Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Svona eiga menn að vera

Það er frábært  framtak hjá þeim hjónum Margréti og Benedikt í Bílabúð Benna að gefa Mæðrastyrksnefnd 150 hamborgarahryggi til að færa þurfandi, fleiri mættu fara að þeirra góða fordæmi.

Það er heldur meiri reisn yfir framtaki hjónanna en fúlu síldinni sem senditíkin Árni Johnsen færði „þurfandi“  þingmönnum frá útgerðarmafíunni í Eyjum, sem mútu fyrir vel unnin störf í þeirra þágu.


mbl.is Bílabúð Benna aðstoðar 150 fjölskyldur um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ sér gjöf til gjalda

Það er aðeins einn maður í veröldinni nógu heimskur til að kalla til blaðamenn og ljósmyndara og láta blaða og mynda í bak og fyrir þegar hann ber fé (síld) á þingmenn.

„Det er bare part of programmet“ segir mútugreiðandinn.

(Mynd af Jóni Gunnarssyni  þingmanni (D) að taka við mútusíldinni úr hendi Árna Johnsen má sjá með fréttinni)


mbl.is „Þetta er bara partur af kryddinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég er fegurðardrottning- Ég brosi gegnum tárin"

Það er verðugt verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka aumingja  fallega fólkið upp á sína arma ásamt vesalings ríka fólkinu.  Það nær auðvitað engri átt að fallegt fólk fái ekkert út á fegurðina ekki einu sinni frítt í strætó.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera falleg, vælir fyrrverandi „fegurðarfljóð“. Fegurðin er mikil kvöl, svo ekki sé talað um þá pínu að vera loðin um lófana, eða þau ósköp að vera jafnvel hvorutveggja.

Það eru engin takmörk fyrir því hvað á sumt fólk er lagt.

 

 

 


mbl.is „Ég var valin fallegust í heimi en þarf samt að borga í strætó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi

Það er flott hjá Brasilíu að hætta við þessi viðskipti í Bandaríkjunum og beina þeim annað. 

Það er mun líklegra að Bandarísk stjórnvöld leggi  við hlustir sé mótmælum, við ósvífnum njósnum þeirra um allar jarðir, komið til skila gegnum efnahaginn frekar en hina hefðbundnu diplómatísku leið.

Vonandi fara sem flestar þjóðir að dæmi Brasilíu og kenna Banda- ríkjamönnum  mannasiði, með þessum hætti.


mbl.is Kaupa sænskar þotur vegna njósna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með feigðina að förunaut

Í tíð síðustu ríkisstjórnar gumuðu andstæðingar hennar gjarnan af því hvað stjórnarandstaðan væri öflug.   En var hún það?  Henni tókst að vísu ansi oft að trufla störf ríkisstjórnar og Alþingis. En það var ekki út á styrk stjórnarandstöðunnar heldur miklu frekar fyrir veikleika ríkisstjórnarinnar, sem studdist við minnsta mögulega meirihluta misseri eftir misseri. Ríkisstjórnin átti, nánast dag hvern, líf sitt undir því hve vel henni gekk að smala villikattastóðinu þann daginn.

En núna er komin ný ríkisstjórn sem styðst við vægast sagt mjög góðan meirihluta, 38 þingmenn af 63.  Ríkisstjórn með þann þingstyrk í vöggugjöf ætti að öllu jöfnu að vera sterk stjórn og geta látið verkin tala og sett stjórnarandstöðuna  alveg út á kannt.

En hefur það gerst,  er stjórnin að sýna styrk sinn og stjórna í krafti hans? Nei því fer víðs fjarri, veikri stjórnarandstöðunni hefur, með sína 25 þingmenn, tekist að beygja „sterku“ stjórnina og beinlínis stilla henni upp við vegg í mörgum málum. Og ekki veitir af.

Þetta væri  ekki  hægt, væri stjórnin jafn sterk og þingmeirihlutinn segir til um. Hugsanleg skýring á þessu ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er skortur á samvinnu og trúnaði milli stjórnarflokkanna vegna togstreitu þeirra á milli. Þaðan  er stutt í tortryggni og fullt vantraust manna í milli.

Hvað sem því líður þá er þetta verkminnsta stjórn lýðveldisins.  Aðeins tvö veigamikil mál hafa verið afgreidd, eitt gæluverkefni frá hvorum flokki. Forgangsmál  sjálfstæðismanna lækkun skatta og afnám gjalda á auðmenn og stórgróðaútgerðir og skuldatilfærsla Framsóknar, sem sennilega verður misheppnaðasta efnahagsaðgerð sögunnar og skilar landsmönnum aðeins auknum ójöfnuði og sárindum þegar upp verður staðið.  

Um önnur mál ríkisstjórnarinnar og aðrar úrlausnir ríkir í besta falli vopnaður friður milli stjórnarflokkanna og  á meðan situr veik stjórnarandstaðan  sterk  við stýrið eftir að hafa náð fram m.a. desemberuppbótinni, endurskoðun veiðigjalda og afnámi sjúklingaskattana.

Silfurskeiðastjórnin ber í sér feigðina og  hefur sennilega þegar lagst banaleguna. En hún mun örugglega reyna, af veikum mætti næstu daga, að þakka sér að stjórnarandstaðan kom vitinu fyrir hana.

 

 


mbl.is Samþykkt að greiða desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir að hafa talið fugla í 60 ár....

... geta varla verið margir fuglar eftir ótaldir.

Það hefði ég nú talið, ó-já.


mbl.is Hefur talið fugla í yfir 60 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar ráðningar eru ætíð faglegar, sé sjónarhornið haft nógu þröngt

Eftirmaður Páls Magnússonar verður faglega skipaður ekki spurning um það. Frá Valhöll séð.

Ferlið verður sirka svona;  Í  Valhöll er þegar búið að ákveða hver fái jobbið. Staðan verður auðvitað auglýst til að uppfylla lagaformið og „lúkkið“. Verðandi útvarpsstjóri sækir síðan um starfið - á þar tilgerðu eyðublaði sem nálgast má í Útvarpshúsinu eins og það heitir víst - og verður þannig einn af vonbiðlunum.

Ákvörðun um ráðningu verðandi útvarpsstjóra gengur hratt og átakalaust fyrir sig enda fyrirfram ákveðið að  hann sé  áberandi hæfastur umsækjenda vegna flokkshollustu sinnar og annarra pólitískra mannkosta.

En stjórn RUV og ráðherra munu hinsvegar þurfa nokkra yfirlegu til að sjóða saman „trúverðuga tuggu“ í lýðinn til rökstuðnings ráðningunni. Því erfiðara verður það verkefni því lengra sem flokksdindillinn stendur öðrum umsækjendum að baki í hæfni, hvernig sem málin verða metin.

Það myndi nú létta undir með stjórninni og ráðherra ef svo heppilega vildi til að verðandi útvarpsstjóri hafi áður starfað sem útvarpsstjóri, á ólöglegri útvarpsstöð flokksins.

Jú, jú þetta verður allt mjög faglegt, eins og ævinlega, jafnvel skrautskrifað í fundagerðarbækur.


mbl.is Eftirmaður Páls verði faglega skipaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röddin í símanum sagði....

Frásögn kennarans í Kastljósinu í gær um meinta barnamisnotkun hans  er samfélaginu  þörf áminning. Svo er að sjá að samfélagið hafi í þessum málaflokki stokkið úr algeru aðgerðarleysi og þöggun yfir í lögmál frumskógarins og  nornaveiðar. Í þessu tiltekna máli virðist pottur ansi víða vera brotin í málatilbúnaði skólayfirvalda.

Það er í sjálfu  sér ágætt að þeir, sem benda á misnotkun á börnum og brot gegn þeim, njóti nafnleyndar kjósi þeir það. En þeir sömu eiga að sjálfsögðu að standa gjörð sinni reiknisskil reynist áburðurinn falskur.  Það er fráleitt að kerfið verndi þá sem misnota það til að ná fram persónulegum hefndum á öðrum einstaklingi.   Á rám nafnlaus rödd, með óljósar ásakanir, í óskráðu símtali virkilega að duga til að blásið sé til nornaveiða?

Samfélaginu ber skylda til að vernda börn og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim og þeim refsað sem það gera. Allir eru sammála því. En er hægt að stoppa þar, að þeirri skyldu uppfylltri? Ef rannsókn innan kerfis sýnir að ásakanir sem bornar voru á kennara um brot gegn barni voru tilhæfislausar, er hægt að setja punktinn þar, getur lífið hafið aftur sinn vanagang út frá þeim punkti eins og ekkert hafi í skorist?

Nei augljóslega ekki, því eftir situr kennarinn í vonlausri stöðu. Þó hann eigi að heita laus allra mála verður hann tortryggður af kerfinu, síðasta val hvers skóla og það sem verra er, dæmdur til „dauða“ af dómstól götunnar og verður það sem eftir er í því að taka út þann dóm.

Í stað þess að þvo eigin hendur ber viðkomandi yfirvöldum og stofnunum siðferðisleg skylda til þess að klára málið, hreinlega sanna  sakleysi kennarans ef þannig má að orði komast og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hann verði  í sömu stöðu og fyrir rannsókn. Þá og ekki fyrr hefur réttlætinu verið fullnægt.

 


Atvinnuleysi eykst

Hókus  pókus átak ríkisstjórnarflokkana í atvinnumálum er að gera sig – eða þannig.  Ekkert mál að skapa störf sögðu þeir fyrir kosningar, bara að gefa í og þá er þetta komið.  

En auðvitað er þetta, eins og annað, fyrri ríkisstjórn að kenna, hún stendur enn á bremsunni!


mbl.is Atvinnuleysi eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Simon Cowell, Höttukolla og nýríki Nonni

Hver ekkifréttin rekur aðra á mbl.is þessa dagana. Fréttir sem hafa minna en ekkert fréttagildi og engan sýnilegan tilgang annan en að þjóna uppbelgdum þjóðernishroka.

Hverjum hefði dottið það í hug að jólaleikrit í sunnudagaskóla í einskis-manns sveitakirkju einhverstaðar í miðjum einskis-manns afkima í Louisiana rataði í fréttir á Íslandi.  

Jú einmitt - þegar  auka-aukaleikarar í uppfærslunni reynast vera „íslenskir“. Fjórar kindur af íslensku eðalkinda kyni ráðgera að stíga á svið um jólin og hefja með því glæstan leiklistarferil. Þær munu eflaust leggja Höllívúúd að klaufum sér eins og aðrir vaskir leikarar héðan að heiman hafa gert.

Karlrembu montvindhaninn Simon Cowell  mismælti sig eitthvað um uppruna á íslensku lagi og hvað gerist? Jú einmitt- allt fer á hliðina á Mogganum og gott ef prentun blaðsins var ekki stöðvuð í miðju kafi til að skipta um forsíðu.

Svo er það þessi frétt um einhvern „nýríka Nonna“ sem bókstaflega elskar íslenska grjótið á húsgólfi sínu í Las Vegas. Svo mikið elskar Nonni íslenska gólfið sitt að hann hefur sett það á sölu og er tilbúinn að taka matador peninga sem greiðslu, losni hann bara við fjandans gólfið.

 


 


mbl.is Velur bitcoin og íslensk gólfefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband