Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Ástarsamband

Snati er alveg sérstaklega hændur að ömmu.

 

Fáum við Særýmisgæslu við Ísland?

Ég þykist skilja hvað þetta  stofnanaorðskrípi „loftrýmisgæsla“ eigi að merkja en ég skil ekki tilgang ráðuneytisins og fréttamanna að troða því stöðugt fram í stað þess ágæta  orðs lofthelgisgæsla, myndað af orðinu lofthelgi, sem segir og skýrir mun betur en loftrými, hvað um ræðir, samanber orðin landhelgi  og landhelgisgæsla.

Má kannski eiga von á því að stofnanamálsunnendur muni reyna að  útrýma orðinu landhelgi og innleiða í staðin orðið særými? Landhelgisgæslan verður þá væntanlega í framhaldinu Særýmisgæslan!

Svo má spyrja af hverju í ósköpunum er verið að eyða peningum í svona bull í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu,  nema auðvitað að þetta sé hluti af norrænu velferðarstefnunni til lausnar á vanda heimilana.


mbl.is Kanada sér um lofrýmisgæslu við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennt barn forðast eldinn, en ekki Kaninn

Þannig byrjar það, með „saklausum“ vopnasendingum, en áður en þessir vitringar geta snúið sér við, verða þeir sjálfir komnir í stríð við þessi sömu vopn. 

Bregst ekki.

  
mbl.is Útilokar ekki vopnasendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hægt að lifa á því að eignast börn?

Útvarp Saga birtir daglega spurningu dagsins, oftast eru þær tengdar fjandskap útvarpsstöðvarinnar í garð ríkisstjórnarinnar og þannig orðaðar að niðurstaðan er giska fyrirsjáanleg. En í dag er aðeins sveigt af þeirri stefnu þótt illgirnin haldi sér.

Spurning dagsins á Útvarpi Sögu er: Telur þú að íslenskar konur séu að eignast börn til þess að gerast bótaþegar?

Undarlega er spurt, ætla mætti að sá eða sú sem spyr svona eigi engin börn og haldi að barneignir skapi foreldrum tekjur umfram gjöld.


mbl.is 4907 börn fæddust árið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur var hesturinn, auðvitað

Það er vissulega gleðilegt að drengurinn skuli hafa fundist heill á húfi og ekki þarf að efast um gleði foreldrana.

En þungamiðjan í frétt mbl.is  er auðvitað sú staðreynd að það var Íslenskur hestur sem fann drenginn , hvar hann var í útreiðatúr undir eiganda sínum.  


mbl.is Danski drengurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðislegar kosningar, á þetta að vera brandari?

Það segir í þessari frétt að fyrstu lýðræðislegu sveitarstjórnarkosningarnar í Sádi-Arabíu hafi farið fram 2005. Það er í hæsta máta vafasamt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, jafnvel fyndið, að human%20rights%20lebanonkalla kosningar lýðræðislegar, þar sem konur hafa hvorki kjörgengi eða kosningarétt.

Bandaríkjamenn hafa ekki hikað að fara í stríð, útblásnir og þrútnir af lýðræðisást, til að setja af harðstjóra í þessum heimshluta til að koma á lýðræði og mann- réttindum, að eigin sögn.

En þegar kemur að mannréttindum og lýðræði í Sádi-Arabíu, eða öllu heldur algerum skorti á þessu tvennu, setja Bandaríkin kíkinn fyrir blinda augað, svo lengi sem það þjónar þeirra hagsmunum.  


mbl.is Konur fá ekki að bjóða sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegt fjárfelli

Hver ætli fallþungi dilkanna hafi verið ?

 

P.S. ég biðst afsökunar að spauga með alvörumál.  


mbl.is Fjárhúsgólf hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum launað Bretum og Hollendingum lambið gráa með því að samþykkja Icesave, því þeir munu aldrei sjá eina einustu krónu, samkvæmt áræðanlegum heimildum.

Það er gæfa okkar Jarðarbúa að eiga alltaf nóg af sjálfskipuðum „umboðsmönnum“ Guðs, sem beintengdir eru við almættið, okkur hinum fákænu til leiðbeiningar hvernig lífi okkar verður best hagað. Við Íslendingar eigum heimsmet í þessum málaflokki  eins og öðrum, miðað við höfðatölu auðvitað.

Á stokk hefur stigið Amerísk Guðsgjafaþula af þessu tagi, útvarpspredikarinn Harlold Camping, sá er ekki af verri endanum, hann á og rekur stórann söfnuð með áhangendum um allan heim.  Camping þessi , sem hefur gaman að leika sér með tölur og þá aðallega með $ merki fyrir framan, hefur reiknað út að heimsendir verði 21. maí n.k. kl. 14 að íslenskum tíma. 

Nú kunna einhverjir að tengja þetta við samþykkt Icesave samningsins, sem þá verður frágengið, en svo er ekki,  því þetta tengist krossfestingu Krists og engu öðru. Kristur var eins og allir vita krossfestur  allnokkru fyrir tíma Icesave eða nánar tiltekið 1. apríl 0033 kl. 14 að íslenskum tíma.

Dagsetningu heimsendis  fékk Camping út með því að margfalda saman heilögu tölurnar þrjár, 5, 10 og 17 og það tvisvar. Slíkt hefði auðvitað engum dottið í að gera nema með guðlegri forsjá. Þá fékk hann út  töluna 722.500,- og þann 21. maí n.k. – kl 14 – verða liðnir akkúrat 722.500 dagar frá krossfestingu Krists. Þegar þetta hefur verið opinberað liggur þetta ljóst fyrir og öllum auðskilið, einfaldara og eðlilegra verður það vart.

Við getum, í ljósi þessa staðreynda, launað Bretum og Hollendingum lambið gráa, samþykkt Icesave vitandi að þeir munu aldrei sjá krónu. Það verður gaman að sjá á þeim svipinn.

Það er þó einn fyrirvari sem vert er að hafa í huga í atkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k., sem er að Harold þessi Camping hefur áður spáð heimsendi, sem kom og fór án þess að nokkur yrði hans var.

En til að hafa vaðið fyrir neðan mig þá ætla ég að vera búinn að vaska upp og fara með Bangsa í hádegisgöngutúrinn fyrir kl. 2 þann 21. maí, ef.....

 

Erum við viljugir, aftur?

Jæja, NATO ætlar einn ganginn enn að taka að sér að skreppa í lítið stríð, svona milli matar og kaffis. Áætlun NATO er að útvíkka núverandi aðgerðir í Líbýu svo stríðið gæti, eins og stríð gera oftast, allt eins dregist á langinn, fram eftir kvöldi jafnvel. Rétt eins og litla Íraksstríðið, sem átti aðeins að standa milli mjalta og messu einn vordag 2003, en stendur enn.

NATO ríkin Tyrkland  og Frakkland hafa lýst yfir andstöðu sinni við yfirtöku NATO á þessum Líbýu mistökum.  Hefur eitthvað heyrst frá NATO ríkinu Íslandi, hefur það lýst yfir andstöðu sinni að nato_bombsNATO taki við stjórn þessa stríðs? Ef svo er þá hefur það ekki farið hátt eða verið hrópað á torgum.

Hvað er að gerast, hvar eru núverandi landsfeður, þeir sem voru svo eftir- minnilega óhressir með gjörð Halldórs og Davíðs þegar þeir lýstu þjóðina viljuga, að henni for- spurðri,  og fóru í stríð við Írak? Eru stjórnar- flokkarnir viljugir núna, þykir þeim þá, eftir allt saman, jafngott og helvítis íhaldinu að láta NATO og Pentagon taka sig í rassgatið, ósmurt?

Ég vissi svo sem að sumir í Samfylkingunni væru veikir fyrir slíkri meðferð á sitjanda sínum, en að slíkt væri til í VG óraði mig ekki fyrir.


mbl.is NATO tekur við stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vík milli vina

Mér þykir miður að S i g u r ð u r  Sigurðarson hefur slitið bloggvináttu okkar í kjölfar innleggs frá mér við eina færslu hans. Innleggið var að vísu hvasst, en að mínu mati ekki hvassara en tilefnið gaf.

Ég óska Sigurði velfarnaðar og alls hins besta í framtíðinni um leið og ég þakka honum góða og skemmtilega bloggvináttuna meðan hún varði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband