Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Náttfatapartý

organic-cotton-red-elephant-pyjamas_previewEkki veit ég hvort það er mafíutengt en það er hreint ekki óalgengt hér í Grindavík að sjá fólk í náttbuxum á opinberum vettvangi.

 

Það virkar örlítið stuðandi,  að sjá konur úti í búð málaðar og vel tilhafðar ofan mittis, en í náttbuxum og bangsainniskóm neðan þess. Rétt eins og neðriparturinn sé enn sofandi heima.

 

Eða að sjá togarajaxl mæta, í slabbi um hávetur, í karlagrobbspjall á Olís árla morguns, íklæddan svörtum leðurjakka og rauðum náttbuxum með litlum svörtum fílamyndum og með inniskó á fótum.

 

En kannski er Ísland svona í dag.

 

 

 


mbl.is Handtekinn á náttfötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami súri öfga grauturinn

Bloggari einn, fjöllesinn kristilegur fordómapakki,  er gífurlega hneykslaður vegna  yfirlýsinga múslima klerks í garð samkynhneigðra og tekur upp, að ætla mætti við fyrstu sýn, hanskann fyrir samkynhneigða.  Það gerir hann í raun ekki, enda væri bloggarinn „góði“ með því að skjóta sig illilega í fótinn, því í skrifum hans um samkynhneigða hefur fram að þessu  lítið farið fyrir kristilegum skilningi og umburðarlyndi í þeirra garð, svo vægt sé til orða tekið.

 

Eins og viðkomandi bloggari sér málið eru skoðanir hans í garð samkynhneigðra „eðlileg afstaða  „heilbrigðs“  kristins manns“  en sömu skoðanir múslima klerks í garð kristinna homma, eru auðvitað  forkastanlegar sem slíkar og með öllu ólíðanlegir fordómar.

 

Mæli einhver gegn kristinni trú, grínist með hana eða tali óvarlega um almættið í athugasemdum á  bloggum þessa kristilega bloggara er viðkomandi með það sama úthýst af hans bloggum fyrir guðlast.

 

En kristilegi bloggarinn telur það eðlilegasta hlut í heimi að hann hæði og spotti aðra trúarsiði og birtir jafnvel tilvitnanir í aðra sem það gera, bæði í greinum og athugasemdum.

Það er víst ekki guðlast að hæða aðra guði en Krist!

 

Bloggarinn „góði“ undrast að umræddur múslimi boði trú sína utan megin safnaðar  múslima hér á landi og en lætur því ósvarað af hverju hann sjálfur kýs að tilheyra minnihluta söfnuði en ekki þjóðkirkjunni,  meginsöfnuði  kristinna manna hér á landi.

 

Kristilegi  bloggarinn og múslimaklerkurinn eru af sama meiði, sami súri fordómagrauturinn í sömu skálinni.

 


Það sem páfinn vill að aðrir gjöri...

 

yfirsindarinnHans heilagleiki páfinn er auðvitað búinn að steingleyma því að hann var sjálfur að fjárfesta í nýjum bíl undir heilagann afturendann. Þeim enda hæfir auðvitað ekkert annað en það dýrasta og besta.

 

Kom ekki yfirmaður páfa ríðandi á asna inn í borgina forðum?  Greinilega lítill metnaður þar á ferðinni.

 

 

 


mbl.is Páfi finnur til vegna bílakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað, vantar 8600 milljónir Kristján? Eruð þið dæmafáu vitleysingjarnir ekki nýbúnir að gefa LÍÚ ríflega þessa upphæð?

Er það ekki yndislegt að sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson skuli kalla eftir þjóðarsátt til að verja heilbrigðiskerfið og að þjóðin leggi til 8600 milljónir í því skyni.

 

Þessir peningar voru til, eða á leiðinni í pípurnar. En í stað þess að eyrarmerkja heilbrigðiskerfinu aurana ákvað Kristján og sökunautar hans í Sjálfstæðisflokknum að gefa þá LÍÚ.  Það var ekki kallað eftir þjóðarsátt um þá aðgerð.

 

Svo kemur þetta skoffín,  ber sér tárfellandi á brjóst og boðar þjóðinni að hún leggi til 8.600.000.000 til bjargar heilbrigðiskerfinu,  sem hann og flokkurinn hans eru staðráðnir í að fórna á altari einkavæðingarinnar.

Þegar þeim hefur tekist það ætlunarverk sitt getur Kristján gefið þjóðarátakið til allra bágstöddu auðmanna sem Bjarni Ben hafði hvað mestar áhyggjur af í kosningarbaráttunni.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirklór og aflúsun

Forsætisráðherra boðar skipan nefndar sem hafi það eina hlutverk að ritskoða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð í þeim tilgangi að „leiðrétta“ meintar „villur“ í skýrslunni til að aflúsa Framsóknarflokkinn af því klúðri öllu.

 

ritskoðun framsóknarGræni liturinn á flokkskírteinum „grandvarra“  nefndarmanna verður örugglega hrein tilviljun. Nefndin verður að sjálfsögðu  vel búin að heiman með vönduðum pappírstæturum og digrum yfirstrikunarpennum.

 

Eftir hreingerninguna verður skýrslan að vonum stutt og viðráðanleg lesning fyrir alla meðal Sigmunda.

 

Ekki þarf að efa að svo góður rómur verði gerður að störfum nefndarinnar að henni verði í framtíðinni falin fleiri „hreingerningar verkefni“  við endurritun á spillingarsögu Framsóknar. Það verður mikil og örugg framtíðarvinna.

 

 

 

 


Einstæður lottóútdráttur

Þeir eru glöggir á mbl.is og glúrnir að koma aðalatriði hverar fréttar að í fyrirsögnum. Hver hefði t.d. getað ímyndað sér að fjölskyldufaðir gæti unnið í lottóinu og það til helminga á móti 25 ára einstaklingi?

 

 Því telst sannað að; „það sem aldrei hefur gerst áður, getur alltaf komið fyrir aftur!“

 

 

 


mbl.is Fjölskyldufaðir vann 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað skrifaði Ólafur undir

Auðvitað staðfesti forsetinn lögin hann gat ekki annað. Því það eina sem skiptir Ólaf Ragnar máli er hvað kemur Ólafi Ragnari best, ekki þjóðarhagur eða þjóðarvilji, fari það ekki saman.

 

Ólafur Ragnar vissi að synjaði hann lögunum staðfestingar myndi enginn framar mæra vit hans og visku.  Hann hefði þá brennt allar brýr að baki sér og stæði uppi smáður og hataður....af öllum!

 

Og þannig mun óhjákvæmilega fara að lokum.

 

 

 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband