Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Málfars mella

 

"Farþegaskip með um 2.000 farþega innanborðs strandaði í grennd við Finnland fyrr í dag. Enginn farþeganna slasaðist og héldu þeir ró sinni eftir slysið, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu Viking Line.

Stefnt var að því að reyna að fjarlægja skipið af vettvangi í kvöld og draga það til hafnar. Ekki er talið að vatn leki inn í skipið og eru farþegarnir öruggir um borð.

Skipið, sem gengur undir nafninu Amorella, var fyrst sjósett árið 1988. Það er um 170 metra langt og rúmar 2.480 farþega".

 

Sá sem skrifar þessa undarlegu samsuðu er greinilega alveg "strand í grennd" við íslenskt mál.

 


mbl.is Strandaði við Finnland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins þingmanns þjóðarsátt

Vigdís Hauksdóttir hefur gert einsmanns þjóðarsátt. Hún virðist hafa náð nokkuð víðtæku samkomulagi við sjálfa sig, það eitt og sér er meira afrek en marga grunar. Þingmaðurinn hefur fram að þessu ekki getað blikkað augunum eða snúið sér við án þess að skipta um skoðun.

En þjóðarsátt Vigdísar virðist ekki ná út fyrir þingmanninn. Grundvöllur þjóðarsáttar er að víðtæk sátt sé um þau mál sem á þjóðinni brenna. Hefur það gerst?

 

Er þjóðarsátt um skattaskjaldborgina sem silfurskeiðastjórnin hefur slegið um auðmenn?

Er þjóðarsátt um sjúklingaskattana?

Er þjóðarsátt um kvótamálin og veiðigjöldin og leynimakkið við LÍÚ?

Er þjóðarsátt um afnám desemberuppbótar á atvinnuleysisbætur?

Er þjóðarsátt um "skuldaleiðréttinguna"?

Er þjóðarsátt um aðförina að RUV?

Er þjóðarsátt um skoðun Vigdísar Hauksdóttur á þróunaraðstoð?

Er þjóðarsátt um eitthvað eitt sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir?

 

Svona má spyrja um afgreiðslur ríkistjórnarinnar, á hverju málinu á fætur öðru og svarið er því miður alltaf nei.

Heldur einsmanns þjóðarsátt Vigdísar, eða verður það fyrsta frétt morgundagsins að þjóðarsáttin sé í uppnámi? Eða lifir hún svo lengi?


Störukeppni í uppsiglingu

 

Þá er bara að sjá hvort gefur sig fyrr í væntanlegri störukeppni á nýju ári, ráðvillt ríkisútvarpið eða hin stórláta kona að vestan.


mbl.is Ætlar að skrúfa fyrir Rás 1 og Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins

Enginn vafi leikur á því að Ólafur Þór Hauksson -Sérstakur saksóknari- er maður ársins!


Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

Ekki myndi það koma verulega á óvart núna,  þegar starf Sérstaks saksóknara er farið að bera sýnilegan ávöxt, að ríkisstjórnin bregði niðurskurðarhnífnum snöggt á starfsemi Sérstaks saksóknara og slái hana endanlega af.

Þarna er jú verið að dæma glæstustu syni ríkisstjórnarflokkana og ávöxt stefnu þeirra. Það gengur auðvitað ekki.


mbl.is Hreiðar gæti fengið 9 ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð var framið - ákært fyrir manndráp af gáleysi


"Fram kemur í ákærunni að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. - Afleiðingarnar voru árekstur við bíl sem kom úr gagnstæðri átt".

Sú dauðadrukkna ók sem sagt án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Hvað ætli ákæruvaldið telji að sé hæfileg aðgæsla og heppilegur ökuhraði hjá ökumanni með 2,7 prómill alkahóls í blóðinu?

Sú ónotalega tilfinning vaknar að ákæruvaldið meti hluta sakarinnar  hjá ökumanni bifreiðarinnar sem á móti komi, að unga konan hafi ekki átt að vera að þvælast fyrir fullu fólki á þjóðveginum.  

Það er eins og ákæruvaldið hafi leitað logandi ljósi að afsökun til að milda ákæruna sem mest. Svo ákærir það morðingjann fyrir manndráp af gáleysi og bítur svo höfuðið af skömminni með því að rétt gogga í refsirammann.

Ákæran hlýtur að vera sem hnefahögg í andlit aðstandenda ungu stúlkunnar sem beið bana. Öllu sómakæru fólki er framganga ákæruvaldsins mikið áfall.


mbl.is Ákærð fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasveinn dagsins er Vökustaur

Vökustaur  dregur nafn sitt af illa fengnum  silfurskeiðum sem hann fékk undir bæði augnlok stuttu eftir landnám. Hann hefur ekki getað lokað augum eða sofið síðan, því er hugsunin ekki  með skýrasta móti. 

Vökustaur hefur af svefnleysinu fengið augnbauga mikla sem lafa niður á kinnar og er hann hvítur og tekinn sem nár. Vökustaur hefur um sig hjörð Framsækinna tilbera sem leggjast á fé manna og blóðsjúga það.

Vökustaur er af Grýlu hyski og grimmur við börn.


 

 


Heyrði raddir....

....og talaði tungum ....á táknmáli!

Geri aðrir betur.


mbl.is Túlkurinn segist hafa heyrt raddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrkynjuð kynjarétthugsun

Ég sé ekki hvernig það getur verið kynjamismunun að líkamsræktarstöðvar sérhæfi sig í þjónustu við annað kynið, ef eftirspurn er eftir þannig starfsemi.  

Hvað verður næst í þessari úrkynjuðu kynjarétthugsun? Verða búningsaðstöður sameinaðar í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum, körlum gert skylt að ganga í brjóstahöldurum og  kvenna- og karlasalernum steypt saman?

Raunar er undirbúningur þess síðastnefnda þegar hafin, því í pípunum er víst að körlum verði bannað að pissa standandi.


 

 


mbl.is Ekki gert upp á milli kynjanna í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetatittlingur

Ef þessi flækingsfugl er nefndur eftir hinum eina sanna Lincoln liggur þá ekki beinast við að hann heiti forsetatittlingur  á íslensku?

Svo má líka leika sér með þetta áfram, taka skírnarnöfn íslensku forsetanna og nota þau sem forskeyti við –tittling og velja svo það nafn sem líklegast er og best hljómar.


 


mbl.is Leitað að nafni á nýjan landnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband