Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Enn toppar Davíð sig í lýðskruminu

Davíð Oddson segist ætla að afsala sér launum forseta en lifa af lífeyri, sem hann hefur af rausn, skammtað sér sjálfur.

Ég fæ ekki betur séð en 9. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sé alveg afdráttarlaus hvað laun forsetans varðar, hún hljóðar svo:

"Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."

dabbi_gu_fa_ir_1281951.jpgÞarna er það svart á hvítu að forsetinn megi ekki þiggja önnur laun en forsetalaunin og að ekki megi lækka laun forsetans á yfirstandandi kjörtímabili hans. Launabreytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta kjörtímabili.

Davíð getur því ekki, samkvæmt stjórnarskránni algóðu, afsalað sér forsetalaununum og þegið önnur laun í staðin. Hann getur opinberlega sagst afsala sér öðrum launum svona upp á lúkkið, en það gerist hvort sem er sjálfkrafa við embættistöku hans, án hans aðkomu eða vilja.

„Loforð“ Davíðs er því í besta falli vanþekking á stjórnarskránni sem hann lofsamar svo mjög eða lýðskrum á hæsta stigi, nema hvoru tveggja sé.

En það virkar, fylgjendur hans falla fram að fótum hans og lofa visku og fórnfýsi skapara síns.

Davíð er að lofa því að byrja forsetaferil sinn á því að brjóta fullkomnustu stjórnarskrá veraldar, danska bastarðinn frá 1874.

Loforð sem hann veit að verður ekki í hans valdi að efna.


Krían komin

kria.jpgJæja, þá er blessuð krían komin með þá gleði (og ergelsi) sem henni fylgir.


Veðjað á rangan á "asna"

Nú munu margir sjálfstæðismenn eiga erfitt.

Þeir sem þegar hafa stokkið til og skrifað uppá og mælt með framboði Ólafs Ragnars og geta því ekki mælt með framboði foringja síns og almættis.

Það er ekki öfundsvert hlutskipti. Menn hafa séð fram á vítisvist fyrir minna.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona viljum við hafa það

Eftir því sem forysta Sjálfstæðisflokksins og bakland hennar tengist fleiri og fleiri aflandsspillingarmálum, þá virðist fylgi Sjálfstæðisflokksins aukast!

Öll þessi mál hafa víst verið útskýrð svo vel af hálfu hlutaðeigandi að frekari umræðu eða efasemda virðist ekki þörf!

Er þetta ekki magnað!

Siðbótarkrafan hefur opinberlega runnið sitt skeið á enda.

Nýtt uppgangstímabil sérhagsmuna er hafið.

Við bara vitum það ekki enn, en fáum tækifæri til að staðfesta það í næstu kosningum.

Nú er krafan skýr. Meiri spilling, meira sukk, meira smjör og meiri feiti á spillingarhjólin.

Forsetinn, blessaður-anginn, sem gat hætt á toppnum vinsæll og virtur, mun á endanum hrökklast frá, hæddur og smáður eftir að renna illa til í eigin feiti.

Þetta er Ísland í dag.


mbl.is Foreldrar Bjarna áttu aflandsfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningagreinin um Davíð

Hannes Hólmsteinn skrifar 4 síðna minningagrein um Davíð vin sinn Oddson í Morgunblaðið. Þetta hlýtur að vera minningagrein, því aðeins í slíkum skrifum tíðkast að gera guði úr engu.

david_og_hannes.jpgHannes eignar Dodda vini sínum verk annarra, hagræðir og umsnýr sannleikanum og færir atburði til í tíma og fer jafn létt með það og þegar hann fór ófrjálsri hendi um ritverk annarra, hér um árið.

Líkum má að því leiða að þessum skrifum um ævintýri Dodda sé ekki lokið og fleiri bindi eigi eftir að líta dagsins ljós.

Í næsta bindi um afrek Dodda er líklegt að sigrar hans í þorskastríðunum verið raktir, hvernig hann kom heimastjórninni á 1918 og stofnaði lýðveldið 1944.

Sennilega verður það ekki fyrr en í 11. bindi um afrek Dodda sem greint verður frá því þegar hann flutti fjallræðuna og gerði kraftaverkið með fiskana tvo og brauðin fimm.

Enn síðar í ritröðinni fáum við frásögnina af því þegar Doddi syndlausi smíðaði örkina fyrir flóðið mikla, þegar vonda vonda vinstra fólkið ætlaði að tortíma öllu góða góða fólkinu.

Hér er spurningin ekki á hvaða lyfjum höfundur Dodda ævintýranna sé, heldur á hvaða lyfjum hann ætti að vera.

 

Athugasemd: Vegna ábendingar er rétt að geta þess að við fengum heimastjórnina 1904 en urðum sjálfstætt ríki 1918, sem ég átti að sjálfsögðu við. En rétt skal vera rétt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband