Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Sér á svörtu?

Guđmundur Kristjánsson í Brimi hefur ákveđiđ ađ stefna Elliđa bćjarstjóra í Vestmannaeyjum fyrir rógburđ. Guđmundur segir Elliđa hafa gert tilraun til ađ sverta mannorđ sitt.

Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ framvindu ţessa máls og sér í lagi niđurstöđu dómstóla, hvort og hvernig Elliđi sverti mannorđ Guđmundar.  Ţví ţađ hefur hingađ til veriđ trú manna ađ ekki sjái  á svörtu.


Stóra ÉG - UM MIG - FRÁ MÉR - TIL MÍN máliđ

Á mađur ađ trúa ţví ađ í Sjálfstćđisflokknum sé enginn svo aumingjagóđur ađ hann reyni ađ koma vitinu fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, áđur en hún mokar endanlega yfir sig?

Eđa er öllum skít sama?

 

 


mbl.is „Ég hef ekki gert neitt rangt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vantraust bođađ á hálfan ráđherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir er hálf í öllu tilliti, eftir ađ hafa sagt sig frá dómsmálahluta innanríkisráđuneytisins.

Upp er komin undarleg stađa og fróđlegt verđur ađ fylgjast međ vegferđ ráđuneytisins á nćstunni. Ráđherraparturinn ćtlar eftir sem áđur ađ halda um stýriđ í skrykkjóttum akstri ráđuneytisins, međ sprungiđ á öllum, en öđrum ráđherra verđur faliđ ađ sjá um bremsur og stefnuljós úr aftursćtinu.

Ţađ er greinilega allt hćgt og leyfilegt, til ađ lafa á völdunum, trausti rúin.

Í ljósi ţessa ćtti ađ nćgja Pírötum ađ leggja fram hálfa vantrausttillögu á restina  af ráđherranum.



mbl.is Lýsa yfir vantrausti á Hönnu Birnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđleysi Sigmundar og Bjarna?

Af gefnu tilefni hafa siđareglur ríkisstjórnarinnar, eđa öllu heldur skortur á ţeim, veriđ í brennidepli undanfariđ. Ríkisstjórninni ber samkvćmt lögum ađ setja sér siđareglur en hefur ekki enn drattast til ţess ţó hún nálgist ađ hafa setiđ ţriđjung kjörtímabilsins.

Siđareglur geta klárlega hjálpađ ráđherrum ađ breyta rétt og forđađ ţeim frá ţví ađ lenda í siđferđiskrísu og ţannig eflt traust almennings á stjórnsýslunni.

En af hverju ţarf hver ríkisstjórn ađ setja sjálfri sér siđareglur, er ekki eđlilegast ađ Alţingi setji ríkistjórnum siđareglur í eitt skipti fyrir öll? Getur ţađ veriđ ađ tvćr ríkisstjórnir geti ekki starfađ eftir sömu grunnhugmyndum almenns siđferiđs? Ţarf Bjarni Ben ađrar siđareglur en Steingrímur J og Sigmundur ađrar en Jóhanna? Ef ţví er ţannig  variđ er ţá nokkur ástćđa til ađ sömu lög gildi um alla Íslendinga? Ađ vísu má fćra fyrir ţví nokkur rök,  ţó ţađ sé ekki grunnhugsunin, ađ fyrir lögunum séu sumir töluvert jafnari en ađrir.

Svo er alveg eins víst ađ ráđherrar, sem hirđa ekki um ađ fara ađ lögum og setja sér siđareglur, séu ekki líklegir til ađ fara eftir slíkum reglum, ef ţćr eru ţeim ekki meira kappsmál en raun ber vitni.


Ćrandi ţögnin

Fátt hefur veriđ meira í umrćđunni undanfariđ en völt stađa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráđherra. Hanna Birna ţvertekur fyrir ađ hafa ađhafst eitthvađ ađfinnsluvert í rannsókn lekamálsins. Hún viđurkennir  jú, jú, ađ hafa hringt í lögreglustjóra á rannsóknartímanum! En alls ekki undir ţví yfirskini ađ rćđa lekamáliđ nei, nei! Ţó hafi máliđ veriđ rćtt, já, já, mikil ósköp! En ţó alveg án ţess ađ hún vćri nokkuđ ađ skipta sér af rannsókninni!  Alveg magnađ!

Á Moggablogginu hafa hćgrimenn fariđ mikinn og ásakađ  vonda vinstrafólkiđ um skipulagđa ađför ađ  vammlausri heiđurskonunni.  Sumir fara hamförum og senda frá sér stöđugt nýjar samsćriskenningar eftir ţví hvađan vindurinn blćs.  Allir sem koma ađ málinu eru gerđir tortryggilegir og ekki hvađ síst embćttismenn,  t.a.m. Umbođsmađur Alţingis og  Saksóknari, sem er jú víst sérleg senditík  vinstri klíkunnar. Svo er ráđherrann auđvitađ á aftökulista RUV!

En ţessir bloggarar minnast ekki einu orđi á eitt hrópandi atriđi, stóru ţögnina. Hina ćrandi ţögn formanns Sjálfstćđisflokksins og annarra forystumanna flokksins.

Hanna Birna segist hafa fullan stuđning ríkisstjórnarinnar og flokksins. Hún virđist ein til frásagnar um ţađ ţví enginn hefur stigiđ fram í ţeim tilgangi. Frá Bjarna Ben og nánustu klíkunni í kringum hann heyrist  ekkert. Nákvćmlega EKKERT til stuđnings Hönnu Birnu. Frá ţeim fróma hópi heyrist ađeins ćrandi ţögnin. Ţađ segir manni ađ ef ekki  er beinlínis róiđ gegn Hönnu Birnu á ţeim bćjunum, ţá  grćtur Bjarni og hirđ hans krókódílatárum yfir stöđugt versnandi stöđu ráđherrans.

Hver hagnast mest á ţví ađ undan innanríkisráđherranum fjari sem mest og ađ hún komi á rassgatinu út úr ţessu máli? Ađ Hönnu Birnu pólitískt genginni er í bráđ enginn sýnilegur kandídat í Sjálfstćđisflokknum til ađ ógna formannstöđu Bjarna Ben.

Fyrir nokkrum mánuđum var stađa Hönnu Birnu hinsvegar svo sterk innan flokksins gagnvart veikri stöđu Bjarna ađ Hanna Birna hefđi ađeins ţurft ađ gefa merkiđ og hallarbylting í Sjálfstćđisflokknum veriđ stađreynd, en hún ţorđi ekki. Bjarni vill eđlilega ekki vinna ađ ţví ađ fá ţá stöđu upp aftur.

Núna ţorir Hanna Birna ekki heldur ađ gera ţađ eina rétta ţví ţá vćri hún, ađ eigin sögn, ađ svíkja allt ţađ góđa fólk sem treystir á hana.

Ţađ er sannarlega böl ađ vera ómissandi.


mbl.is Valtýr segir Hönnu Birnu eiga ađ víkja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband