki í almannaeign og ţví hafa eigendaskipti á ţeirri jörđ ekkert međ „draumsýn“ Ögmundar ađ gera.

Ef Ögmundur ćtlar ađ tryggja almannaeign á Grímstöđum ţýđir ţađ ekki nema eitt – ţjóđnýtingu – er Ögmundur ađ bođa ađgerđir í ţá átt?

Ég fć ekki séđ ađ ţađ breyti neinu ţó nýr eigandi ađ Grímstöđum sé erlendur ţví hann á enga möguleika ađra en nýta ţessa fjárfestingu sína, ćtli hann ekki ađ sóa sínu fé. Ekki stingur hann jörđinni í ferđatösku og fer međ hana úr landi.

En ţjóđrembingurinn ríđur ekki viđ einteyming, allt verđur ađ vera í eigu íslendinga- bođa rjúpurnar sem rembast viđ staurinn. Slagarar eins og „ţjóđareign á landi“ hljóma vel en standast ekki skođun, enda bull og rökleysa. Útlendingar eiga ţegar (hrćđileg tilhugsun)  stóra hluti í farsćlum og góđum atvinnurekstri hér á landi og hafa sannarlega reynst betri en engir í kreppunni, ţeir hafa stađiđ uppúr ţegar nánast allt liggur á hliđinni.

Allt á ađ vera í eigu íslendinga, kurra rjúpurnar, jafnvel ţó ţeir mörlandar hafi bćđi búsetu og lögheimili erlendis, í London, Lux eđa Tortóla.

Tökum máliđ í vandlega skođun,  segir rjúpan viđ staurinn, ţvćlum málinu milli nefnda og drögum á langinn sem best viđ getum, tíminn vinnur međ okkur.

Engin erlend störf hingađ, takk!

Kurr! Kurr! Segja rjúpurnar.

  


mbl.is Ţarf ađ fara vandlega yfir kauptilbođ Huangs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ banna yfir sig

Ţađ er ólíklegt ađ hvalaskođunarfyrirtćkin og sérstakt áhugafólk um algera friđun hvala muni sćttast á alfriđun Faxaflóa. Ţeirra markmiđ er algert bann viđ hvalveiđum,  ţessi tillaga er af ţeim meiđi.

Sjávarútvegsráđherra upplýsir vćntanlega flutningsmann tillögunar og félaga sína á Flokkráđsfundi VG ađ ţegar er í gildi reglugerđ um bann viđ hvalveiđum í hluta Faxaflóa. Ţađ svćđi var afmarkađ ađ fenginni tillögu Hafró.

Samskonar friđunarsvćđi er í gildi úti fyrir Eyjafirđi og Skjálfandaflóa.

Ekkert finn ég um hvalveiđibann á Breiđafirđi. Ţađ ćtti ađ vera tilgreint hér ef ţađ er til.

 

 


mbl.is Banni hvalveiđar á Faxaflóa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Demantur eđa kolamoli

Mér fannst ţessi frétt um demanta stjörnuna fjarlćgu skemmtileg, ţann auđ og ţá möguleika sem hún í hendi fyrir mannkyniđ, ţó ferđalag ţangađ verđi aldrei annađ en draumsýn.

En sá draumur virđist samt mun nćr raunveruleikanum en hugsýn ţingflokks Vinstri Grćnna ađ atvinnustefna ţeirra komi ţessu landi einhvern tíma ađ gagni.

  


mbl.is Demantastjarna í geimnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Víđsýnispillur

Ţađ hlýtur ađ vera mögnuđ upplifun ađ taka verkjatöflur viđ tann- eđa höfuđverk og losna ekki ađeins viđ verkinn heldur upplifa heilan dýragarđ af bleikum vćngjuđum fílum  međ doppótt eyru og röndóttar lappir leika flugkúnstir innan um svífandi rauđa hvali syngjandi Immigrant song.  

Man ţađ einhver, fór ég í apótekiđ í dag?

  


mbl.is Mengađar verkjatöflur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband