Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Samið um Status Quo - í besta falli!

Þorsteinn Víglundsson er eðlilega kampakátur, nýgerðir samningar gulltryggja að umsamin 300 þúsund kr lágmarkslaun 2018 verða, þegar þar að kemur, síst hærri laun en lámarkslaunin eru í dag.

Samningarnir eru fullkomin sigur SA og að sama skapi alger niðurlæging launþega.

Það var því ekki nema von að hláturinn syði undir niðri í Þorsteini í viðtölum dagsins og uppgerðar sorgarskeifugrettan sem hann hefur falggað fram að þessu var gersamlega horfin.

Skömm þeirra verkalýðsfélaga sem þetta hórumang stunduðu og fyrst riðu á þetta feigðarvað, verður lengi uppi.


mbl.is Fyrirtæki leggist á eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vasaklúta viðtöl

Ég held að forstjórar Bónus og Skeljungs ættu, í stað þess að gráta úr sér augun í fjölmiðlum, að beita sér fyrir því innan SA að samtökin gyrði sig í brók og gangi að sanngjörnum kröfum launþega og afstýri þannig því tjóni af verkfallaðgerðum sem þeir óttast svo mjög.

Svona eymdarvæl, ásakanir og hálfgerðar hótanir sumra atvinnurekenda í garð launþega í fjölmiðlum skila engu, nema áframhaldandi verkföllum.

Sé það óskin, verði þá þeirra vilji.


mbl.is Loka þyrfti öllum verslunum Bónuss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við munum víst vinna Eurovision - enn einn ganginn.

Jæja þá er sigurinn í Júróvisjón aðeins formsatriði – enn einn ganginn.

Æ-iii hlífið okkur við sigurgrobbi í þetta sinn. Þó framlag Íslands sé flutt af mikilli fagmennsku þá á lagið enga innistöðu fyrir sigri.

Ég efast raunar stórlega um að það nái inn í aðalkeppnina á laugardaginn. Því miður.


mbl.is Ísland gæti haldið Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Stéttarfélags Vesturlands gagnrýnir samninga sem skiluðu fullu húsi.

Fráleit er sú fullyrðing formanns Stéttarfélags Vesturlands að samningar nokkurra verkalýðsfélaga við einstaka atvinnurekendur hafi veikt samningsstöðu verklýðshreyfingarinnar. Erfitt er að ímynda sér að „órofin samstaða“ skili „fullu húsi“, þegar upp verður staðið, eins og hinir gagnrýndu samningar gerðu. Nema þá helst fyrir tilverknað þeirra samninga.

Ef eitthvað veiktist, var það samstaða og styrkur atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins standa frammi fyrir því að í gerðum samningum var gengið að kröfum verkalýðsfélagana.

Undarleg er sú aðferðarfræði formannsins að gagnrýna "skort" á  samstöðu, með því að kljúfa sig svo frá samstöðunni.

Þetta minnir á tilraunir til að sameina margklofna vinstri flokkanna á árum áður, þar sem unnið var aðallega eftir þeirri hugmyndafræði að sameining tækist aðeins með því að kljúfa enn frekar.


mbl.is „Kepptust við að semja út og suður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki eðlilegt hvað sumir eru heppnir

Það er ekki nóg með að litla prinsessan enska sé svo lánsöm að verða á framfæri þjóðarinnar til æviloka, fyrir það eitt að hafa komið úr pung pabba síns - heldur á hún líka sama afmælisdag og David Beckham.

Vá! Þetta verður ekki toppað.


mbl.is Á sama afmælisdag og Beckham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annarra manna fé

Kristján Loftsson vill gjarnan fá fé lífeyrissjóðanna inn í sín fyrirtæki en vill ekki að sjóðirnir skipti sér af sínum fjárfestingum. Hann vill með öðrum orðum fá annarra manna fé í sinn áhætturekstur, til ráðstöfunar að eigin geðþótta.

Er líklegt að Kristján Loftsson fjárfesti fúlgur fjár í fyrirtækjum og láti svo öðrum alfarið, án eftirfylgni, um meðferð fjárins og ávöxtun? Held ekki.

Er eðlismunur á fjárfestingum lífeyrissjóða og fjárfestingum Kristjáns Loftssonar? Af hverju ættu lífeyrissjóðir að vera síður áhugasamir um framgang sinna fjárfestinga en Kristján Loftsson?

Kristján nýtir sér að sjálfsögðu afl síns eignarhlutar í fyrirtækjum til að hafa áhrif á stjórnun þeirra og ekkert óeðlilegt við það. Það væri óeðlilegt ef lífeyrissjóðirnir gerðu það ekki það sama.

Hún er alltof ríkjandi í þjóðfélaginu sú undarlega hugsun að vanti einhverstaðar áhættufjármagn þá eigi lífeyrissjóðir landsmanna skilyrðislaust að stökkva til og fjármagna hugmyndir misvitra ævintýramanna.

Það undarlega er að lífeyriseigendur sjálfir taka iðulega undir þetta sjónarmið og gleyma því algerlega að lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað en sparifé þeirra sjálfra. Sparifé, sem verður ekki nýtt á ævikvöldinu hafi því verið sóað af Kristjáni Loftssyni eða öðrum fjárfestatröllum.

Hugmynd Kristjáns er að sjálfsögðu sett fram á degi verkalýðsins - til hamingju með daginn!


mbl.is Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband