Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hversu seint má afturkalla mistök?

Þessi Þorláksbúð í Skálholti er eins og nátttröll á jólum, rétt eins og aðal hvatamaðurinn að framkvæmdinni.

Það á auðvitað aldrei að afsaka rangar ákvarðanir, eins og menningarmálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir gerir, með því að segja að vitleysan sé ekki óafturkræf.

Ráðherrann ætti frekar að velta því fyrir sér hvort mögulegt sé að afturkalla sjálfan forvígismanninn að þessari vitleysu.

Nokkuð, sem frómir telja að hefði átt að gera strax í upphafi.


mbl.is Þorláksbúð ekki óafturkræf framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða tímamót á konukjáninn við?

Hvað á Ólöf Nordal við þegar  hún segir að kjör hennar og Bjarna til forystu í Sjálfstæðisflokknum marki tímamót í baráttunni við vinstri öflin og ríkisstjórnina?

Voru þau ekki í nákvæmlega þeirri sömu forystu fyrir landsfundinn án þess að það teldist eitthvað tímamarkandi eða eftirtektarvert?

Var það kannski ákveðið í hliðarherbergjum á landsfundinum að til leiks myndu mæta alveg nýr Bjarni, öflugur og ákveðin og glæný Ólöf magnþrungin og mergjuð í stað liðleskjanna og sleikipinnana sem þau áður voru?

Þarf ekki meira til að skapa trausta forystu en hó, hó og hallelúja í hliðarherbergjum landsfundar?


mbl.is Ólöf kjörin varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er þakklátur og klökkur

Bjarni Ben er, rétt eins og ég, þakklátur og klökkur að loknu formannskjörinu.

Það er full ástæða til að þakka landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir formannskjörið. Landsfundurinn hafnaði möguleikanum sem hann hafði til að opna gluggann og hleypa ferskleikanum inn. Fundurinn valdi þess í stað að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram slappur og skuggalegur flokkur.

Þetta var því gagnlegur landsfundur eftir allt saman. Fátt gefur betri nætursvefn en slappur og atkvæðalítill Sjálfstæðisflokkur.

Ég viðraði þá skoðun mína fyrir formannskjörið að flokkurinn ætti langt í land að geta stigið það spor að velja sér konu sem formann, 30 ár sagði ég á einu blogginu, gott ef það gengur ekki eftir. Líklegt má telja að fyrsta konan sem verður formaður Sjálfstæðisflokksins fermist í vor.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Kosningu formanns Sjálfstæðisflokksins er ný lokið á landsfundinum og stendur talning yfir.

Samkvæmt skoðanakönnun á þessari síðu nýtur Berluconi afgerandi fylgis sem næsti leiðtogi íslenska Íhaldsins. Við óskum honum til hamingju.

  


mbl.is Formannskjör á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslaus vindhani

Filippus drottningarmaður Englands hefur lagst í herferð gegn „vindmyllum“ að kunnri forskrift. Að hans áliti eru vindrafstöðvar „algerlega gagnslausar og byggðar á styrkjum og væru algerlega til skammar."

Þetta er nokkuð skondið hjá drottningarmanninum því þessi lýsing hans passar við fátt betur en bresku konungsfjölskylduna, sem er algerlega gagnslaus, til skammar og lifir eins og sníkjudýr á bresku þjóðinni.


mbl.is Gagnslausar vindmyllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lending á fugli

Það er æði misjafnt hvað flugvélar þurfa langa flugbraut til lendinga og flugtaks. En að ná að lenda flugvél á fugli verður að teljast til meiriháttar afreka, hvað þá á svona stórri flugvél.


mbl.is SAS-vél lenti á fugli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Gættu að því hvað þú segir maður“

Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað notkun ákveðinna orða, í SMS skeytum, sem þykja samfélagslega hættuleg. Þetta munu aðallega vera orð sem tengjast kynlífi og þeim tapú málaflokki. Síur verða settar í símkerfið sem stöðvar textaskeytin á ferð þeirra í gegnum kerfið, innihaldi þau eitthvert bannorðanna.

Nú er ég ekki kunnugur þessum málum en ætli notkun þessara sömu orða sé bönnuð í töluðu máli í Pakistan, tveggja manna tali? Verða svona málfarssíur settar á fólk, sem lokar á því munninum, verði þessi orð nefnd.

Svipuð sía hefur verið virk hér á Moggablogginu, sem lokað hefur á alla sem farið hafa „yfir strikið“ í umfjöllun sinni um menn og málefni og þá trúmál sérstaklega. 

  


mbl.is Banna notkun 1.500 orða í SMS-um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánlaust lúðalið

Það er stórfrétt að fimmtán séu í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í ellefu sæti!

Til að dramasera fréttleysuna telur mbl.is alla hugrökku frambjóðendurna upp og einhverjir fjórir verða að láta í minni pokann og fórna sér þannig fyrir heildina og sjálfstæðisstefnuna,  þvílík frétt, þvílíkt bull!

Mikið afskaplega hlýtur þessi landsfundur að vera bragðdaufur og innihaldslaus samkunta, umfram aðra slíka fundi, að þetta skuli vera ein aðal fréttin þaðan.

Svo á að telja fólki trú um að í þessu lánlausa lúðaliði liggi framtíð landsins, ósveittan!

  


mbl.is Fimmtán bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver....

....verður, á sunnudaginn, kjörinn formaður Íhaldsins til næstu tveggja ára?

Segið skoðun ykkar, takið þátt í könnuninni hér til vinstri.

  

 


Dögun nýrrar hugsunar, hið nýja Ísland

Fjármálanefnd Sjálfstæðisflokksins leggur fyrir landsfundinn tillögu að „siðareglum“ fyrir frambjóðendur flokksins. Þar segir m.a.:

 
„Frambjóðendur skulu skrifa undir drengskaparheit þess efnis að fyrri og núverandi fjárhagsleg umsvif sín muni ekki gera þá á nokkurn hátt vanhæfa í stöfum sínum sem sveitarstjórnarmenn eða alþingismenn né valda flokknum eða frambjóðandanum sjálfum skaða.“

Kjarninn í tillögunum er að hagsmunir Sjálfstæðisflokksins og frambjóðenda hans hafi sem fyrr algeran forgang, hagsmunir ríkisins, sveitarfélagana og almennings komi þar á eftir að því tilskyldu auðvitað að þeir rúmist innan heildarpakkans.

Greinilega glænýr og ferskur hugsunarháttur.  Það er því ekki skrítið að 40% kjósenda segist ætla að kjósa flokkinn, ef marka má skoðanakannanir.

Gísli, Eiríkur, Helgi hvað?


mbl.is Þak sett á kostnað frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband