Óttarr, hefur BF þegar orðið spillingunni að bráð?

thessi-aetlar-ad-breyta-stjornmalunum_1297699.jpg

 

Ágæti Óttarr,

Verðandi forsætisráðherraefni þitt hefur runnið illa til á sannleikanum. Hann hefur orðið uppvís af að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum yfir kosningarnar vegna eigin hagsmuna. Og til viðbótar logið til um það hvenær skýrslan kom í hús í fjármálaráðuneytinu.

Skrifar þú og BF upp á þessi vinnubrögð, er þetta hin nýja pólitík sem þið hafið talað fyrir?

Eða hefur BF þegar orðið spillingunni að bráð?


mbl.is Verður Óttarr heilbrigðisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Einkenni góðs þjóns er að vita fyrirfram hvað húsbóndinn vill. Hinir góðu þjónar í ráðuneyti Bjarna gera skítverkin óumbeðið og án beinnar vitneskju don Bjarna.  Þess vegna getur hann endurtekið komið fram í fjölmiðlum og logið blákalt án þess að ljúga nokkru. Jón Ásgeir er greinilega fyrirmyndin.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2017 kl. 19:13

2 identicon

Það var augljóst hvar BF var með hausinn fyrir kosningar, þau gáfu til kynna að greyið bankastjórarnir ættu ekki heima í fangelsi, það gæti ekki talist glæpur sem ætti að refsa fyrir það sem þeir gerðu.

Það eitt segir næginlega mikið til hvar þau stóðu eða hver stóð á bak við þau væri nær.

Hvernig kemur þetta ástand núna á óvart ?

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 20:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var ráðuneytið sem staðfesti að skýrslan hafi komið í hús mánuði fyrr en Bjarni sagði. Það er örugglega satt þegar Bjarni segist ekki hafa setið á skýrslunni - í bókstaflegi merkingu auðvitað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2017 kl. 20:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var einn þingmaður flokksins Hallgrímur,sem lét þessi orð falla. Ég leit aldrei svo á að það væri stefna flokksins. Ég hefði aldrei að óreyndu getað ímyndað mér þetta ástarsamband sem myndaðist milli BF og Viðreisnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2017 kl. 20:51

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Maður getur hvorki setið þegjandi á upplýsingum, né varið sig með ósönnuðum staðreyndum, án löglegra og Stjórnarskrárverjandi dóms/réttarhalda. (eitthvað sem ekki þekkist í raun á Íslandi).

Sannleikans sönnuðu og vel traustsverðu og réttlætanlegu leynilögreglu-rannsóknir geta einungis skorið úr um rétt eða rangt.

Í siðmenntuðum og löglega gildandi og Stjórnarskrárverjandi réttarríkjum á dómsstólastigi siðmenntaðra ríkja, er öllum þjóðfélagsþegnum tryggður algjörlega hlutlaus og ókeypis lögverjandi í ágreiningsmálum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2017 kl. 22:32

6 identicon

Ég er mest hissa á því að stuðningsmenn Óttarrs eru hissa. Ég sá það strax á honum að þarna var enginn bógur, bara punt. Sjálfsagt er hann ágætis maður til að fara á kaffihús með til að fá sér bolla af café latte, en annað er ekki fyrir hendi á þeim bænum. Reyndar er ég engan vegin á hans bandi pólitískt, svo það snertir mig ekki mikið (nema þá að hann kunni að valda skaða í stjórn - frá mínum bæjardyrum séð) en ekki öfunda ég stuðningsmenn BF.

Hvað snertir Bjarna, kemur þessi skýrlsa mér heldur ekki á óvart, og er ég engann veginn ánægður með það. En vegna stefnumála flokkana eru aðrir kostir verri frá mínum bæjardyrum séð. Ég verð því að halda um nefið, og stefna áfram. Væntanlega öfunda stuðnigsmenn BF mér ekki heldur.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 17:48

7 identicon

"Væntanlega öfunda stuðningsmenn mig ekki heldur" átti þetta að vera.

Alltént kemur í ljós hversu lengi þetta samstarf varir.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.