Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Hrćrivélarbátur kom til hafnar

Hún er orđin svolítiđ ţreytandi ţessi  síendurtekna „beitningarvélarbáta“ tugga á mbl,is. Hvađa fyrirbrigđi eru ţessir svokölluđu beitningarvélabátar? Jú ţađ munu víst vera bátar sem veiđa á línu og hafa vél um borđ sem beitir línuna.

Bátar sem veiđa á línu, hafa svo lengi sem ég man veriđ kallađir línubátar og ekkert kallar á breytingu á ţeirri nafngift ţó beitning línunnar hafi veriđ vélvćdd og fćrđ um borđ.

Beitningarvélin, sem slík, er ađeins hluti af búnađi bátsins rétt eins og hrćrivélin í eldhúsinu. Engum dettur ţó í hug, ţrátt fyrir tilvist hrćrivélarinnar  ađ fara ađ kalla viđkomandi bát hrćrivélabát nema ţá ef vera kynni blađabörnunum á mbl.is, sem virđast gersneyddir allri máltilfinningu.

 


mbl.is Kom til hafnar vegna bilunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Ţú skalt ekki ađra guđi hafa"

 

Ţá hefur hjáguđum Páfagarđs veriđ fjölgađ um tvo. Hjáguđum sem almenningur getur snúiđ sér til sé ađalgaurinn ekki til viđtals.  Afar hentugt, ţó ekki sé ţađ alveg eftir bókinni blökku!

 


mbl.is Tveir páfar teknir í dýrlingatölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Broslegur er biskupsins bođskapur

Broslegur og mótsagnakenndur er bođskapur biskupsins fyrrverandi ađ dvínandi áhrif kirkjunnar međal almennings sé til ţess fallin ađ ala á fordómum og fáfrćđi.

Ţetta er broslegt í ljósi ţess ađ kirkjan hefur í gegnum aldirnar beinlínis byggt tilvist sína á fordómum, fátćkt og fáfrćđi almennings. Kirkjan og kirkjunnar menn hafa löngum nýtt sér út í hörgul fáfrćđi og neyđ almennings til ađ kúga ţann sama lýđ ađ sínum vilja.

Kirkjunnar ţjónar nýttu sér oft á tíđum ađstöđuna sína til ađ skara eld ađ eigin köku og öldu auk ţess grimmt á fordómum og bábiljum í garđ alls sem ekki ţjónađi ţeirra hagsmunum og „órannsakanlegum vegum Guđs“.

Er kirkjan, ađ mati biskupsins,  međ einkarétt á ţví sem almennt er kallađ siđferđi?


 


mbl.is Guđleysiđ líka ofstćkisfullt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kunnuglegur söngur

Samtök Atvinnulífsins hafa hafiđ upp kunnuglegan söng. Sönginn um eftirlitskerfiđ burt, sem kyrjađur var hér á landi á árunum fyrir hrun. SA vilja auđvitađ ekkert eftirlit međ starfsemi sinna međlima. Ţeir ţrá starfsumhverfi eins og ţađ „gerist best“ í sumum ríkjum Asíu, ţar sem litlar eđa engar skyldur eru lagđar á ţeirra stétt og réttleysi „ţrćla ţeirra“ lögbundiđ.

Sungiđ var hástöfum af AS á árunum fyrir hrun ađ bankarnir íslensku ţyrftu t.a.m. ekkert eftirlit, ţeir myndu líta eftir sér sjálfir. Ţađ var sameiginlegur skilningur SA og ţáverandi stjórnvalda, sem drógu stórlega úr eftirlitinu. Ekki ţarf ađ fjalla frekar um ţađ skipbrot ţó höfundar ţess og ađrir hagsmunaađilar leggi núna allt kapp á ađ sópa ţví sem fyrst í gleymskunnar djúp. Nokkuđ virđist ţeim hafa orđiđ ágengt, úr ţví ţeir hefja sönginn á ný.

Annađ ađaláhyggjuefni SA er líka í brennidepli ţeirra ţessa stundina, lćgstu launin. Ţau hafa auđvitađ hćkkađ alltof mikiđ á Íslandi og valdiđ verđbólgu, ađ ţeirra sögn. En eins og allir vita valda auđvitađ ekki allar launahćkkanir verđbólgu, bara sumar.  T.a.m. valda hundruđ ţúsunda- eđa milljónahćkkanir, ásamt feitum kaupaukunum og risa bónusunum, til útvalinna hópa engri verđbólgu.  

Eini verđbólguvaldurinn, ađ mati SA, eru hinir örfáu aurar sem ţeir hafa nauđugir samiđ um ađ greiđa ofaná ţegar alltof há laun láglaunastéttanna. Bölvađur verkalýđurinn ógnar alltaf stöđuleikanum og ćtti ađ skammast sín fyrir bölvađa grćđgina og ábyrgđarleysiđ.


mbl.is Mćtti sameina eftirlitsstofnanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.