Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Tapađ - fundiđ

Allt var sett í ýtrustu viđbragđsstöđu hjá lögreglu í kvöld ţegar dularfullur pakki fannst á tröppum Stjórnarráđsins ţví óttast var ađ í pakkanum vćri virk sprengja.

En viđ nánari athugun kom í ljós ađ í pokanum var löngu sprungin bomba, óhrein og krumpuđ kosningaloforđ stjórnarflokkana, sem ţeir höfđu fleygt strax eftir kosningarnar í vor. Skilvís finnandi hafđi skilađ pokanum á tröppur Stjórnarráđsins.

Hinum óheppna finnanda hefur veriđ tilkynnt ađ, ađ launum skuli hann ekki ađ gera sér háar hugmyndir um  skuldaniđurfćrslu sér til handa.


mbl.is Dularfullur pakki viđ Stjórnarráđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Góđ kalkúnafylling - allt sem ţarf

Flestir sem á annađ borđ leggja ţađ á sig ađ éta kalkún eru sammála um ađ góđ fylling í fuglinn sé algerlega ómissandi. Ţetta er dagsatt og svipar mjög til naglasúpuuppskriftarinnar góđu, ţar sem  öll aukaefnin í súpuna eru algerlega ómissandi ef eitthvađ á ađ verđa úr súpunni.

En af hverju trođa menn ţessu mauki inn í kalkúninn í stađ ţess ađ baka "fyllinguna" í formi og borđa hana ţannig í stađ ţess ađ standa í ţví kroppa hana út um boruna?

Ţegar menn eru komnir međ góđa og matarmikla formbakađa kalkúnafyllingu ásamt öđru međlćti og sósu er komin fullkomin hátíđarmáltíđ.

Kalkúninum má ţví ađ skađlausu sleppa alveg, enda bragđlaust óćti hvort sem er án fyllingar.

Verđi ykkur ađ góđu! 


mbl.is Guđdómleg kalkúnafylling
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Árni Johnsen og "Garđar Hólm"

Lítiđ leggst fyrir „stórsöngvarann“ og monttappann Kristján Jóhannsson ađ hann skuli enda sinn, ja sumir segja, glćsta söngferil  í  „samsöng“  međ Árna Johnsen á áramótabrennu viđ Elliđavatn.

Til ađ kóróna niđurlćgingu ţessa fyrrum vonarstjörnu landsins ţá er hann í efnisskránni talinn upp á eftir hinum lagskakka Eyjarumung.

Ţetta jafningja raul gćti orđiđ hin besta skemmtan. 

Ćtli Kristján syngi frítt líkt og á styrktartónleikunum forđum, eđa ţarf ađ stofna til samskota? Ţađ ţarf hinsvegar engar áhyggjur ađ hafa af Árna, hann sér um sig sjálfur.


mbl.is Árni Johnsen og Kristján Jóhannsson stjórna fjöldasöng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Úps! - Smá mistök Silla!

 


Í bođi Símans

imagesxwsncbfx.jpgSíminn býđur viđskiptavinum sínum ađ hringja ókeypis úr heimasímum (fastlínusímum) til útlanda í dag (jóladag). 

Ţađ er lofsvert framtak hjá Símanum og góđ jólagjöf ađ bjóđa viđskiptavinum sínum frí símtöl til ćttingja og vini erlendis, takk kćrlega fyrir ţađ.

Gjöriđ svo vel og hringiđ – í bođi Símans!


mbl.is Ókeypis ađ hringja á jóladag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđileg jól!

1211544344.jpgÉg sendi öllum vandamönnum, vinum, bloggvinum, ţeim sem vilja  ţekkja mig og ţeim sem heimsótt hafa ţessa aumu blogg síđu mína gegnum tíđina bestu óskir um gleđileg jól og farsćlt komandi ár međ kćrum ţökkum fyrir ánćgjuleg samskipti á árinu sem er ađ líđa.

                        Axel Jóhann Hallgrímsson.

 


Sjálfsvirđing verkalýđshreyfingarinnar í húfi

Ţađ er ljóst ađ ekkert stéttafélag, sem enn eru međ lausa samninga, vill sjá samning ASÍ og SA sem fyrirmynd ađ ţeirra samningi. Nokkur verkalýđsfélög innan ASÍ, sem eru ađ forminu til ađilar ađ ţessum "samningi", hafna honum alfariđ, telja hann afleitan. Ţađ segir allt sem segja ţarf um samninginn ţann.

Ţví er ljóst ađ stórkallalegar yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um ófrávíkjanlega kröfu um hćkkun lćgstu launa umfram ađra hópa snérist upp í hróplega andhverfu sína, rétt einn ganginn.  Ţeir lćgst launuđu eru enn einu sinni skildir eftir og horfa upp á launabiliđ breikka enn frekar. Verkalýđurinn er enn og aftur rassskelltur - af eigin forystu.

Hetjurnar í ríkisstjórninni eru svo kapítuli út af fyrir sig. Framkoma ţeirra gagnvart launalćgstu  hópunum og grímulaus misskiptingarstefna gefur verkalýđshreyfingunni ekki tilefni til friđarsamninga viđ ţá herra. Ekki ţarf ađ spyrja Sjálfstćđismenn um framgöngu sinna manna, en hvađ segir grasrótin í Framsókn?

Verkalýđsfélög innan ASÍ hljóta ađ hafna ţessum samningi, ţá á Gylfi og hirđin hans ekki annan kost en segja af sér, hafi ţeir minnsta snefil af sjálfsvirđingu.

Samţykki ađildarfélög ASÍ samninginn er ljóst ađ verkalýđshreyfingin hefur glatađ sjálfsvirđingu sinni, hún hefur gefist upp - endanlega. 

Verkalýđur sem gerir engar kröfur til sjálfs sín á  ekki rétt á kröfugerđ á hendur öđrum. Hann verđur ađ ţiggja ţađ sem ađ honum er veitt og ţegja.

Ţá hlćr Gráskeggur!  Ţá verđur honum ekki misbođiđ!mbl.is Kennarar vilja meiri hćkkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćr Gylfi síld?

Tek ofan fyrir ţeim verkalýđsleiđtogum sem neita ađ samţykkja svika- samningana.

Fastlega má reikna međ ţví ađ Samtök Atvinnulífsins sendi Árna Johnsen međ marinerađa síld til Gylfa og annarra quislinga í ASÍ fyrir vel unnin störf í ţágu SA.


mbl.is Eykur á misskiptinguna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Í dauđans hasti

Fimm hreindýr drápust ţegar ekiđ var á ţau í „mikilli ţoku“. Niđ dimm ţoka er ekki beinlínis kjörađstćđur fyrir hrađakstur, akstur á ţeim hrađa ađ dugi til ađ drepa fimm hreindýr. 

Sumir virđast alltaf aka á sama hrađa, sama hverjar ađstćđurnar eru, rétt eins og auglýstur hámarkshrađi sé gildandi lágmarkshrađi.  Ţađ er uggvćnlegt tilfinning ađ aka eftir Reykjanesbrautinni, í hríđarmuggu og afar takmörkuđu skyggni, á ţeim hrađa sem hćfir ađstćđum, ţegar bíllinn hendist skyndilega til, ţegar ţeir ökumenn sem valdiđ hafa  taka  framúr á hrađa símskeytis.

Ţađ er orđiđ langt síđan ég tók bílprófiđ en mig minnir ađ ţađ standi í umferđarlögunum eitthvađ á ţá leiđ ađ aka beri eftir ađstćđum hverju sinni og ekki hrađar en svo ađ hćgt sé ađ stöđva bifreiđina á ţriđjungi ţeirrar vegalengdar sem auđ er og hindrunarlaus framundan.  

En sú regla er auđvitađ ađeins fyrir ţá sem eru ekki ađ flýta sér.


mbl.is Fimm hreindýr drápust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Konunglegur kláđi hrjáir Svía í auknum mćli

Stuđningur Svía viđ konungdćmiđ fer ört minnkandi. En vilji Svíar á annađ borđ dröslast međ ţessa konunglegu kláđamaura áfram, get ég ekki séđ ađ máli skipti hvađ ađalkláđamaurinn heitir. Ţađ klćjar undan eftir sem áđur.


mbl.is 48% Svía vilja ađ konungurinn segi af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband