Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Geir ber ekki ábyrgđ, ţá er ţađ á hreinu.

Hvernig er hćgt ađ vera í ríkisstjórnum samfellt í 17 ár og skapa ţađ banka og fjármálaumhverfi  sem sett hefur landiđ á hausinn án ţess ađ bera neina ábyrgđ? Hvađ ţarf til?

Ađeins ţeir sem á sannast glćpsamlegt athćfi eru ábyrgđarhćfir ađ mati Geirs.  Mistök eđa vanrćksla ráđherra og ríkisstjórnar sem kosta miljarđa tugi svo ekki sé talađ um hundruđ milljarđa teljast ekki međ.

En ţjóđin, sem hvergi kom nćrri, hún fćr reikninginn,  hún má ţjást,  hún er ábyrg, hún er sek,  ţjóđin verđur ţví ađ segja af sér svo „óábyrg“ ríkisstjórnin fái vinnufriđ.

Ţingmenn og ráđherrar virđast ekki kjörnir til ađ ţjóna ţjóđinni, heldur eru ţeir kjörnir svo ţjóđin geti ţjónađ ţeim.  

Viđ kusum og viđ sitjum ţví uppi međ ríkisstjórn sem viđ, ađ ţví er best verđur séđ,  eigum skiliđ.

 
mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Víkurvagnar smíđa ţjóđarskútuna.

Skemmtileg hugmynd og gott framtak til ađ lyfta gráma hverstakleikans á hćrra plan. Fyrirtćkiđ nćr um leiđ ađ vekja athygli á starfsemi sinni á jákvćđan og uppbyggilegan hátt.

  
mbl.is Smíđa ţjóđarskútu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

50 ár í sveiflunni

Menn geta auđvitađ haft mismunandi skođanir á hljómsveit  Geirmundar  eins og gengur og gerist en vinsćldir hennar hafa alla tíđ veriđ slíkir ađ undrun sćtir. Ţađ er engin einföld skýring á ţessum vinsćldum, ţađ er bara  „ţetta eitthvađ“ sem hreyfir viđ hjörtum fólks og snertir strengi.

hljomsv_geirmundarŢeir eru ófáir dansleikirnir, frá 1972, sem undirritađur hefur sótt ţar sem Hljómsveit Geirmundar lék fyrir dansi. Hljómsveitin var trygging fyrir fullu húsi, hvort sem ţađ var í félagsheimilinu í Varmahlíđ, Húnaveri,  Fellsborg eđa Bifröst.

Enginn hljómsveit önnur hefur jafn breiđan ađdáendahóp, allir aldurshópar dá Geirmund, unglingar jafnt sem afar og ömmur.

Tónlistarferill Geirmundar spannar nú full 50 ár og honum er hreint ekki lokiđ. Skagfirska sveiflan lifir.


mbl.is Geirmundur međ ţjóđinni í 50 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jólabónusinn í ár

Ţessir rausnarlegu bónusar blikna hjá „jólabónusnum“ sem útrásarvíkingarnir hafa af gćsku sinni sent Íslensku ţjóđinni fyrir ađ hafa fengiđ ađ höndla međ fjöregg og eigur ţjóđarinnar, ađ pósturvild, undanfarin ár.

Sjálfstćđisflokkurinn sem lánađi fjöreggiđ á sínum tíma sér ađ sjálfsögđu um ađ útdeila „bónusunum“ til ţjóđarinnar af réttlćti og sanngirni.

Vart líđur sá dagur ađ ekki berist nýir „bónusar“  inn um bréfalúgurnar.

Formerkin á upphćđunum eru ađ vísu önnur í Íslenskum veruleika en í fréttinni, en hver ergir sig yfir slíkum smámunum í miđri sláturtíđinni.

Ţađ er ekki laust viđ ađ tár sjáist á hvörmum ţessa dagana.

.

 


mbl.is Ríflegir bónusar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vúdú bjargráđ

VoodooDollVćri ţađ ekki ráđ fyrir ţreytta,  vonsvikna og reiđa Íslendinga ađ útbúnar vćru Vúdú dúkkur af ţeim sem taldir eru bera höfuđsök á hremmingum landsins og láta ţćr finna fyrir ţví.

Mörgum liđi til muna betur ađ geta snúiđ prjóninum og rótađ honum á hverju kvöldi í sinum uppáhaldssökudólgi.

Ég er ekki frá ţví ađ einhverjir fyndu fyrir eymslum og vanlíđan vitandi af ţúsundum dúkka af sér alsettum prjónum.

.

 


mbl.is Bannađ ađ stinga Vúdú-Sarkozy
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimdallur afneitar Davíđ

heimdallur1Ţeirri skođun vex ört fiskur um hrygg innan Sjálfstćđisflokksins ađ Seđlabanastjórnin og ţá sér í lagi Davíđ Oddson sé til óţurftar og ţurfi ađ víkja.

Ekki nóg međ ţađ, Sjálfstćđismenn eru farnir ađ tjá sig um ţessa skođun opinberlega sem einhvertíma hefđu ţótt tíđindi ţegar heilagur Davíđ á í hlut. Nú hefur Heimdallur stigiđ á vagninn.

Geir segir Sjálfstćđisflokkinn lýđrćđisflokk og ţar ríkti málfrelsi. Öllum sé ţar frjálst ađ tjá sig. En hann ćtlar bara ekki ađ leggja viđ hlustir.  Davíđ skal sitja hvađ sem ţađ kostar.

Ef Geir fer ekki ađ hlusta á ţjóđina og sér í lagi sína eigin flokksmenn ţá má undarlegt teljast ef ekki kemur mótframbođ til formanns á flokksţinginu í endađan janúar. Fylgispekt Geirs viđ Davíđ kann ađ kosta ţá báđa sín embćtti.

„Ég veit“. Segir Davíđ.

Hvađ er ţađ sem Davíđ veit, sem hrćđir Geir?  


mbl.is Gagnrýni of harkaleg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Margnota umbúđir

 

Ţćr eru víđa matarholurnar. Útfararstjórunum hefur hreinlega blöskrađ sóunin og gripiđ til sinna ráđa.


mbl.is Líkkistusvik
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samvisku jó(n)jó(n).

48. gr. Stjórnarskrár lýđveldisins hljóđar svo:

„Alţingismenn eru eingöngu bundnir viđ sannfćringu sína og eigi viđ neinar reglur frá kjósendum sínum“.

Var ekki Kristinn ađ gera akkúrat ţetta ţegar hann greiddi atkvćđi? Ţađ virđist fara illa viđ „samvisku“ Jóns Magnússonar ađ menn láti samvisku sína ráđa, eins og stjórnarskráin mćlir til um.

Hefur ekki Jón gagnrýnt fyrrverandi flokksbrćđur sína harđlega fyrir ađ láta flokkshag ganga fyrir öđru? En segir núna ađ ţađ sé grafalvarlegt ef flokkur eins og Frjálslyndir gangi ekki í takt.

Samviska Jóns virđist nokkuđ á flökti.


mbl.is Afstađa Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ólýsanlegur viđbjóđur.

Ţetta er ólýsanlegur hryllingur og ţađ er erfitt ađ međtaka ađ ţetta hafi gerst í raun og veru en sé ekki handrit ađ lélegri hryllingsmynd.  

Ţađ eru svona mál sem fá mann til ađ leiđa hugann ađ ţví hvort dauđarefsing  sé ekki réttmćt í einstaka tilfellum. Margfaldur lífstíđardómur tryggir samt ađ hann mun aldrei aftur fá tćkifćri til ađ endurtaka ţennan viđbjóđ.

En ţađ setur ađ manni hroll ađ hugsa til ţess hvađa refsingu Íslenskir dómstólar hefđu líklega taliđ hćfa ţessum manni, í ljósi ţeirra dóma sem gengiđ hafa í nauđgunarmálum.

 
mbl.is Nauđgađi dćtrum sínum um árabil
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jafnrétti í ţingsölum?

Össur var harđlega gagnrýndur af Eygló Harđardóttur, nýjum ţingmanni Framsóknarflokksins fyrir ađ skapa vćntingar og reyna ađ tala upp ástandiđ og stappa stálinu í fólk. Össur átti létt međ ađ skjóta ţann málflutning í kaf.

Ţađ sem vakti hinsvegar mesta athygli mína var klćđnađur háttvirtrar ţingkonu. Greinilegt er ađ ekki ríkir jafnrétti í klćđaburđi kynjanna á ţingi. En kannski telst ţađ ekki skortur á jafnrétti ţegar hallar á karla. Jákvćđ mismunun er ţađ víst kallađ og ţykir fínt.

Körlum er gert ađ vera í jakkafötum og međ bindi reyrt upp í háls í ţingsölum. Ţađ yrđi uppistand ef einhver karlinn mćtti í sali ţingsins í flíspeysu og illa til hafđur  eins og ţessi háttvirta ţingkona Framsóknarflokksins.

 
mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband