Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Er þá ekki rétt...

...að starta söfnun fyrir rýjuna?

 

Það er ekki hægt að horfa upp á það að tuskan eigi ekki fyrir salti í grautinn, eigi hún þá á annað borð fyrir  grjónum í grautinn.

 
mbl.is Rihanna er skítblönk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enginn munur á hermöngurum Íhaldsins og yfirlýstum hernaðarandstæðingum, þegar allt kemur til alls?

Það kom ekki á óvart á sínum tíma þegar hernaðar- og hermögnunarsinnar Íhaldsins og Framsóknar tóku sig til og reyndu að gera sig gilda í hermangi Kanans með því að stofna til hernaðarútgjalda undir ýmsum fallegum fræðiheitum.

 En að „norræna velferðarstjórnin“  skuli halda áfram þessum hráskinnaleik Íhaldsins kinnroðalaust og ætla að verja 430 miljónum á næsta ári í þetta andskotans bull og fjármagna það í þokkabót með velferðarniðurskurði hér heima, er þyngra en tárum taki.

Hafið helvítis skömm fyrir, segi það og meina.


mbl.is Aukinn kostnaður vegna friðargæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grautlinur Sjálfstæðisflokkur

Endurómun Sjálfstæðisflokksins á afstöðu Ísraels til sjálfstæðs ríkis Palestínu kemur ekki á óvart.

Sjálfstæðisflokkurinn  hefur þá afstöðu til sjálfstæðis-mála Palestínu að íbúum hennar beri að vera leiguþý og þrælar herraríkisins Ísraels svo lengi og Ísrael þóknast.

  


mbl.is Gagnrýna tillögu um Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt er svo með öllu illt...

Sú staðreynd að Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ og fyrrverandi skipsfélaga mínum á Örvari HU 21, skuli lítast bölvanlega á drögin um stjórn fiskveiða segir mér að eitthvað vitrænt kunni í þeim að leynast.


mbl.is LÍÚ líst mjög illa á drögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinum kastað úr glerkirkju

Það er broslegt að sjá biskupinn, æðsta yfirmann aðal forræðishyggju- apparats landsins, saka  aðra um forræðishyggju.

Ekkert í henni veröld ástundar jafnmikla forræðishyggju og af jafn mikilli ástríðu og trúarbrögð. Samasemmerkið er hvergi réttara en á milli trúarbragða og forræðishyggju.

Forræðishyggjubiskupinn tekur heldur betur skakkan pól í hæðina þegar hann sakar Reykjavíkurborg um forræðishyggju, þegar borgin er aðeins að skera á þá trúarbragðaforræðishyggju sem kirkjan hefur fram að þessu stundað, átölulaust, í skólum landsins.


mbl.is Ganga langt í forræðishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn flugmaðurinn....

....og aðrir í áhöfn þyrlunnar eru þeir hr. einskisvirtir úr því ekki þykir ástæða til nefna þá til sögunnar eins og hans háborinnheit?

Er hertoganefnan eina hetja sögunar úr því mamman er royal?

Skítleg fréttamennska er það, þegar fréttamenn meta verk manna eftir ætt þeirra og uppruna.  

 


mbl.is Vilhjálmur prins tók þátt í björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Lágt lagst“

Mér fannst Lay Low virkilega spennandi söng- og tónlistarkona þegar hún kom fram fyrst. Hún hafði fallega, seyðandi og góða rödd, tónlistin og textarnir grípandi. En síðan hefur fjarað hratt undan henni á minni fjöru.

Ástæðan er einföld. Hún er í raun alltaf að syngja og flytja sama lagið. Enginn þolir að hlusta á sama lagið aftur og aftur.

Ég bíð spenntur eftir nýju lagi, er von á því?

   


mbl.is Tvennir tónleikar og leiksýning í Sláturhúsinu á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og við var að búast

Ekki trúi ég því að nokkur heilvitamaður hafi reiknað með því í alvöru, að ákvörðun Ögmundar yrði einhver önnur!

Ögmundur vill engar erlendar fjárfestingar á Íslandi, hvaða nafni sem þær nefnast. Punktur og basta.

Nefndi einhver Bjart í Sumarhúsum?


mbl.is Andvíg ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að vopna lögregluna?

Svo má skilja á þessari frétt að verið sé að vopna lögregluna hægt og rólega svo lítið beri á. Hvaðan kemur heimildin til þess, er þetta lögum samkvæmt?  Hver tók þessa ákvörðun, lögreglustjóri, ráðherra?

Er þetta það sem við viljum sjá hér á landi? Lögreglumenn hafandi hönd á byssum í samskiptum við almenning tilbúnir að skjóta bregðist menn ekki „kórrétt“ við fyrirmælum þeirra?

Þetta er slæm þróun, hana verður að kæfa í fæðingu.


mbl.is Byssur í lögreglubílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistökin eru til að læra af þeim

Þetta Marsfar er örugglega betur hugsað og hannað en nokkrir forverar þess, sem  fyrirfórust fyrir alger aulamistök, sem ætla mætti að fyrirfyndust ekki í milljarða verkefnum sem þessum.

T.d. eyðilagðist eitt Marsfarið á lokametrunum vegna þess að hluti tölvukerfis geimfarsins, en það var smíðað af mörgum aðilum, vann út frá metrakerfinu, en aðrir hlutar tölvukerfisins út frá tommumálinu. Þegar þessi kerfi áttu svo að vinna saman í lendingunni, fór auðvitað allt í steik og farið brotlenti!!

Þetta eru sennilega dýrustu aulamistökin í allri geimferðasögunni. Þau verða örugglega aldrei gerð aftur.


mbl.is Tæknilegasta könnunarfar NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.