Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Sjálfgefið mótlæti og annað ergelsi.

Jæja nú er komið að því, að skrifa sitt fyrsta blogg.  Ekki hljómar þetta nú vel að byrja á blótsyrði, eða þannig. Orðið Jæja sem er eignarfallsmyndin af gælunafninu Jæji, sem í mínu fyrra byggðarlagi, Skagaströnd, var ýmist ímynd þess vonda eða hins gagnstæða, eftir því hvoru megin hins pólitíska veggjar menn lágu. Við Jæji frændi áttum okkar samstarf í pólitíkinni, við lágum skamma hríð sömu megin veggjar, en upp úr því slitnaði. Það endaði með fullum fjandskap. Eftir það lá ég hinumegin veggjar. Þar leið mér til muna betur en lengi vel átti ég í mestu erfiðleikum að umbera hvað þá að  fyrirgefa allt skítkastið, illa umtalið, róginn og annað í þeim dúr, sem var fylgifiskur samstafsslitanna og þess að hafa angrað Sjálfstæðisflokkinn. En nú hefur tíminn náð að gera þetta nægjanlega þokukennt til þess að fyrirgefningin komist fram á völlin. Og hér kemur yfirlýsingin: "Ég fyrirgef þér frændi". Nokkuð sem ég hefði svarið fyrir 19 árum að aldrei myndi yfir mínar varir, eða frá minni hönd, koma.

Ég var hættur að hugsa um þetta en svo rifjaðist þetta upp þegar Framsókn sleit meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkin í Borginni nú um daginn eins og alþjóð veit. Þá um leið skaust upp á yfirborðið flórmokstursmaskína Sjálfstæðisflokksins og hófst þegar handa að ata Björn Inga öllum þeim aur og skít sem þeir gátu frá sér komið.  Markmiðið var nú eins og þá -mannorðsmorð- með öllum þeim ráðum sem tiltæk væru. Þá voru allir sekir, aðrir en þeir sjálfir. Einu gilti þótt borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins teldi hann Villa okkar svo sekan í málinu að hann var skilin eftir þegar flokkurinn fór á fund G.Harða, þá var hann samt, að fundi loknum talinn svo heilagur og vammlaus að traust við hann var hafinn yfir allan vafa?!!!!!!! Hafi borgarstjóri misstigið sig í málinu eins og flest bendir til, þá átti borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins aldrei að endurnýja traust sitt á honum Villa, þeir voru búnir að gjaldfella hann með fundinum með G.Harða.Þeir áttu auðvitað að segja : "Hér voru gerð mistök og við tökum á þeim og bætum fyrir þau og Villi fer." Nei ,Nei þannig gerast hlutirnir ekki í Valhöll. Þar er sagt: Allir gera mistök nema við.  En það hefur nú ekki átt fyrir þeim að liggja að gera eitthvað af viti í borgarpólitíkinni. Eftir að Davíð fór hefur allt verið skötulíki hjá þeim í borginni. Forustmenn hafa verið dregnir upp aðeins til að fella þá aftur. Einn slíkur endaði suður með sjó sem bæjarstjóri, og vinsælli sem enginn fyrr og þá langt út fyrir sína pólitísku raðir. Flórmokstursmaskínu Sjálfstæðisflokksins hefur því miður orðið býsna vel ágengt. En nú eru ýmis teikn á lofti að vatnaskil séu í þeim málum. Enda komin tími til að þessi flór verði stíflaður.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband