Viđ getum launađ Bretum og Hollendingum lambiđ gráa međ ţví ađ samţykkja Icesave, ţví ţeir munu aldrei sjá eina einustu krónu, samkvćmt árćđanlegum heimildum.

Ţađ er gćfa okkar Jarđarbúa ađ eiga alltaf nóg af sjálfskipuđum „umbođsmönnum“ Guđs, sem beintengdir eru viđ almćttiđ, okkur hinum fákćnu til leiđbeiningar hvernig lífi okkar verđur best hagađ. Viđ Íslendingar eigum heimsmet í ţessum málaflokki  eins og öđrum, miđađ viđ höfđatölu auđvitađ.

Á stokk hefur stigiđ Amerísk Guđsgjafaţula af ţessu tagi, útvarpspredikarinn Harlold Camping, sá er ekki af verri endanum, hann á og rekur stórann söfnuđ međ áhangendum um allan heim.  Camping ţessi , sem hefur gaman ađ leika sér međ tölur og ţá ađallega međ $ merki fyrir framan, hefur reiknađ út ađ heimsendir verđi 21. maí n.k. kl. 14 ađ íslenskum tíma. 

Nú kunna einhverjir ađ tengja ţetta viđ samţykkt Icesave samningsins, sem ţá verđur frágengiđ, en svo er ekki,  ţví ţetta tengist krossfestingu Krists og engu öđru. Kristur var eins og allir vita krossfestur  allnokkru fyrir tíma Icesave eđa nánar tiltekiđ 1. apríl 0033 kl. 14 ađ íslenskum tíma.

Dagsetningu heimsendis  fékk Camping út međ ţví ađ margfalda saman heilögu tölurnar ţrjár, 5, 10 og 17 og ţađ tvisvar. Slíkt hefđi auđvitađ engum dottiđ í ađ gera nema međ guđlegri forsjá. Ţá fékk hann út  töluna 722.500,- og ţann 21. maí n.k. – kl 14 – verđa liđnir akkúrat 722.500 dagar frá krossfestingu Krists. Ţegar ţetta hefur veriđ opinberađ liggur ţetta ljóst fyrir og öllum auđskiliđ, einfaldara og eđlilegra verđur ţađ vart.

Viđ getum, í ljósi ţessa stađreynda, launađ Bretum og Hollendingum lambiđ gráa, samţykkt Icesave vitandi ađ ţeir munu aldrei sjá krónu. Ţađ verđur gaman ađ sjá á ţeim svipinn.

Ţađ er ţó einn fyrirvari sem vert er ađ hafa í huga í atkvćđagreiđslunni 9. apríl n.k., sem er ađ Harold ţessi Camping hefur áđur spáđ heimsendi, sem kom og fór án ţess ađ nokkur yrđi hans var.

En til ađ hafa vađiđ fyrir neđan mig ţá ćtla ég ađ vera búinn ađ vaska upp og fara međ Bangsa í hádegisgöngutúrinn fyrir kl. 2 ţann 21. maí, ef.....

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ćtli mađur skreppi ţá ekki í golf fyrir hádegi ţennan örlagaríka dag!

Björn Birgisson, 27.3.2011 kl. 16:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki slćm hugmynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 16:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ći,ći, svo er sagt ađ fjármálaráđherrann ćtli ađ afhenda UK 26 milljarđa ţann 10. apríl n.k. upp í Icesavevextina.

Getum viđ ekki stoppađ ţađ af og notađ aurinn til ţess ađ landslýđur fái almennilega erfidrykkju - svona rétt á međan hann hefur heilsu til ţess ađ njóta veitinganna?

Kolbrún Hilmars, 27.3.2011 kl. 17:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ţađ ekki bara ein hryllingssagan til ađ hrćđa litlu börnin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 18:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú auđvitađ vćri betra ađ nota aurinn í gott lokahóf!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2011 kl. 18:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband