Fćrsluflokkur: Spaugilegt

Gamall, en sem nýr

Sá gamlan brandara á Fésinu í dag. Í ljósi síđustu atburđa og ţess óhjákvćmilega er rétt ađ dusta af honum rykiđ.

--o0o--

Flugvélin var viđ ţađ ađ hrapa, ţađ voru 5 farţegar um borđ en ađeins 4 fallhlífar. Fyrsti farţeginn sagđi: "Ég er Sigmundur Davíđ, hinn útvaldi forsćtisráđherra. Heimurinn ţarfnast mín, ţađ er ekki minn tími til ađ deyja." Hann tók fyrstu fallhlífina og stökk úr flugvélinni.

Annar farţeginn, Bjarni Ben, sagđi: "Ég er fjármálaráđherra og formađur stćrsta stjórnmálaflokks á Íslandi." Hann greip fallhlífina viđ hliđina á honum og stökk.

Ţriđji farţeginn, Vigdís Hauksdóttir, sagđi: "Ég er formađur fjárlaganefndar og hlutverk mitt er ađ vinda ofan af bótavćđingu síđustu vinstristjórnar!!!" Hún tók ţriđju fallhlífina og stökk út úr flugvélinni.

Fjórđi farţeginn, Ómar Ragnarsson, sagđi viđ fimmta farţegann, 10 ára gamla stelpu, "Ég hef lifađ góđu lífi og ţjónađ landi mínu eins og best var á kosiđ. Ég mun fórna lífi mínu og láta ţig hafa síđustu fallhlífina."

Litla stúlkan sagđi, "Ţetta er allt í lagi, Ómar. Ţađ eru 2 fallhlífar eftir, Vigdís stökk međ skólatöskuna mína."


mbl.is Klára ákveđin mál - svo kosningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glerhúsiđ Landsbankinn

Steinţór Pálsson bankastjóri Landsbankans ritar grein í Fréttablađiđ í dag. Ţar kvartar hann sáran undan nafnlausum skrifum, í ţví sama blađi, hvar miljarđaklúđur hans á kostnađ almennings, eigenda bankans, var gagnrýnt.

Ţađ er giska broslegt ađ skrif undir nafnleynd skuli pirra bankastjórann knáa, manninn sem felur sig á bakviđ bankaleynd ţegar honum best hentar!


Í alvöru...

„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem er stórmeistari íslensku fálkaorđunnar, hefur svipt Sigurđ Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupţings, rétti til ţess ađ bera fálkaorđuna, sem forsetinn sćmdi Sigurđ hinn 1. janúar 2007“.

Ekki verđur annađ skiliđ af fréttinni en ađ Sigurđur Einarsson hafi ađeins veriđ sviptur réttinum til ađ bera Fálkaorđuna, en haldi orđunni sjálfri, ţurfi m.ö.o. ekki ađ skila henni.

Er svipting í orđi nćgjanleg til ađ Siggi skarti ekki krossinum ţegar og ef honum hentar? Er mađurinn ekki í grjótinu einmitt vegna ţess ađ hann gerđi annađ en ćtlast var til?

Gott ef hann gengur ekki međ kross skömmina á bringunni í grjótinu, dagsdaglega.


mbl.is Sviptur rétti til ađ bera orđuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er ekki eđlilegt hvađ sumir eru heppnir

Ţađ er ekki nóg međ ađ litla prinsessan enska sé svo lánsöm ađ verđa á framfćri ţjóđarinnar til ćviloka, fyrir ţađ eitt ađ hafa komiđ úr pung pabba síns - heldur á hún líka sama afmćlisdag og David Beckham.

Vá! Ţetta verđur ekki toppađ.


mbl.is Á sama afmćlisdag og Beckham
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Illur bróđir er mörgum óvin verri

Kemur ţađ einhverjum á óvart ađ Davíđ Oddson segi í Reykjavíkurbréfi Moggans, ţađ var ekki ég, ..ekki ég, ...ekki ég og afneiti ţannig ađkomu sinni ađ gjaldţroti Seđlabankans og varpi ábyrgđinni á vin sinn og bandamann, sjálfum sér til bjargar? Nefndi ekki einhver skítlegt eđli?

Ţađ hlýtur ađ vera almenn krafa ađ Seđlabankinn geri hreint fyrir sínum dyrum og stýrimenn ţáverandi ríkisstjórnar, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, sömuleiđis. Fyrsta skrefiđ í ţeirri hreingerningu hlýtur ađ vera ađ hinni undarlegu leynd sem hvílt hefur á símtali Geirs ţáv. forsćtisráđherra og Davíđs Oddsonar ţáv. seđlabankastjóra, verđi aflétt nú ţegar.

Er Seđlabankinn ekki sjálfstćđ stofnun? Eđa er ţađ ţannig ađ Seđlabankastjóri framkvćmi athugasemdalaust fyrirmćli forsćtisráđherra, sem berast honum símleiđis, ađ tćma sjóđi bankans međ jafn vafasömum hćtti og ţarna var gert? Er Davíđ ađ segja ţađ og fyrir hvađ ţáđi hann ţá sín ríflegu laun öll ţessi ár sem hann var á spena bankans?


mbl.is Geir veitti Kaupţingi lániđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Simon Cowell, Höttukolla og nýríki Nonni

Hver ekkifréttin rekur ađra á mbl.is ţessa dagana. Fréttir sem hafa minna en ekkert fréttagildi og engan sýnilegan tilgang annan en ađ ţjóna uppbelgdum ţjóđernishroka.

Hverjum hefđi dottiđ ţađ í hug ađ jólaleikrit í sunnudagaskóla í einskis-manns sveitakirkju einhverstađar í miđjum einskis-manns afkima í Louisiana ratađi í fréttir á Íslandi.  

Jú einmitt - ţegar  auka-aukaleikarar í uppfćrslunni reynast vera „íslenskir“. Fjórar kindur af íslensku eđalkinda kyni ráđgera ađ stíga á sviđ um jólin og hefja međ ţví glćstan leiklistarferil. Ţćr munu eflaust leggja Höllívúúd ađ klaufum sér eins og ađrir vaskir leikarar héđan ađ heiman hafa gert.

Karlrembu montvindhaninn Simon Cowell  mismćlti sig eitthvađ um uppruna á íslensku lagi og hvađ gerist? Jú einmitt- allt fer á hliđina á Mogganum og gott ef prentun blađsins var ekki stöđvuđ í miđju kafi til ađ skipta um forsíđu.

Svo er ţađ ţessi frétt um einhvern „nýríka Nonna“ sem bókstaflega elskar íslenska grjótiđ á húsgólfi sínu í Las Vegas. Svo mikiđ elskar Nonni íslenska gólfiđ sitt ađ hann hefur sett ţađ á sölu og er tilbúinn ađ taka matador peninga sem greiđslu, losni hann bara viđ fjandans gólfiđ.

 


 


mbl.is Velur bitcoin og íslensk gólfefni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Femínfasisminn nćr nýjum hćđum

Femínistafasistum eru greinilega engin takmörk sett í ţeirri ćtlan ađ ţvinga fram, međ góđu eđa illu, ţeirri ćtlan sinni ađ bćđi kynin verđi á endanum eins.

standandi bannFemínfasistar í Svíţjóđ og víđar í Evrópu telja ađ nauđsynlegur  áfangi á ţeirri vegferđ sé ađ banna karlmönnum ađ pissa standandi.

Banni viđ standandi pissi ţýđir auđvitađ ađ pissuskálar hverfa og klósetin ein verđa í bođi. Hvernig sem bođum og bönnum verđur hrúgađ yfir samfélagiđ verđa alltaf til sóđar, bćđi menn og konur. Sóđar sem hafa ekki lćrt ađ lyfta setunni áđur en ţeir míga munu ekki frekar geta lćrt ađ pissa sitjandi og munu ţví halda áfram ađ míga út seturnar hvađ sem öllum femínfasisma líđur.

Útmigin seta ţýđir bara eitt, ađ enginn sest á klósetiđ ţann daginn, eđa snertir á henni  til ađ lyfta henni, allra síst öfgafullar femínistapjattrófur. Ţeir munu ţví jafnt og ađrir pissa standandi og á setuna ţann daginn. Ţessi fasismi mun ţví ekki draga úr sóđaskap, heldur ţvert á móti auka hann til muna.

Ţá verđa  eftirlitsmyndavélar á salernum vćntanlega nćsta innlegg femínista til ađ ná fullri stjórn á ţvaglátum manna.

 


mbl.is Banna körlum ađ pissa standandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stutt er á milli pungs og boru

Tveir ţjóđkunnir íslendingar sköpuđu sér  í vikunni alveg nýja ímynd međ ummćlum sínum um menn og málefni.

 

fólk vikunnar

 


Náttfatapartý

organic-cotton-red-elephant-pyjamas_previewEkki veit ég hvort ţađ er mafíutengt en ţađ er hreint ekki óalgengt hér í Grindavík ađ sjá fólk í náttbuxum á opinberum vettvangi.

 

Ţađ virkar örlítiđ stuđandi,  ađ sjá konur úti í búđ málađar og vel tilhafđar ofan mittis, en í náttbuxum og bangsainniskóm neđan ţess. Rétt eins og neđriparturinn sé enn sofandi heima.

 

Eđa ađ sjá togarajaxl mćta, í slabbi um hávetur, í karlagrobbspjall á Olís árla morguns, íklćddan svörtum leđurjakka og rauđum náttbuxum međ litlum svörtum fílamyndum og međ inniskó á fótum.

 

En kannski er Ísland svona í dag.

 

 

 


mbl.is Handtekinn á náttfötunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Glópalán í óláni

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband